Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

En af fréttaflutningi

Ég beið spenntur eftir vönduðum fréttaflutningi og greiningu á viðtalinu við Davíð í Rúv í dag. Þvílík vonbrigði annað hvort hef ég sofnað eða mist meðvitund það getur eki verið að öll hin faglega umfjöllun hafi verið viðtal við Steingrím og Svarar. Sé ég heill heilsu og hafi ekki sofnað og þetta hafi verið svona leifi ég mér að leggja til að Útvarp þjóðarinnar verði lagt niður þjóðin á kröfu á hlutlausum og vönduðum málflutningi í því málefni sem að hana mestu varðar núna undir þeirri kröfu standa fáir fjölmiðlar ef nokkurir nú um stundir.
mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitið og þér munuð finna

Eftir nokkurra daga hávaða læti og annað til að drepa málinu á dreif mun þessi skýrsla finnast. Það er nefnilega þannig að það sem Davíð hefur sagt hefur i allflestum tilfellum reynst satt. Ég er nokkuð viss um að ef sannleiks prósentan í hans orðum er skoðuð og borin saman við þá sem nú ríkja og marga aðra úr stjórnmálum og atvinnulífi þá mun Davíð Oddsosn ekki skora lægst.
mbl.is Ekki fundið neina slíka skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúv?

Mér finnst athyglisvert að Rúv leggur aðaláhersluna á að Davíð hafi skrifað undir að við myndum greiða Icesave hálfum mánuði eftir að hann gagnrýndi það að það stæði til. Davíð var í vinnu hjá stjórnvöldum og hlýddi þeim er fólk búið að gleyma látunum yfir því hvort að hann ætlaði að eyðileggja það að IMF kæmi. En verð ég að segja það að mér finnst fjölmiðlar langt í frá hlutlausir allavega eins og ég heyri þá.
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að mýkja þjóðina fyrir ESB.

 Er þetta virkilega það sem virkar. Hækka skatta fólk kaupir minna minni tekjur. Hækkum þá bara meira fólk kaupir enn minna og enn minni tekjur. Verslun og viðskipti dragast saman fólk missir vinnu arfavitlaus aðgerð.

Ég held að við sjáum ekki hinn raunverulega útgangspunkt. Ég held að hann sé þessi hækkum skatta og gjöld vísitalan hækkar vinir okkar sem eiga fjármagnið græða meiri tölur á pappír og klappa okkur á kollinn. Svo vantar betri bókhaldsniðurstöðu þá hækkum við bara skatta og gjöld meira. Sagt er að fjármála fyrirtæki hafi falsað stöðu sína með því að kaupa bréf í sjálfum sér. Ég sé ekki annað en að ríkistjórn Íslands sé að gera nákvæmlega sama í dag fyrir fjármagnseigendur. Hver þessarar hækkana leiðir til hækkunar lána og betri tölulegrar afkomu pappírspésa í vermætum sem eru ekki til. Síðan kyndir þetta undir verðbólguna og viðheldur vítahring sem að engin leið er að komast út úr.

Það getur líka verið til önnur ástæða allt eins líkleg og vel þekkt úr landvinningum það er að mýkja andstæðinginn svo að hann liggi betur við yfirtöku er ekki bara Samfylkingin að mýkja þjóðina svo að hún renni ljúft í gin Evrópusambandsins þegjandi og hljóðalaust með von um mannsæmandi vöruverð og afkomu það skildi þó ekki vera. Ég trúi því nefnilega ekki að leiðtogar okkar séu eins grunnhyggnir og mætti halda af aðgerðum þeirra það er eitthvað meira þarna á bakvið. Og það er herfræði í sjálfu sér að skapa svo mikla vesæld og vanlíðan að allt sýnist betra en núverandi ástand.

Ég hefði bara aldrei trúað þessu upp á VG en lengi má mannin og flokkin reyna.

 

 


mbl.is Sykurskatturinn of dýr og flókinn í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afl Evrópusambandsins

Samtaka mátturinn virðist vera notaður gegn fleiri en Íslendingum Ég hélt þetta væri bandalag um frjálst flæði vöru og þjóunstu einskonar viðskiptabandalag en ekki samtök um að kúga aðrar þjóðir til að láta að vilja meðlima þjóða.
mbl.is Afsögn í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skotgröfunum

Nú heitir það að vera í skotgröfunum ef fólk er á móti þessum Versalasamningi. Stjórnarandstaðan er í skotgröfunum af því að hún er á móti. En gæti verið að stjórnarandstaðan sé bara með meira af heilbrigðri skynsemi innanborðs og stjórnarliðar séu blindaðir af valdinu.

Ég tel það meira merki um þjónkun þingmanna við flokka sína og löngun til að halda í völdin ef að allir stjórnar þingmenn greiða atkvæði með málinu. Spegli alþingi vilja þjóðarinnar eins og það á að gera verður þetta frumvarp fellt en hræddur er ég um að svo verði ekki. En við þjóðin munum muna þau nöfn sem að segja já og þau sem segja nei.

Málflutningur eins og ég var vitni að í Kastljósi í kvöld þar sem að Eygló var beinlínis hótað að hún myndi setja landið aftur á upphafspunkt myndi hún styðja á nei hnappinn fannst mér lélegur málflutningur.

En segjum svo að Evrópa myndi snúa við okkur baki ef að við fellum samninginn er það þá bara ekki gott að fá það á hreint núna ég er þeirrar skoðunar að það sé hið besta mál áður en Evrópusjúkir einstaklingar véla okkur þarna inn. Heimurinn er nefnilega stærri heldur en Evrópa.

Menn segja að við verðum Kúba norðursins seint held ég að vinir okkar í Bandaríkjunum svæfu rólegir ef að ósökkvanlega flugmóðurskipið í Atlandshafinu Ísland væri orðið að Kúbu með gott stjórnmálsamband við Norður Kóreu Kína og Rússland. Nei við einöngrumst ekkert til þess hafa nýlenduveldin í raun of mikilla hagsmuna að gæta hér.
mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar bjóða heim

Fróðlegt þæti mér að vita hvort það að Arni og Ögmundur buðu til fundarins þýði að við höfum borgað allan brúsan einnig langar mig að vita hvort ráðherrarinr komu hingað í einkaflugi eða almennu farþega flugi. Hafi svo verið að við höfum borgað brúsann vil ég fá að vita hvað hann kostar. Og hafi þeir flogið í einkaþotum langar mig að vita hvað það kostaði mikla CO2 mengun

 


mbl.is Mikilvægt að draga úr atvinnuleysi og styrkja velferðarkerfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband