Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Fjölmiðlafulltrúi ESB

Gylfi bregst ekki frekar en fyrri daginn í að boða Evrópu trúboðið. Þar sé hiti og þar sé eilíft vor. Ég ítreka enn skoðun mína á því að það sé algjörlega óþolandi að formaður ASI hafi tekið að sér að útbreiða fagnaðarerindi einnar hreyfingar að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar er á móti þessu og þar með stór hluti þeirra sem Gylfi tekur umboð sitt frá.

Ég er þeirrar skoðunar að ASI eigi frekar að styðja meðlimi sína batteríið gæti til dæmis komið að reglugerðinni um hóflega lífshætti og húsnæði eða finnst okkar ágætlega launuðu forustumönnum allt í lagi að til að fá hjálp þá þurfi að taka upp eitthvað óskýrt hófsermis líf. Þetta er svona svipað og var á 16 og 17 öld fyrir daga iðnbyltingar þegar landeigendur stjórnuðu lífi leiguliða sinna. 

 


mbl.is Gylfi: Það sem ég óttaðist en ekki það sem ég vonaðist eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnum ríkinu

Er ekki spurning um að einstaklingar sem ekki er hægt að ásaka um að vera óráðsíu menn í fjármálum sem er algengt svar Stjórnmálamanna þegar þeir eru að verja það að hjálpa ekki þegnum landsins og eru með sín mál í nokkuð góðu standi en hafa orðið fyrir hækkun lána sinna vegna glæpaverka og óstjórnar. Er ekki komin tími til að nokkrir einstaklingar sem þannig er ástætt fyrir stefni ríkinu vegna brota á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar það tryggði  innistæður sumra þannig að þær héldu gildi sínu en færðu um leið byrðarnar yfir á húsnæðiskaupendur sem að stórum hluta er sú kynslóð sem á að taka við af okkur fimmtugum þegar við hættum að vinnna.

Mér finnst hlálegt þegar fólk talar niður til þessa hóps okkur er nefnilega hollt að muna að þetta er hópurinn sem ber upp þjóðfélagið meðan við erum að líða út af. Þess vegna segi ég höfðum mál gegn ríkistjórninni alla leið til Strassburg ef þarf á þeim forsendum að þegnum landsins hafi verið mismunað. Stór hluti vandamála okkar er jú líka vegna þess að við mismunuðum þegnum innan ESB með sömu lögum og ekki útséð með að við eigum eftir að tapa málaferlum vegna löngunar stjórnvalda til að verja fjármagnseigendur.

Svo hví ekki að fá úr þessu skorið og stefna stjórnvöldum. Þó að ekki sé til peningur til eins eða neins var til peningur 700 miljarðar eða vaxtagreiðslur af jöklabréfum í tíu ár til að afhenda innistæðu eigendum þá var ekki verið að spyrja hvort þeir hinir sömu lifðu hófsömu lífi eða lifðu i hóflegu húsnæði


Lausn á jöklabréfum ?

Kannski er hér komin lausn á jöklabréfavanda Íslands það er að eigendurnir gefi upp hverjir þeir svo má einnig fara með aðra kröfuhafa. Ég hef einhvern vegin þá trú í mínum gömlu beinum að ekki sé víst að allir sem nýttu sér Íslenkst efnahagslíf til ofsagróða vilji að við vitum hverjir þeir eru. Þeir ættu varla að hafa neitt á móti nafnbirtingu er það ?
mbl.is Kröfuhafar Chrysler gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að skera niður

Það er greinilega hægt að skera niður á RÚV og fækka starfsmönnum í Evrópuáróðurs deildinni. Hvernig stendur á því til dæmis að það hefur ekki komið orð um samning EFTA við Nafta sem sagt var frá hér á bloggi. Ég get fyrirgefið einkareknum áróðursmaskínum að stunda trúboð því þær ganga erinda eiganda sinna en RÚV er í minni eigu og annarra landsmanna sem að minnsta kosti helmingur er á móti aðild rödd okkar þarf líka að heyrast.

Mér er næst skapi næst þegar ég heyri nafnið Olle Rehn að senda viðtækið mitt niður í Efstaleiti. Við skulum muna að ein lúmskasta skattahækkun sem nú er að dynja á okkur verður 17000 kr reikningur fyrir afnót af Rúv á hvern einstakling yfir 16 ára greiðsla sem getur orðið ansi þung á heimilum þar sem allir eru atvinnulausir. Byrjum því að spara leggjum niður aðra rásina eða seljum og tökkum upp sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og sjónvarpslausan júlí þá ætti að vera hægt að lækka afnotagjöldin þau eru jú inni í vísitölu og koma til með að hækka afborganir lána.

Síðan væri gott að farið væri að segja rétt frá og að það er sótt um aðild að ESB en ekki um aðildarviðræður. 


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnubreyting hjá ASI

Er ASÍ að vakna er Gylfi farin að óttast um vinnuna. Hann fær þó hrós fyrir að tala um eitthvað annað en ESB en hræddur er ég um það að það sé of lítið og of seint það verður fátt sem kemur í veg fyrir það að fólk rísi upp innan tíðar það verður ekki undir stjórn Harðar Torfa sem virðist hafa hætt sinni baráttu þegar skipt var um stjórn kannski vegna þess að það var eini tilgangur fundanna og að þeir hafi aldrei snúist um fólkið í landinu.

Búsáhaldabyltingin hætti líka um sama leiti. Nú eru engir byltingarforingjar á ferð enda sennilega allit búnir að ná markmiðum sínum. En frétta tímar eru allir fullir af fólki sem er að reyna að njóta aðgerða ríkisstjórnarinnar en fá ekki vegna þess að til að fá hjálp ef þú ert að fara á hausinn verðurðu fyrst að hætta að fara á hausinn og greiða allt upp síðan máttu fá hjálp við að fara á hausinn aftur. Alveg séríslenskt held ég.

Sannleikurinn er sá að það á ekkert að hjálpa einum eða neinum nema þeim sem áttu pening í bönkunum en kannski getur ráðning 50 tilsjónarmanna hjálpað til að redda atvinnuleysinu að hluta því sennilega þurfa þeir að vera 1000 því að það hlýtur að vera fullt starf að fylgjast með að viðföngin lifi hófsömu lífi í hóflegu húsnæði.

Sennilega verða ráðnir í þessi störf atvinnulaust fólk úr fjármálageiranum með þekkingu á peningamálum. Það væri nú kaldhæðnislegt að sami einstaklingur og ráðlagði ungu pari að kaupa íbúð og taka aðeins meira lán til að geta tekið bíl í leiðinni og að hafa það í jenum það væri svo flott. Væri það ekki kaldhæðnislegt að þessi sami einstaklingur yrði nú tilsjónarmaður þessarar fjölskyldu gæslumaður ríkisins til að gæta þess að fjölskyldan lifi hófsömu lífi svo að hún geti notið alúðar hinar hjálpsömu handar stjórnvalda og hann gæti jafnvel tilsagt fjölskylduna til Hófsemisnefndar ríkisins og fengið prik að launum svona ala Austur Þýskaland á síðustu öld.

Sennilega verður nú líkindin með því forna alþýðulýveldi meiri innan skams því með sama áframhaldi þarf að byggja múr svo að fólk flýji ekki af skerinu


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Jóhanna

Ég er sammála Jóhönnu þetta verður stutt þjóðin mun losa sig við stjórnvöld sem tala niður til og auðmykja þegna sína og umgangast þá með hroka og tilsjónarmönnum.

Stjórnvöld sem ætla að fara fram úr Honneker í Austur Þýskalandi í afskiptum af fólki.
Ráðstjórnir hafa reynt að skilgreina ýmislegt eins og til dæmis barnafjölda en á Íslandi rikír nú stjórn sem ætlar að skilgreina hófsaman lífstíl og innleiða í lög ásamt ýmsum öðrum hegðunar mynstrum sem innleidd verða.

Þetta er vanhæf ríkisstjórn þó ófædd sé.

Jóhanna og Steingrímur þið verðið rekin á sama hátt og þið rákuð Davið


mbl.is Gæti orðið stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er flensan komin hingað?

Mér er næst skapi að hin illræmda flensa sé komin hingað til lands það getur varla verið önnur skýring á þeim fréttum sem að maður heyrir í fjölmiðlum og þeirri djúpvitru speki sem að drýpur af vörum valdhafa.

Mér varð gjörsamlega nóg boðið þegar ég hlustaði á fyrsta ríkiskommissarinn eða svokallaðan tilsjónarmann (konu) í tíu fréttunum. Inntakið var að þeir sem fengju greiðsludreifingu yrðu að temja sér hóflega lífshætti og búa í hóflegu húsnæði.

Fréttamenn eins og fyrridaginn brugðust gjörsamlega skyldu sinni sem í þessu tilfelli var að fá að vita hvað er hóflegt húsnæði og hvað eru hóflegir lífshættir. Sögur segja að annar flokkurinn í stjórn sé hallur undir verslunarveldi eitt. Verða það hóflegir lífshættir að versla einungis þar og fer þá ríkisrútan um hverfi hinna óhreinu og safnar þeim saman á föstudögum til að fara með þá í verslun og sjá um að þeir kaupi sér nú ekki kremkex fyrir helgina og þvoi föt sín með Euroshopper þvottaefnum því kaupi þeir Ariel Ultra telst það óhóflegt og greiðslujöfnunin fellur úr gildi. 

Verði fjölskylda sem að var nokkuð vel stæð og gat keypt sér rúmgott hús fyrir hrunið. verði sú fjölskylda fyrir því að báðar fyrirvinnur missi vinnuna og þau lendi í vanskilum verða þau þá undanskilin hjálp vegna þess að þau fara yfir ríkisfermetra fjöldann per einstakling vegna þess að geymslan er 11 m2 í stað 10m2.

Hvað er hóflegt húsnæði að mati stjórnvalda. Hvað er hóflegur lífstandard verða sett lög um jóla og fermingargjafir matarpakka handa foreldrum og leyfða kílómetra tölu í sunnudags bíltúr eða verður fólki í greiðslujöfnun kannski ekki leyft að eiga bíl. Kemur kokmisarinn til með að gista á heimilinu eða koma á morgnana verður hann í fæði og dregst það frá þeirri upphæð sem að telst hófleg til að komast af. Hvað má borða kjöt marga daga í viku og er grjónagrautur með rúsínum brot á reglunum. Þessum spurningum og fleiri langar mig til að fá svarað. Ég held að svona lagað hafi meira að segja aldrei verið gert á Kúbu eða í Kína.

Að gera fólki sem varð fyrir því óláni að verða fórnarlömb lélegra stjórnvaldregla og gráðugra fjárglæfra manna það að setja yfir það tilsjónarmann á vegum ríkisins með skipun um að lifa einhverju óskilgreindu hófsömu lífi er eitthvað það al hrokafyllsta og vitlausasta sem að ég hef nokkurn tíman heyrt.

Eins og ég sagði að ofan eina afsökun stjórnvalda fyrir þessari framkomu við örmagna þegna sína er sú að stjórnvöld séu alvarlega veik með hita að minnsta kosti 40,5°C svo að er furða að mér detti í hug að flensan sé komin.


Framtíðarsýn Íslendings

Hún er ekki fögur sú framtíðarsýn sem að blasir við okkur í hinu nýja Alþýðulýðveldi.  Við getum fengið greiðsluaðlögun ja sko það er að segja ef við búum í hóflegu húsnæði. Hvað er hóflegt húsnæði verður sett reglugerð um stærð herbergja á hvern einstakling og getur þá fermetri í geymslu ráðið lífi og dauða.

Síðan kemur tilsjónarmaður sem sér um að fjölskyldan fari nú ekki hamförum og fái sér læri í helgarmat því að þá verður greiðsluaðlögunin felld niður. Eftir það verður stutt í netlöggu eins tíðkað er í öðrum komoniskum ríkjum og að stór hluti þjóðarinnar vinni hjá ríkinu í að njósna um nágrannan.

Eitt þykir mér þó mjög athyglisvert og það er þjónkun hins íslenska stjórnmálamanns við fjármagnið það skiptir ekki máli hvort að það eru kratarnir sem að kenna síg við hægri stefnu eða kratarnir sem vilja í ESB eða þá þeir sem segjast vera vinstrisinnaðir. Þeir eiga allir eitt sameiginlegt það er að verja fjármagnið út yfir gröf og dauða. Síðan taka þeir hina verst settu á hátíðisdögum og dytta að þeim svo að þeir geispi nú ekki alveg golunni það myndi myndi vera slæm auglýsing fyrir gæðin.

Það er öllum að verða ljóst að ef ekki verður fljótlega fundin lausn sem að eitthvað réttlæti er í munu hér blása vindar sem ei nokkur maður hefur séð áður. Því svo má brýna deigt járn að það bíti Íslensk alþýða er þekkt fyrir þolinmæði en henni er alvarlega misboðið þessa dagana.


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguskoðun

Ég hef tekið upp þann sið að lesa nokkur gömul blogg mín við og við og viðurkenni að það veitir mér gleði að sjá í fortíðinni hvað framtíðarspár eru arfavitlausar. Þan 5 júlí 2007 birtist frétt i MBL að hækkun húsnæðis væri drifkraftur verðbólgu Þá er haft eftir aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins eftirfarandi úr leiðara Af vettvangi sem er fréttablað eða var.

Hann segir að ákvörðun félagsmálaráðherra að lækka lánshlutfall í 80% sé spor í rétta átt og mund skila árangri Ennfremur segir þessi góði maður að  þróun fasteignamarkaðar verði þó aldrei eðlileg fyrr en umsvif Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð við félagslegt hlutverk en bönkum og sparisjóðum látið eftir að sinna almennum íbúðalánum.  Feit letrun er undirritaðs

Var þetta rétt framtíðarspá eða hvað. 

Mér finnst fróðlegt að kíkja á svona hluti því þeir sýna mér hve rangt fólk hafði fyrir sér í fortíð og því ætti maður eitthvað frekar að hlusta á nútíma speki.


Ógnarstjórn

Ég man ekki eftir því að hafa heyrt þjóðinni hótað áður og það tvisvar á sama deginum af stjórnvöldum fólk hefur greinilega kosið yfir sig breytta tíma.

Mér finnst  bæði Jóhanna og Gylfi hafa sett niður í dag baráttan við að verja fjármagn og fjármagnseigendur hefur heltekið þau


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband