Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Auðvitað

Það er gleðilegt að enn skuli meirihluti þjóðarinnar hafa þann skilning að til að afla peninga þurfi að skapa verðmæti hvort sem að það er í formi áls eða annars. Álver í Helguvík er einfaldlega sá k ostur sem lengst er komin til og kemur til með að nýtast okkur fyrst. Síðan getum við notað tíman til að byggja betur undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu. En það gleður mig svona að morgni dags að sjá að enn er gerir meirihluti þjóðarinnar sér grein fyrir því að peningar verða ekki til úr engu.
mbl.is Meirihluti vill álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarbragð.

Hver sem hefur komið upplýsingunum á framfæri hefur leikið snilldarbragð fyrir núverandi stjórnarflokka. Núna korteri fyrir kosningar komast þeir upp með að eyða öllum tímanum í að fjalla um styrki sem voru á þeim tíma löglegir hvort þeir voru siðlegir ætla ég ekki að dæma um en á þessu tíma var hverjum sem er heimilt að gefa hvaða flokk sem er þá upphæð sem að honum hentaði.

Þetta útspil hefur valdið því að ekkert er rætt um atriði eins og greiðsluaðlögun sem er leið til að mjólka þrælana alla ævi það er bara tekið eins mikið og þú getur borgað alla ævi séð til þess að þú hafir salt í grautinn en ekki meir. Þú ert með nokkurskonar tilsjónarmann frá ríkinu, Sovétríkin endurborinn.

Það er ekkert rætt um biðreikninga hvað er bið reikningur það er reikningur þar sem skuldirnar bíða þangað til þú getur borgað þær ekkert annað en kerfi til að mjólka þrælinn áfram. 

Það er ekkert rædd um fagnaðarerindið um að það eigi ekki að bjóða ofan af neinum fyrr en í nóvember þvílíkt fagnaðarerindi er eitthvað betra að missa ofan af sér í nóvember heldur en núna það er þó heitt í sumar til að sofa úti.

Nei það er ekkert rædd um lausnir eða hvað á að gera til að hjálpa fólkinu í landinu heldur er reynt að grafa upp skít til að ata aðra auri heldur en að koma með lausnir sem að eru trúverðuglegar fyrir fólkið í landinu.

Fyrir mig skiptir það sem átti sér stað 2006 engu máli hafi það ekki farið á svig við lög það sem skiptir mig máli er hvað á að gera núna í mai. En það hefur algjörlega fallið í skruggan af pólitísku fortíðar skítkasti. Það væri eiginlega eftir öðru að smjörklípu umræða um liðnar syndir leiddi til þess að þjóðin væri svo upptekinn af því að glápa í baksýnisspegilinn að hún sæi ekki hengiflugið í framrúðunni.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Það er að verða svolítið athyglisvert að í hvert sinn sem að einhver brýtur orðið af sér hér á landi hefst langur skrifta listi um sjálfgræðgiflokk og að Sjálfstæðisflokkur ætti að vera i stjórnarandstöðu svo og svo lengi vegna spillingar.

Ég spyr ágæta bloggara hér hvort að þeir hafi það staðfest að þeir sem brotið hafa af sér í umræddum málum séu flokksbundnir Sjálfstæðismenn og geti staðfest að í engu af þeim málum sem hér hafi komið fram hafi brotamenn kosið aðrar flokka og séu innmúraðir i Sjálfstæðisflokkinn.

Mér sem Íslending og mér sem pólitískt viðrini finnst mér þessi málflutningur orðin fjarska þreytandi og þeim til minnkunar sem að nota hann.

 


mbl.is Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið sanna ESB

I stuttu máli þið gerið eins og við viljum eða ......

Þetta flokkast að mínu mati undir, Hótun þvinganir i garð sjálfstæðs ríkis og skoðanakúgun svo fátt eitt sé nefnt.

Nei í þetta batterí eigum við ekkert erindi lýðræðis hallinn er allt of mikill innan dyra.


mbl.is Afstaða Tyrkja skaðar umsókn þeirra um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum á þeim

Nú ættum við að biðja Breska sendiherrann vinsamlega um að yfirgefa landið um óákveðin tíma. Það er komin tími til að við stöndum í lappirnar og séum ekki forfeðrum okkar endalaust til skammar með því að láta valta yfir okkur endalaust. Það er alveg tímabært að mínum mati að sýna heimsveldinu puttann svona í smá tíma. Það er komin tími til að við sýnum smá sjálfsvirðingu og séum ekki upptekin af þvi allan sólarhringinn hvað öðrum finnst um okkur. Og að láta eins og við séum einhverjir misgjörðarmenn í alheiminum er bull. Þó tjónið hér sé mikið er tap af völdum okkar í hinum stóra heimi svo lítið að það myndar ekki einu sinni gáru á yfirborði fjármála hafsins. Eða haldið þið að forustu menn Lemans Brothers sé eins uppteknir af því hvað alheimi finnst um þá eins hin Íslenska þjóð er. Hættum að skammast okkar spörkum í afturendann á heimsveldinu og einhendum okkur í að byggja hér upp aftur en eyðum ekki tímanum í þetta helv volæði

 


mbl.is Ræða skýrslu Breta á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma skattarnir

Mér líkar þessi aðgerð borgarinnar því meðan að verktala fyrirtækin lifa þá er þó vinna og sé vinna þá hefur fólk efni á að senda börn sín í gæslu.
Vinna =Skattar=rekstrarpeningur = opinber þjónusta. Öðruvísi gengur dæmið als ekki upp

 


mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi er böl

Atvinnuleysi er böl og það er skelfilegt hvað mikill fjöldi fólks er atvinnulaus nú um stundir.

Þess vegna er furðulegt að heyra dæmi og það fleiri en eitt um að  fyrirtæki fái ekki fólk til vinnu og þegar talað er við fólk þá sé enginn áhugi á að ráða sig til vinnu. Nei ég ætla að sjá aðeins til er mjög algengt svar.

Það skildi þó ekki vera að hér sé að skapast tvö hagkerfi eins og tvö gjaldmiðilskerfi það er hagkerfi þar sem fólk er á bótum og vinnur síðan svart til að hámarka það sem að það getur fengið frá kerfinu.

Hér er að vísu um að ræða fyrirtæki þar sem fólk þarf að nota hendurnar og fær ekki miljónir á mánuði en það breytir því ekki að þar er um vinnu að ræða og atvinnuleysisbætur eru neyðaraðstoð ekki sjálfsagðar launagreiðslur frá Íslenskum skattgreiðendum. 


mbl.is Tveggja milljarða bætur greiddar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband