Silfrið og málþóf.

Lengi hef ég horft á Silfur Egils meira að segja svo háður því að ég mæltist til að fólk léti heimsóknir vera meðan það er. Ég var sjaldnast sammála þáttarstjórnanda en hann hafði einstakt lag á að láta sem flest sjónarhorn koma fram og að vera með fróðlega og stórskemmtilega þætti.

En við bankahrunið mætti halda að eitthvað hafi brostið því að í staðin fyrir að vera skemmtilegur þáttur þar sem tekið er á málum líðandi stundar og skipst á skoðunum  er þetta orðið einstefnulegur þáttur þar sem ákveðnar skoðanir fá forgang og stundum þannig að jaðrar við að vera óboðlegt. Svo var í dag þegar gamall stjórnmálamaður fékk sinn tíma til að vera með eintal í þættinum án þess að neinum væri gefin réttur til andsvara.

Ég fékk það á tilfinninguna um tíma að ég væri að horfa á kosningasjónvarp í Rússlandi kaldastríðs áranna. Það getur verið að öll þau mál sem fjallað er um séu kórrétt en það á að gefa öllum sjónarmiðum tækifæri.

Þetta viðtal og hvernig þáttastjórnandi lét lönd og leið alla gagnrýni hefur leitt til þess að hér eftir eru heimsóknir á þeim tíma sem Silfrið er velkomnar  ég hef misst áhugann og virðinguna fyrir þættinum og sett hann á stall með öðru froðusnakki nútímans sem dynur á okkur í síbyljunni. Innihalds laust en stundum til skemmtunar.  

Það er miður því oft var reglulega gaman að horfa á hann en það er bara orðið svo langt síðan.
Svo er spurning um réttlæti þess að verða að borga af því sem að maður vill ekki hlusta á en það er annað mál.
Það kom fram í þættinum að framganga Sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu hefði verið í boði LÍÚ þeir hefðu talað svona mikið til að gæta hagsmuna þeirra. Ef rétt er og ekki ætla ég að rengja þann sem þetta sagði voru þá þeir sem töluðu á móti frumvarpi um RÚV og fjölmiðla frumvarpinu á mála hjá einhverjum og þá hverjum. Það hlýtur að vera tilfellið nema að það sé bara þannig þegar að einn ákveðin flokkur er á móti einhverju þá sé það mútur en ást á fólkinu þegar hinir gera það. Ég kaupi það ekki og álít þá að málþóf í fyrrnefndum málum hafi verið í boði hagsmuna aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband