ESB tilskipun?

Kannski er maður orðin of samsæris sinnaður en það skildi þó ekki vera að það hafi verið hringt í Steingrím frá Brussel og hann beðin um að stöðva þessar veiðar annars fengjum við ekki meiri lán og AGS myndi setja áframhaldandi hjálp í frost. Sennilega ekki en hvað á maður að halda á þessum síðustu og verstu tímum þegar sannleikurinn virðist vera orðin ótrúlegri en lygin oft á tíðum. Alla vega virðast önnur lönd hafa hér all mikla íhlutun nú um stundir að mínu mati
mbl.is Makrílveiðar stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Er þetta ekki enn eitt klúðrið hjá sjávarútvegsráðerrananum okkar. Auðvitað eigum við að halda áfram að veiða makrílinn, ekki veitir af að afla gjaldeyris í stóru skuldahítina okkar. Einnig verður samningsstaða okkar sterkari eftir því sem við veiðum meira og þá sjá aðrar þjóðir í kringum okkur að okkur er fúlasta alvara með þessum veiðum og við ÆTLUM okkur stóra sneið af þessari köku.

Mín persónulega skoðun er sú að Brussel-bákninu kemur ekkert við hvað við gerum í okkar fiskveiðimálum. Þeir hafa ekki efni á því að segja öðrum hvernig eigi að nýta þær auðlindir sem hvert land hefur í kringum sig. Ekki veit ég betur en það að sjávarútvegsstefna ESB sé jafn ónýt og íslenska bankakerfið, sem sagt varla ruslahaugamatur.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér um þetta við eigum hvergi að gefa eftir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.7.2009 kl. 17:58

3 identicon

við höfum ekkert við makríl veiðar að gera ef við bræðum hann bara.

þetta er herrans matur! en við, týpíski íslendingurinn vill bara skjóttan gróða.

þetta er mannamatur !

Rafn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband