Stefnum ríkinu

Er ekki spurning um að einstaklingar sem ekki er hægt að ásaka um að vera óráðsíu menn í fjármálum sem er algengt svar Stjórnmálamanna þegar þeir eru að verja það að hjálpa ekki þegnum landsins og eru með sín mál í nokkuð góðu standi en hafa orðið fyrir hækkun lána sinna vegna glæpaverka og óstjórnar. Er ekki komin tími til að nokkrir einstaklingar sem þannig er ástætt fyrir stefni ríkinu vegna brota á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar það tryggði  innistæður sumra þannig að þær héldu gildi sínu en færðu um leið byrðarnar yfir á húsnæðiskaupendur sem að stórum hluta er sú kynslóð sem á að taka við af okkur fimmtugum þegar við hættum að vinnna.

Mér finnst hlálegt þegar fólk talar niður til þessa hóps okkur er nefnilega hollt að muna að þetta er hópurinn sem ber upp þjóðfélagið meðan við erum að líða út af. Þess vegna segi ég höfðum mál gegn ríkistjórninni alla leið til Strassburg ef þarf á þeim forsendum að þegnum landsins hafi verið mismunað. Stór hluti vandamála okkar er jú líka vegna þess að við mismunuðum þegnum innan ESB með sömu lögum og ekki útséð með að við eigum eftir að tapa málaferlum vegna löngunar stjórnvalda til að verja fjármagnseigendur.

Svo hví ekki að fá úr þessu skorið og stefna stjórnvöldum. Þó að ekki sé til peningur til eins eða neins var til peningur 700 miljarðar eða vaxtagreiðslur af jöklabréfum í tíu ár til að afhenda innistæðu eigendum þá var ekki verið að spyrja hvort þeir hinir sömu lifðu hófsömu lífi eða lifðu i hóflegu húsnæði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband