Borgum ekki nema það sem okkur ber

Íslendingar hafa þraukað ýmislegt Svartadauða, Móðuharðindi, harðindavetur af öllum gerðum, Síldarbrest og ýmsa aðra óáran og við munum þrauka þessa stjórn sem ríkir núna líka svo lengi sem að okkur tekst að koma í veg fyrir að hún framselji fullveldi og  sjálfstæði þjóðarinnar í eitthvað Evrópskt apparat. Nái hún því munum við samt þrauka en það verður erfiðara því þá þarf að endurheimta það aftur og í það fer orka því fullveldið munum við sækja til baka.

Ég sé ekki ástæðu til þess að skrifa undir skatahækkun af þessari stærðargráðu bara til að þeir sem til þess hneigjast geti lyft glösum í veislusölum Brussuborgar meðan að þjóð þeirra nærist á landa á heimslóð nei við skulum snúa bökum saman sem þjóð og drekka landa saman hér heima. Ég sé ekki ástæðu til að láta undan kúgun annarra þjóða.

Við þraukum og fljótt munu þær skammast sín þær sem hafa þá greind til þess. Við höfum áður orðið fyrir kúgun og fundum þá vini sem að reyndust okkur vel og Steingrími ætti ekki að verða skotaskuld úr því að tala við Pútín. Ég er sannfærður um að Rússar myndu reynast vinir í raun eins og þegar Bretar settu á okkur viðskiptabann og hætt er við að votir Norður Atlandshafs landamæradraumar Evrópusambandsins myndu þá standa þversum í koki þeirra.

Ég sé ekki ástæðu til að skrifa undir vegna ótta við framtíðina auðvitað getum við orðið fyrir kúgun fáum ekki olíu eða hvað annað sem að kvölurunum dettur í hug en gleymum því ekki að meiri hluti heimsbyggðarinnar er enn fólk með viti og þetta mundi ekki standa lengi tala nú ekki um ef að Rússar myndu en og aftur sýna vinarþel sitt og lána okkur pening til að IMF geti ekki afsakað sig með því að ekki hafi fengist lán.

Heimurinn hefur margt að skammast sín fyrir og mér finnst að þetta mál sé að verða af þeim meiði dæmi um kúgun og misbeitingu valds þeirra stærri.
Hollendingar þenja sig í skjóli Evrópusambandsins mér fannst dæmigert að þeir voru fyrst, að skila höfði sem að þeir losuðu af búk einhvers andstæðings síns fyrir löngu, núna um daginn Mér finnst það vera lýsandi fyrir innrætið þegar að fólk heldur höfðum andstæðinganna  núna á 20 og 21 öldinni en það skýrir sennilega vefsíðugerð þeirra um innrásina hingað og aðra smekkleysu sem á þeirri síðu er.Breska ljónið öskrar síðan af gömlum vana magnvana og ekki fært um annað en músaveiðar á gamals aldri.

Ég óttast ekki því eins og bloggvinur minn og skipsfélagi segir þá eigum við þá gæfu að hafa gjöful fiskimið og góða sjómenn sem að lokum munu eiga sinn þátt í því að hjálpa okkur upp aftur.

Ég segi nei við Icesave, ESB. 15 til 20% skattahækkun ofan á á þann samdrátt sem hefur orðið og nei við því að lúta í gras fyrir ofbeldi sem við erum beitt af þjóðum sem sumir voga sér enn að kalla vinaþjóðir sem er orðin hálfgerð skrumskæling á því orði.

En ég er reiðubúin að greiða það sem ég ber ábyrgð á það hefur bara ekki nokkur maður getað sagt mér á hverju ég ber ábyrgð og þegar svo er vil ég að farið sé að lögum og þar til bærir hlutlausir dómstólar skeri út um málið. Ég sagði hlutlausir.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll "gamli"félagi. Sammála þér sem endranær Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lána Birni 5000 krónur sem hann getur svo ekki borgað mér til baka því hann á ekki þann pening lengur og fyrst svo er þá rukka ég bara  Sigurð um þessar 5000 krónur sem ég lánaði Birni upphaflega, meikar þetta "sense" hjá einhverjum ?

Sævar Einarsson, 25.7.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kært kvaddur líka gamli félagi Sævarinn hitir naglann á höfuðið þetta meikar engan sens alla vega ekki fyrir mig.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekki meikar það sence hjá mér svo mikið er víst og svo langar mig að minna á Villtu fá gefins milljón ?

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband