Tökum á þeim

Nú ættum við að biðja Breska sendiherrann vinsamlega um að yfirgefa landið um óákveðin tíma. Það er komin tími til að við stöndum í lappirnar og séum ekki forfeðrum okkar endalaust til skammar með því að láta valta yfir okkur endalaust. Það er alveg tímabært að mínum mati að sýna heimsveldinu puttann svona í smá tíma. Það er komin tími til að við sýnum smá sjálfsvirðingu og séum ekki upptekin af þvi allan sólarhringinn hvað öðrum finnst um okkur. Og að láta eins og við séum einhverjir misgjörðarmenn í alheiminum er bull. Þó tjónið hér sé mikið er tap af völdum okkar í hinum stóra heimi svo lítið að það myndar ekki einu sinni gáru á yfirborði fjármála hafsins. Eða haldið þið að forustu menn Lemans Brothers sé eins uppteknir af því hvað alheimi finnst um þá eins hin Íslenska þjóð er. Hættum að skammast okkar spörkum í afturendann á heimsveldinu og einhendum okkur í að byggja hér upp aftur en eyðum ekki tímanum í þetta helv volæði

 


mbl.is Ræða skýrslu Breta á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband