Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
3.5.2009 | 15:49
Lausn ?
Þetta er góð lausn hjá Lilju sé horft til stöðugt meiri ríkisafskipta en við skulum athuga það að fyrirtæki sem að fær vinnuafl þar sem að ríkið borgar vinnulaunin er í samkeppni við önnur fyrirtæki sem þurfa að greiða laun sín sjálf. Lausnin verður að segja upp fólki og ráða fólk á atvinnuleysisbótum í störfin. Við höfum dæmi um þetta þar sem erlent ódýrara vinnuafl hefur tekið yfir störf innfæddra. Þetta er því í mesta falli lausn til ákaflega skamms tíma en stórhætta á að hún festi í sessi ríkisgreiddan atvinnurekstur þar sem að þeir sem eru flokknum þóknanlegir fái brauðið en hinir skorpuna.
Fleiri fái að ráða í bótavinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 14:29
Til upplýsingar
Ég held að ég geti frætt Gylfa á því að það sem fólki gengur til er reiði. Reiði yfir litlum lausnum reiði yfir því að sú skjaldborg sem talað erum sést ekki nema í líki spilaborgar. Afskrifaðar eru skuldir fyrirtækja sem mörg hver áttu hlut í hruninu. Menn kaupa fyrirtæki aftur ormahreinsuð og á nýju verði. Menn fá jeppa til umráða í ríkisfyrirtækjum. og sv framvegis og framvegis. Á meðan er þeim sem verst standa boðið upp á tilsjónarmann þvílík móðgun við fólk sem ekki hefur sér annað unnið til saka en að hafa reynt að koma þaki yfir höfuðið að fá forráðamann frá þeim stofnunum sem komu fólkinu á kné.
Lánadrottnar eru líka eitthvað að skilja skuldbindingar sínar á annan hátt en aðrir í mörgum tilfellum ef mark er takandi á sögum fólks sem segir sínar farir ekki sléttar eftir þau samskipti. Skuldbinding þeirra virðist enn sem fyrr vera við hinn hjartalausa Mammon.
Ef valdhafar hafa ekki tekið eftir því þá er fólki einfaldlega misboðið að það eigi að færa vanrækslu stjórnvalda og glæpsamlegt athæfi fjármálamanna yfir á bök þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Hvaða réttlæti er í því að nýjar stofnanir kaupi lánasöfn á undirverði en innheimti á yfirverði hvaða réttlæti er í því að tveim íbúum í stigagangi sé mismunað stórkostlega annar er fjármagnseigandi og fær sitt bætt að fullu á kostnað hins sem er ungur íbúðakaupandi og fær sínar birgðar auknar um tugi prósenta.
Við höfum áður yfirgefið land vegna skattheimtu og lélegs stjórnarfars kannski komin tími á það aftur að finna óbyggða eyju.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 12:31
Sjálfstortíming
Í gegnum söguna hafa öll heimsveldi liðið undir lok og það eru fleiri og fleiri merki að koma fram að tími Evrópu eins og við þekkjum hana sé að líða undir lok. Þegar að þjóðfélög eru orðin svo heltekin að það verði að gera öllum til geðs að ekki er hægt að vísa úr landi einstakling sem að er grunaður um jafnalvarleg afbrot og þessi maður þá eru þau þjóðfélög orðin getulaus til að taka á alverlegum málum. Það er ekki verið að tala um að pynta eða dæma manninn einungis að vísa honum úr landi. Þetta er ýminduð góðsemi sem að því miður á eftir að fella vesturlönd innan frá ef þetta væri vesturlandabúi í austurlöndum þá væri búið að senda hann heim með skófar á afturendanum eða gera eitthvað miklu verra.
Vilja vísa Íraka úr landi í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 12:19
Hafi hann hrós fyrir
Játaði íkveikju í leikskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2009 | 12:02
Hagfræði versus vélfræði
Lílja Móses og Sigríður Ingibjörg hagfræðingar og þingmenn VG og Samfylkingar vilja hjálpa þeim verst stöddu í þjóðfélaginu það er göfug hugsun. En gera þær ráð fyrir að þeir verst stöddu eru sennilega þeir sem fóru sem mest í uppsveiflunni eða eru þær bara að tala um þá verst stöddu innan einhvers tekjuhámarks ég er sannfærður um að margir hinna verst stöddu eru ekki markhópur félaghyggju flokkana. En ég tek ofan fyrir hugmyndinni þó að ég sé þeirrar skoðunar að hún leiði til endalausra hjálpar aðgerða um leið og fleiri og fleiri síga niður í hóp hinna verst stöddu.
Ég er algjörlega ósammála þeim stall systrum eg tel að eina leiðin sé flatur niðurskurður þar sem að æxlið sem til varð vegna aðgerða ríkis lánastofnana og útrásarvíkinga verði skorið í burt. Æxlið sem er hin tilbúna bóla sem að ekkert er á bakvið. Með því að gera það eflist stór hluti þjóðarinnar og getur hafið daglegt líf aftur sem leiðir til meiri peninga í sameiginlega sjóði til að hjálpa þeim verst stöddu.
Þetta er mín skoðun ekki byggð á hagfræði heldur vélfræði sé maður að keyra stóra vél sem er orðin slitinn og eyðir mikilli smurolíu og er afl laus og ætli maður að laga það með að taka bara alltaf þann strokk sem komin er yfir hámarksslit er maður allaf í djúpum skít smurolíueyðslu og kraftleysis og aðrir strokkar étast hratt upp vegna aukin álags. Sé hinsvegar öllum strokkum veitt aðhlynning malar vélin eins og köttur og stórsparnaður verður í olíu notkun og eyðslu. Þjóðfélag er ekkert annað en vél í dag er hin Íslenska aflvél illa hirt ósmurð og keyrð á óskilinni og ómeðhöndlaðri svartolíu af verstu tegund keyrsla sem að getur ekki leitt til annars enn úrbræðslu.
Auk þess legg ég til að stofnaður verði þjóðhollur hægri flokkur.
3.5.2009 | 01:06
Alþýðulýðveldið Ísland
Það er eiginlega hlálegt að sú arfa vitlausa fjárfestingarstefna sem að útrásarvíkingarnir stunduðu skuli vera að valda hér lýðveldi í anda Austur Þýskalands ríki þar sem allt sem máli skiptir er í eigu ríkisins en hitt veslast upp. Ég nenni ekki að telja upp þau fyrirtæki sem nú eru komin undir verndarvæng ríkisbankanna en það sér hver heilvita maður að samkeppnisstaða annarra fyrirtækja er engin þegar að banki sem á að sjá um eðlilega fjármagnsfyrirgreiðslu til fyrirtækis á kannski orðið eitt til tvö samkeppni fyrirtæki.
Ég hef ekki það mikla trú á gegnsæi og heiðarleika hér að ég rúi því að þau fyrirtæki sem bankarnir hafa leyst til sín njóti ekki frekar fyrirgreiðslu heldur en þau sem enn eru að reyna að halda lífi í sér.
Það er kaldhæðnislegt að örfáir einstaklingar sem sennilega eru allir fylgjandi frjálsri samkeppni hafi eyðilagt gjörsamlega hagkerfi heillar þjóðar og skotið því aftur til tíma Stalíns allt að því. Það er líka umhugsunarvert að til skuli vera ríki sem að elskar þegna sína svo mikið að það ætlar að láta þá þræla í þágu sjálfs síns og bera óberandi skuldabagga, skuldabagga sem búið er að afskrifa að stórum hluta af því sjálfu.
Eftir að ég heyrði viðtalið við konuna sem ætlar að flytja af landi burt og hætta að borga og síðan viðbrögð talsmanns neytenda við þessari aðgerð rann upp fyrir mer að þetta er nokkurs konar Gúlag sem búið er að koma hér upp og eina lausnin sem boðið er upp á er að falla í faðm nýlenduherrana. Það sem mér fannst stórkostlegast ef að ég hef skilið rétt er það að gefið var í skyn að lánastofnanir hefðu völd til að elta skuldara út í heim sömu lánastofnanir og fluttu hvert einasta sent úr landi og það má ekkert gera í því að endurheimta það en lánastofnanir hafa belti og axlabönd og geta elt sitt út yfir gröf og dauða.
Ég held að tími pottanna sé liðin og tími mikið alvarlegri hluta að rísa tími þar sem menn gera það upp við sig hvort það að vera Íslendingur með þeim kostum og göllum sem því fylgir er þeim einhvers virði. tími til að láta argaþras að baki og berjast fyrir þeim gildum sem að ömmur okkar og afar trúðu á, tími aðgerða þeirra sem vilja það þjóðfélag sem var hér frjálst óháð þjóðfélag þar sem jöfnuður var mikill þjóðfélags þar sem gott var að ala upp börn í. Ég tel að sá tími sé komin aftur sem að krefjist þess að Íslendingar standi upp sem einn maður eins og þeir gerðu þegar þeir brutu af sér hlekki einokunarverslunar og hófu sókn til sjálfstæðis sókn sem að færði landið fram um aldir á innan við hundrað árum. Ég tel að tími ungmennafélags hugsjónarinnar Íslandi allt sé komin aftur ef okkur á að takast að hrinda þessum hlekkjum af okkur.
Ég er eins og lesa má öskureiður yfir aðgerðar leysi og fyrirlitningu ráðamanna á fólkinu sem að býr í landinu við erum engin fífl og hollt er að muna að valdið kemur frá fólkinu.
2.5.2009 | 14:02
Ja hérna
Mér datt nú bara í hug textabrotið "Ertu ekki að plata mig" þegar ég las þetta. Hvenær hafa traust og pólitík riðið sama hestinum. Fréttin hefði átt að vera svona að mínu mati. 40% Íslendinga eiga eftir að komast að því að þeir aðilar sem þeir kusu brugðust trausti þeirra og 48% eiga eftir að komast að þvi að þeim var sagt ósatt.9% eiga siðan eftir að gera sér ljóst að ekki er allt sem sýnist.
Góða helgi
Málefni og traust skiptu mestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 00:54
Tvískinnungur.
Deilan um hvalveiðar sýnir í hnotskurn hvernig ástandið er varðandi vísindalega hugsun á nýtingu náttúrunnar. Það skiptir engu máli hvað er rannsakað eða gert það má samt ekki nýta þennan hlut náttúrunnar og það er grátlegt að ríki sem að nákvæmlega engra hagsmuna hafa að gæta setja ríkjum sem hafa hagsmuna að gæta stólinn fyrir dyrnar. ESB er til dæmis búið að álykta á móti hvalveiðum án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir eru á móti þeim það eru engin vísindaleg rök að baki nema að vera móti af því bara. Og séu vísindaleg gögn að baki þá stangast á við gögn þeirra sem að rannsaka þessar skepnur til dæmis hér og það er hollt að vita að þessu banni yrðum við að framfylgja hvort sem okkur líkaði betur eða ver ef við værum partur af batteríinu. Við skulum hafa í huga að veiðar hér eru samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
Það er réttur hverrar þjóðar að nýta þær auðlyndir sem að land þeirra býður upp á án afskipta annarra þjóða hér er átt við eðlilega sjálfbæra nýtingu. Að þjóðríki beiti afli til að banna öðrum ríkjum að nýta náttúruauð sinn á sama tíma og hin sömu ríki styðja og jafnvel framkvæma hernað gegn sinni eigin tegund er til skammar. Mér er stundum spurn hvort að frumbyggjar Ástralíu, fólk á Gasa, fólk í Súdan, Írak og víðar sé í raun réttminna en ákveðnar dýrategundir. Það tekst allavega aldrei að ná samstöðu um verndun og bætta meðferð þessara hópa en ákveðnar dýrategundir virðast höfða betur til samvisku margra.
Finnst ykkur ekki skjóta skökku við að þjóð sem mótmælir hvalveiðum annarar þjóðar skuli vera uppvís að því að hálf drekkja manni sex sinnum á dag yfir langan tíma til að fá hann til að játa á sig einhverjar syndir. Ég spyr mig hvort að að þetta sé hin nýja heimsýn manngæsku og umhverfisvitundar.
Hvalveiðiráðið í sjálfheldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 18:04
Sorglegt
Ég er búin að lesa yfir athugasemdirnar hérna og þær fengu mig til að velta fyrir mér hlutum eins og uppeldi, refsigleði, fyrirgefningu óvitaskap hrottaskap og ýmsu öðru. Ég tek það fram að þessi atburður er óverjandi að mínu mati og þeir einstaklingar sem í hlut áttu eiga að vera fullfærir um að skilja afleiðingar gjörða sinna og ef þeir eru það ekki ættu þeir að vera undir handleiðslu þar til bærra aðila. Þeir geta einnig þakkað fyrir að hafa tækifæri til að bæta fyrir þann skaða sem varð af þessum óábyrgu gjörðum skaða sem verður þó seint bættur. Það er líka ljóst að þetta er ekkert í fyrsta skipti sem að svona atburðir verða og við höfum sofið á verðinum í áróðri og uppfræðslu að þetta er hegðun sem við líðum ekki í okkar samfélagi því hvort sem að okkur líkar betur eða verr þá koma upp aðstæður í lífi einstaklinga þar sem að þeir virðast ekki hugsa út í afleiðingar þess sem gert er.
Manninum er tamt að reyna að finna ástæðu fyrir öllu kannski er ástæðan hugsunarleysi augnabliks athugunarleysi foreldra skefjalaus ofbeldis dýrkun í afþreyingar miðlum dýrkun á einstaklingum sem að leysa öll sín mál með ofbeldi og eru menn að meiru fyrir.
Ég veit það ekki en ég held að hér sé oft um örmjóa línu að ræða sem því miður sumir lenda öfugu megin við fyrir augnabliks óvita gang og múgsefjun sem að á þessum aldri er mikill áhrifa valdur. Auðvitað eiga þar til bær yfirvöld að taka þetta mál föstum tökum og þessir einstaklingar að hljóta refsingu sem að gerir þeim grein fyrir alvarleika gjörða sinna og þakka um leið fyrir þá verndarhendi sem haldið var yfir þeim þannig að þetta for ekki verr.
Við foreldrar eigum síðan að reyna að vera þátttakendur í lífi barna okkar því þó við höldum að hjá okkur sé allt í lagi og allt í blóma þá vitum við sjaldnast hve nálægt bjargbrúninni við erum oft og hve oft við sleppum með skrekkinn. Sem dæmi um það vil ég nefna atburð úr eigin lífi.
Eins og hjá öðrum foreldrum þá var algengt að vinir söfnuðust saman á heimilinu enda fátt skemmtilegra en félgsskapur ungs fólks í uppvexti. Einn daginn var svona sellufundur í herbergi unglingsins og þegar þeir fara út tek ég eftir því að þeir eru með hafnarboltakylfur í barnaskap mínum hélt ég að verið væri að fara að spila en vissi þó ekki til áhuga á hafnarbolta.
Til allrar hamingju báru þeir það traust til mín að þeir sögðu mér að hnippingar milli þeirra og annarra væru komnar á það stig að þeir sæju sér ekki annað fært en að fara vopnaðir út ef til fundar skildi koma.
Ég held að í öllu uppeldinu hafi ég sennilega aldrei lent í alvarlegri aðstæðum. Í stuttu máli tókst mér þó með því að ræða við þá langa stund að sína þeim fram á að þessi meinleysislega aðgerð að þeirra mati gæti leitt til þess að þeir myndu örkumla eða jafnvel verða manni að bana eitthvað sem að þeir höfuð ekki hugsað út í kylfurnar áttu bara að vera ógn ekkert að nota þær
Mér tókst að fá þá til að skilja að bara það að taka þær út myndi leiða atburðarásina á allt annað og hættulegra stig þegar þeir héldu út voru kylfurnar skildar eftir og þessir unglingar eru allir fjall myndarlegir og efnilegir menn í dag.
En hvað ef ég hefði ekki verið heima og þær hefðu farið út. Það er spurning sem að ég spyr mig stundum að svona með sjálfum mér um leið og ég þakka fyrir hvað ég var heppinn og hika við að skella skuldinni á aðra foreldra sem kannski voru ekki svona heppin.
Staðreyndin er nefnilega sú að það þarf ekkert endilega að vera slæmt uppeldi eða einhver dramatík á bak við svona bara einfaldlega röð slæmra ákvarðanna slysaleg tilviljun og skortur á að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.
En sá skortur sést hjá fleirum en unga fólkinu eins og við heyrum um hverja helgi í fréttum af liðinni helgi við þurfum samstillt átak, átak í ummhyggju og væntum þykju í garð hvors annars.
Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2009 | 15:17
Hér er ESB um ESB
Í dag er baráttudagur verkalýðsins en ekki baráttudagur ESB sinna. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hlutverk ASI er að standa vörð um hagmuni launafólks en ekki að vera klappstýrur ákveðinna hópa í samfélaginu. ASI talar máli allra félagmanna ekki bara Evrópusinnaðra einstaklinga.
Sagt er að innganga í ESB færi okkur lægri vexti eru það ekki hagsmuna samtök launafólks ASI sem neitar þeirri leið að færa vísitölu lána aftur og þeirri leið að fella niður 20% af skuldum heimila skuldum sem til eru komnar vegna þess að óprúttnir aðilar riðluðust á Íslensku efnahagslífi og krónu eins og lambhrútar á vordegi en eru ekki tilkomnar vegna hegðunar hins almenna Íslendings.
Af hverju má ekki fara þá leið sem gagnast öllum strax ESB aðild gagnast einhverjum í framtíðinni ef hún þá gagnast. Jú það þarf að verja fjármagnið. Er ekki komin tími til að það verði einnig skoðað hvort að það samrýmist hagsmunum verkafólks að forustu menn þeirra þurfi einnig að ganga erinda fjármagnsins það er jú löngu þekkt staðreynd að hagsmunir þessara tveggja liða fara yfirleitt ekki saman.
Það er vinsæl kenning að matarverð muni lækka við inngöngu en mun það ske hvað varð um lækkun virðisauka skatts á matvæli hvernig er þróun bensínverðs á landinu það er ekkert sem að stendur í vegi þess að álagning á þessar vörur lækki en hefur hún gert það. Ég sá á blogginu hér áðan að það mætti lesa út úr uppgjöri N1 að þeir hefðu hækkað álagningu fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Aftur á móti er nokkuð ljóst að við inngöngu myndu tapast störf félagsmanna í ASI í all nokkrum mæli. Matvæla öryggi yrði sett í hættu ásamt öðrum atriðum.
Ég er sammála Gylfa í því að það þarf að koma á stöðugleika en honum er hægt að koma á án hjálpar Evrópusambandsins enda er það ljóst að til að verða gjaldgengur þarf að ríkja stöðugleiki í hagkerfinu og hann næst með innri aðgerðum það er góðri hagstjórn og innra skipulagi lýðveldisins en hefur ekkert með ESB að gera. Það eru lönd í ESB í vondum málum þó að þau séu þar svo að það er ekkert sem að kemur í staðin fyrir vandaða og agaða hagstjórn.
ASI á síðan að snúa sér að baráttu verkafólks það skýtur hálf skökku við að persónu samningar og vinnustaða samningar skuli skila fólki orðið meiri kjarabót heldur en barátta verkalýðshreyfingarinnar sem að í dag snýst svo til eingöngu um að verja lágmarkstaxta taxta sem að í raun eru svo lágir að það er hagfeldara að þiggja atvinnuleysis bætur en að vinna og framleiða verðmæti fyrir þjóðarbúið á þeim töxtum.
Gleðilegan 1 Maí
Nýjan sáttmála um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |