Er flensan komin hingað?

Mér er næst skapi að hin illræmda flensa sé komin hingað til lands það getur varla verið önnur skýring á þeim fréttum sem að maður heyrir í fjölmiðlum og þeirri djúpvitru speki sem að drýpur af vörum valdhafa.

Mér varð gjörsamlega nóg boðið þegar ég hlustaði á fyrsta ríkiskommissarinn eða svokallaðan tilsjónarmann (konu) í tíu fréttunum. Inntakið var að þeir sem fengju greiðsludreifingu yrðu að temja sér hóflega lífshætti og búa í hóflegu húsnæði.

Fréttamenn eins og fyrridaginn brugðust gjörsamlega skyldu sinni sem í þessu tilfelli var að fá að vita hvað er hóflegt húsnæði og hvað eru hóflegir lífshættir. Sögur segja að annar flokkurinn í stjórn sé hallur undir verslunarveldi eitt. Verða það hóflegir lífshættir að versla einungis þar og fer þá ríkisrútan um hverfi hinna óhreinu og safnar þeim saman á föstudögum til að fara með þá í verslun og sjá um að þeir kaupi sér nú ekki kremkex fyrir helgina og þvoi föt sín með Euroshopper þvottaefnum því kaupi þeir Ariel Ultra telst það óhóflegt og greiðslujöfnunin fellur úr gildi. 

Verði fjölskylda sem að var nokkuð vel stæð og gat keypt sér rúmgott hús fyrir hrunið. verði sú fjölskylda fyrir því að báðar fyrirvinnur missi vinnuna og þau lendi í vanskilum verða þau þá undanskilin hjálp vegna þess að þau fara yfir ríkisfermetra fjöldann per einstakling vegna þess að geymslan er 11 m2 í stað 10m2.

Hvað er hóflegt húsnæði að mati stjórnvalda. Hvað er hóflegur lífstandard verða sett lög um jóla og fermingargjafir matarpakka handa foreldrum og leyfða kílómetra tölu í sunnudags bíltúr eða verður fólki í greiðslujöfnun kannski ekki leyft að eiga bíl. Kemur kokmisarinn til með að gista á heimilinu eða koma á morgnana verður hann í fæði og dregst það frá þeirri upphæð sem að telst hófleg til að komast af. Hvað má borða kjöt marga daga í viku og er grjónagrautur með rúsínum brot á reglunum. Þessum spurningum og fleiri langar mig til að fá svarað. Ég held að svona lagað hafi meira að segja aldrei verið gert á Kúbu eða í Kína.

Að gera fólki sem varð fyrir því óláni að verða fórnarlömb lélegra stjórnvaldregla og gráðugra fjárglæfra manna það að setja yfir það tilsjónarmann á vegum ríkisins með skipun um að lifa einhverju óskilgreindu hófsömu lífi er eitthvað það al hrokafyllsta og vitlausasta sem að ég hef nokkurn tíman heyrt.

Eins og ég sagði að ofan eina afsökun stjórnvalda fyrir þessari framkomu við örmagna þegna sína er sú að stjórnvöld séu alvarlega veik með hita að minnsta kosti 40,5°C svo að er furða að mér detti í hug að flensan sé komin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband