Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Mismunun?

Ég hef einhvernvegin staðið í þeirri trú að til dæmis örorkubætur væru bætur vegna þess að fólk hefði mist getu til starfs. Er þetta þá ekki nokkurskonar launagreiðsla til þeirra til að koma í staðin fyrir vinnulaun. Þess vegna er ég á því að það sé óréttlátt að refsa fólki fyrir það að geta sparað. Eins og ég skil þetta þá væri það þannig að ef manneskja lendir í slysi þá fær hun bætur gefum okkur það að hún leggi þær inn á reikning og nýti þær ekki heldur geymi sem varasjóð. Þá munu vextir hærri en 97000 á ári skerða örorkubæturnar sem eru í raun vinnulaunin en eingreiðslan er bót fyrir þann miska sem manneskjan varð fyrir. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta ekki réttlátt ef ég skil það rétt meðan að aðrir borga 10% skatt af fjármagnstekjunum sem að síðan hafa engin áhrif á líf þeirra og afkomu nema til að bæta hana. Þarna refsum við einum hópi fyrir það að reyna að sýna ráðdeild.

Ísland er svo skrítið stundum en eitt er hægt að ganga að vísu það er virðingin fyrir þeim sem að eiga fjármagnið sama hverjir eru við völd. Alla vega frá mínum bæjardyrum séð.


mbl.is Ósáttir að vera krafðir um endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég man ekki betur

Ég man ekki betur en að gengið hefði átt að styrkjast við það að sótt yrði um aðild að ESB nú er liðin smá tími en enn sekkur blessuð krónan Eitthvað er einhverstaðar að. Eðe einhver sagði ekki alveg satt.

Ég man eftir eftirfarandi loforðalista.

1. Nýja stjórn þá lagast all og kemur upp á borð.
2 Reka Davíð þá lagast allt.
3 Sækja um ESB aðild þá lagast allt
Og mikið fleiri yfirlýsingar en það hefur ekkert lagast enn.


mbl.is Dalurinn yfir 128 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIl sjá Gallupp könnun

Ég bara því miður trúi ekki Fréttablaðinu ég myndi vilja sjá vandaða Gallup könnun því að ég trúi því ekki miðað við hvað maður heyrir hjá náunganum að stjórnin hafi 47% fylgi 20% væri nær miðað við könnun sem að ég gerði í nær umhverfi mínu. En áður hafði hún um 70% fylgi í því sama umhverfi.

Fyrir mitt leiti þá geld ég orðið vara við því að allt sem að ég les eða heyri í fjölmiðlum í dag sé hinn besti fánnlegi sannleikur líðandi stundar.


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafi þeir þökk fyrir.

Enn sést að það er fátt sem kemur í stað einkaframtaksins þegar því er beitt á réttan hátt og að frelsi og framtak einstaklingana er það sem að mun leiða okkur að lokum út úr þessari kreppu eins og öðrum. Svo er aftur á móti spurning hvort að Saving Iceland ætti ekki að efna til söfnunar meðal félagsmanna til að launa fyrirtækinu greiðan það er jú að bjarga hluta af Íslandi sem er að brenna þarna uppfrá. Það væri mun líklegra til vinsælda heldur en að troða lími í hurðarlæsingar sem þarf síðan að endurnýja og kostnaðurinn lendir á þjóðinni.
mbl.is Þyrluþjónustan til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki Landsvirkjun

Af hverju lokuðu þau ekki líka Landsvirkjun og hitaveitunni? Þykir þeim kannsi of vænt um orkuna sem að knýr tölvurnar þeirra og er ein ódýrasta orka og upphitun sem völ er á.  Þökk sé stóriðjunni.
mbl.is Lokuðu skrifstofum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko nafna hann er að koma til..

Í dag fáum við ekki lán frá IMF nema að skrifa undir Icesafe.
Á morgun fáum við ekki lán vegna þess að við skuldum Icesafe
Í næstu viku fáum við ekki lán nema að við hættum að veiða makríl
Í næsta mánuði fáum við ekki lán nema að skip ESB fái að veiða flökkustofna hér við land
Síðan er það þorskvóti
Svo aðgangur að auðlindunum og svo og svo og svo uns ekkert er eftir og að lokum er Drekasvæðið tekið upp í skuld.

 

Spyrnum við fótun núna!a morgun er það of seint.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atli fær prik fyrir þetta.

Ég er algjörlega á öndverðum meiði við Atla í pólitík en ég viðurkenni það fúslega að í morgunþáttum Bylgjunnar líkar mér best að hlusta á hann og Pétur ræða málin þar fara menn sem að virðast af einlægni vilja þjóð sinni vel svo síðan megi endalaust deila um hvað mönnum finnist best fyrir þjóðina.

En það er annar flötur á þessu máli það er inngöngunni í Evrópuklúbbinn. Mér finnst vanta að það sé reiknað út hver gróði okkar af inngöngu er. Það er ljóst að til þess að áhugamenn um inngöngu geti látið stóradrauminn rætast þá á að pína okkur til að borga aðgangseyri og hann ekki lítinn. Segum svo að við borgum og komumst í klúbbinn hvað tekur mörg ár að fá aðgangseyrinn til baka það er fjárfestinguna af því að gerast fullgildir limir í batteríinu.

Ef að ég kaupi mér eitthvað vil ég vita hvort að fjárfestinginn er nauðsynleg og hvort að hún borgar sig upp. Hvað eru mörg ár þangað til að við höfum fengið þessa fjárfestingu til baka verður það nokkurn tíma við skulum ekki gleyma því að það kostar að vera í klúbbnum. Það er vel skiljanlegt að þeir sem fái pening vilji ólmir inn en þeir ættu að athuga að einhver borgar peninginn og þó einhverjir hér fái styrki er ljóst að við þurfum einnig að greiða til sambandsins og teljumst þá meðal efnuðu þjóða batterísins.

Ég vil sjá þetta reiknað ég er ekki frá því að niðurstaðan verði einfaldlega eins og stundum í mínu litla einkaþjóðfélagi þetta er ekki lífsnauðsynlegt og það er það langur tími þangað til að þessi fjárfesting borgar sig upp að það borgar sig ekki að leggja út í hana, heldur sleppa því og fara aðra leið. Því að mínu mati þarf þjóðin að athuga, hvort það er verjandi að eiða upphæð sem engin veit enn hve er há, í aðganskort að klúbbnum og það er als ekki á hreinu hvort okkur ber yfirleitt að borga þetta.

Þjóðin þarf að velta því fyrir sér hvort þessum peningum sé yfirleitt rétt varið í þetta klúbbkort hvort að svipuð eða minni upphæð myndi ekki skila hraðari uppbyggingu ef henni væri varið í hreina uppbygginu en ekki í að kaupa vinsældir keyptar vinsældir endast yfirleitt ekki lengur en nammið sem greitt er fyrir þær.

Einhver staðar segir að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna sína og ég held að það verði raunin hér ef við gætum ekki að okkur fyrst er okkur hótað ef við gerum ekki þetta síðan verður okkur hótað aftur ef við gerum ekki eins og sagt er. Það er bara spurning hvar það endar 


mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bráðna eða bráðna ekki

Ég hélt að samkvæmt hitnandi jörð þá ættu jöklar að bráðna með auknum hraða. Eitthvað virðist það þó vera í minnalagi þetta árið kannski er þróunin að snúast við og náttúran að byrja nýja sveiflu en nú í átt að kólnandi veðurfari.
mbl.is Þurrkur og kuldi koma niður á vatnsbúskapnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á mér lítinn draum.

Mikill maður átti sér draum. Ég á mér líka draum þó smærri sé í sniðum og ég langtum minni maður en hann samt á ég mér draum sem að mig langar til að rætist.

Ég á mér draum þann draum að hér á landi rísi upp nýtt afl. Afl sem er ekki hokið vegna fyrri tíma misgjörða, afl sem að er reiðubúið að láta til sín taka við endurreisn landsins á forsendum lands og þjóðar en ekki  á þvinguðum forsendum annarra ríkja og eiginhagsmuna sjálfs sín.


Ég á mér draum um að hér ríki réttlæti fyrir stóra sem smáa, þá sem minna eiga og þá sem betur standa, að þeir sem ríkja láti ekki undan þeirri  freistingu að skara eld að sinni köku og þeirra sem þeim eru nánir heldur deili byrðunum og gjöfunum á réttlátan hátt meðal fólksins í landinu.

Ég á mér draum um að hér ríki virðing meðal stétta að menntamaðurinn geri sér ljóst að það eru hendur verkamannsins og iðnaðarmannsins sem að skapa verðmætin sem gera honum kleyft að stunda nám sitt og að verkamaðurinn og iðnaðarmaðurinn geri sér grein fyrir því að  vinna og hugmyndir menntamannsins  oft á tíðum skapa ný tækifæri og sóknafæri fyrir þá og að þessir aðilar geri sér grein fyrir því að þegar þeir mæta á vinnustaði sína ný þrifna og skínandi er það fyrir atbeina fólksins sem að við lágan kost tók til og þreif undan þeim skítinn eftir að þeir voru farnir heim til fjölskyldna sinna kvöldið áður.

Ég á mér draum um að hér ríki stjórnvöld sem að láta ekki undan þrýstingi og kúgun erlendra ríkja sem ásælast auðlyndir okkar og land sjálfum sér til hagsbóta. Að hér ríki stjórnvöld sem að virða Íslenska menningarhefð og sögu án þess að gera lítið úr sögu og menningu annarra þjóða og að hér ríki stjórnvöld sem eru fær um að leiða þjóðina  áfram í ölduróti því sem að nú ríkir í heiminum með þau markmið að leiðarljósi sem eru þjóðinni og einungis þjóðinni fyrir bestu.


Mig dreymir um að þau hin sömu stjórnvöld séu reiðubúin til að  refsa þeim sem að keyrðu landið í þrot og gera allt sem þau geta til að endurheimta þau verðmæti sem að tekin voru ófrjálsri hendi í staðin fyrir að eiða tímanum í nefndir og undirnefndir þar sem að hinum  þóknanlegu  er plantað á dágóðu kaupi þó að þeir séu á launaskrá annarstaðar og að þau hin sömu stjórnvöld geri sér grein fyrir því að nú á að halda sig heima við og slökkva þá elda sem að hér brenna og hefja endurreisnina en ekki eiða tímanum í veislusölum erlendis og að lausn vandamála okkar felast ekki í þvi að láta aðra leysa þau fyrir okkur með þvi að stökkva í fang stórvelda.

Ég á mér draum um að hér rísi á ný þjóðfélag þar sem að við getum stolt bent á að gott sé að ala upp nýjar kynslóðir sem að geti leikið sér á túnum og i görðum án hættu á að verða fyrir ofbeldi og geti notið þess frelsis sem að fylgir því að vera ungur því eitt er vist að árin færast nógu hratt yfir og gleði og frelsi æskunnar er liðin tíð fyrr en nokkurn varir.

Mig dreymir um að hér ríki afl sem að virðir einstaklinginn og framtak hans en hefur um leið bein í nefinu til að setja þær leikreglur sem þarf svo frelsi eins verði ekki helsi annars. Afl sem styður og eflir einstaklingsframtakið og treystir þegnum sínum fyrir hinu daglega amstri en telur ekki sjálft sig best til þess fallið að deila og drottna og að öllum hlutum hins daglega lífs sé best komið undir vökulum augum yfirvaldsins.

Ég á mér draum sem að ég er viss um að margir landar mínir deila með mér en ég er orðin svartsýnn á að hann rætist við núverandi ástand. Þetta er einfaldur draumur um einfalt og sanngjarnt  þjóðfélag, sennilega frekar barnalegur draumur í þessum heimi þar sem að hið góða í okkur mannfólkinu virðist vera á hröðu undanhaldi fyrir því sem miður er í fari okkar.

Mér er þó að verða ljóst það er að þangað til að ég og það fólk sem deilir þessum draumi með mér gerir ekkert í því að láta drauminn rætast er hætt við að þetta verði engin draumur heldur martröð.

Góða helgi.


Borgum ekki nema það sem okkur ber

Íslendingar hafa þraukað ýmislegt Svartadauða, Móðuharðindi, harðindavetur af öllum gerðum, Síldarbrest og ýmsa aðra óáran og við munum þrauka þessa stjórn sem ríkir núna líka svo lengi sem að okkur tekst að koma í veg fyrir að hún framselji fullveldi og  sjálfstæði þjóðarinnar í eitthvað Evrópskt apparat. Nái hún því munum við samt þrauka en það verður erfiðara því þá þarf að endurheimta það aftur og í það fer orka því fullveldið munum við sækja til baka.

Ég sé ekki ástæðu til þess að skrifa undir skatahækkun af þessari stærðargráðu bara til að þeir sem til þess hneigjast geti lyft glösum í veislusölum Brussuborgar meðan að þjóð þeirra nærist á landa á heimslóð nei við skulum snúa bökum saman sem þjóð og drekka landa saman hér heima. Ég sé ekki ástæðu til að láta undan kúgun annarra þjóða.

Við þraukum og fljótt munu þær skammast sín þær sem hafa þá greind til þess. Við höfum áður orðið fyrir kúgun og fundum þá vini sem að reyndust okkur vel og Steingrími ætti ekki að verða skotaskuld úr því að tala við Pútín. Ég er sannfærður um að Rússar myndu reynast vinir í raun eins og þegar Bretar settu á okkur viðskiptabann og hætt er við að votir Norður Atlandshafs landamæradraumar Evrópusambandsins myndu þá standa þversum í koki þeirra.

Ég sé ekki ástæðu til að skrifa undir vegna ótta við framtíðina auðvitað getum við orðið fyrir kúgun fáum ekki olíu eða hvað annað sem að kvölurunum dettur í hug en gleymum því ekki að meiri hluti heimsbyggðarinnar er enn fólk með viti og þetta mundi ekki standa lengi tala nú ekki um ef að Rússar myndu en og aftur sýna vinarþel sitt og lána okkur pening til að IMF geti ekki afsakað sig með því að ekki hafi fengist lán.

Heimurinn hefur margt að skammast sín fyrir og mér finnst að þetta mál sé að verða af þeim meiði dæmi um kúgun og misbeitingu valds þeirra stærri.
Hollendingar þenja sig í skjóli Evrópusambandsins mér fannst dæmigert að þeir voru fyrst, að skila höfði sem að þeir losuðu af búk einhvers andstæðings síns fyrir löngu, núna um daginn Mér finnst það vera lýsandi fyrir innrætið þegar að fólk heldur höfðum andstæðinganna  núna á 20 og 21 öldinni en það skýrir sennilega vefsíðugerð þeirra um innrásina hingað og aðra smekkleysu sem á þeirri síðu er.Breska ljónið öskrar síðan af gömlum vana magnvana og ekki fært um annað en músaveiðar á gamals aldri.

Ég óttast ekki því eins og bloggvinur minn og skipsfélagi segir þá eigum við þá gæfu að hafa gjöful fiskimið og góða sjómenn sem að lokum munu eiga sinn þátt í því að hjálpa okkur upp aftur.

Ég segi nei við Icesave, ESB. 15 til 20% skattahækkun ofan á á þann samdrátt sem hefur orðið og nei við því að lúta í gras fyrir ofbeldi sem við erum beitt af þjóðum sem sumir voga sér enn að kalla vinaþjóðir sem er orðin hálfgerð skrumskæling á því orði.

En ég er reiðubúin að greiða það sem ég ber ábyrgð á það hefur bara ekki nokkur maður getað sagt mér á hverju ég ber ábyrgð og þegar svo er vil ég að farið sé að lögum og þar til bærir hlutlausir dómstólar skeri út um málið. Ég sagði hlutlausir.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband