Auðvitað

Það er gleðilegt að enn skuli meirihluti þjóðarinnar hafa þann skilning að til að afla peninga þurfi að skapa verðmæti hvort sem að það er í formi áls eða annars. Álver í Helguvík er einfaldlega sá k ostur sem lengst er komin til og kemur til með að nýtast okkur fyrst. Síðan getum við notað tíman til að byggja betur undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu. En það gleður mig svona að morgni dags að sjá að enn er gerir meirihluti þjóðarinnar sér grein fyrir því að peningar verða ekki til úr engu.
mbl.is Meirihluti vill álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ þetta er sorglegt að heyra, og ég sem stóð í þeirri meiningu að vélfræðingar væru almennt betur gefnir en annað fólk?

Hvernig dettur þér í hug að það sé físilegur kostur að bræða meira ál en við gerum nú þegar þegar að álverð á heimsmarkaði er lægra en nokkru sinni, og við sjáum ekki fram á að það hækki í neinni framtíð?

Okkur er borgað raforkuverð í samræmi við álverð, rakstu ekki augun í afkomufréttir Landsvirkjunnar?

Nóg komið af álverum, nú skulum við nota hugvitið til að þróa nýjar leiðir til að nýta orkuna! Hvað með til dæmis repjurækt?

Birgir Hrafn Hallgrímsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Repju rækt er fín áburðarframleiðsla er fín gagnaver eru af hinu góða. En sem stendur er Helgurvíkur verkefnið það sem er næst því að nýtast okkur. Varðandi hugvit þá þekki eg nokkuð til og get sagt þér að það er mikið hugvit í alverum. Verðið er jú í sögulegu lágmarki en fiskverð er líka a niðurleið og ekki ætlum við að hætta að veiða fisk. Álverð kemur til með að hækka og það fyrr en varir. Ég er siðan þeirrar skoðunar að Helguvík eigi að vera síðasta álverið hér einfaldlega vegna þess að við eigum að fjölga eggja körfunum.

Varðandi álverðið þá skulum við sjá til eftir ca sex mánuði og gleymum ekki því að álverð var í bull hæðum og er nú frekar nær viðmiðunarverðum en áður.

Og svo skaltu endilega halda í meiningu þina varðandi vélfræðinga  

kv

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2009 kl. 11:51

3 identicon

Ég vona svo sannarlega að það verði ekki af þessu álveri. En ég gæti svo sem sæst á að það yrði klárað ef það væri lögfest að engin fleiri álver yrðu svo byggð svo lengi sem land er byggt. Álmarkaðurinn er fáránlegur. Það fellur meira til af endurnýjanlegu áli á ruslahaugum í Bandaríkjunum á ári hverju en framleitt er í öllum heimsins álverum. Og vegalengdirnar sem þetta er flutt við framleiðsluna. Mest af báxíti heimsins kemur frá Ástralíu en flest álver heimsins eru í Evrópu og Norður-Evrópu. Og hreina álið sem vinnst úr hverju tonni af báxíti er kvarttonn af áli. Það er 75% affall af ónýtanlegum efnum. Þessi grein mun ekki lifa til frambúðar, sérstaklega með aukinni nýtingu fjöltrefjaplastefna og fleira slíks.

Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er rétt Kári ál mun deyja út að lokum eins og allt annað en sem stendur þá er það í gangi og sem stendur erum við hér í baráttu við að rétta skútuna baráttu ekki ólíkri þeirri sem háð var milli 60 og 70 og hvað bjargaði okkur þá það var Straumsvík. Það sem við þurfum að gera er að auka fullvinnslu hér en því miður er öll fullvinnsla að flytjast til Asíu vegna launa við viljum nefnilega ekki borga neitt fyrir það sem við kaupum. Mér finnst mikið vanta á að það sé sagt hvað sé hátækni þegar fluttar eru fagrar ræður um hátæknisamfélagið Hátækni er af hinu góða en grunnurinn verður alltaf framleiðsla og fullvinnsla og því meira sem að við ráðum af því ferli því betra

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband