Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
25.4.2009 | 11:04
Nú skal kjósa
Að þessum rituðu orðum loknum fer ég og kýs og ég held að ég kjósi rétt. Það er greinilegt að það á að láta fjölskyldurnar í landinu axla útrásarbyrðarnar meðan að það á að afskrifa 75% af skuldum fyrirtækja.
Það er hálf holur hljómur í svokallaðri vinstri stjórn sem að berst á móti því að heimilunum sé komið til hjálpar en býðst þó til þegar að allt er komið í þrot að fá þeim tilsjónarmann og lengja í snörunni að vísu heitir það aðlögun en það er ekki hægt að aðlaga sig að því sem að maður getur ekki á nokkurn máta gert.
Eitt að vandamálum yngra fólks er að það man ekki hvernig draumar vinstri stefnu voru í raun það voru góðir draumar svo góðir að þegar íbúar þeirra ríkja sem aðhylltust stefnuna komu til auðvaldríkjanna þá voru þeir með svokallaðan kommissar með sér svo að þeir strykju ekki. Hér gengu sovéskir dátar um göturnar í fylgd kommissara flokksins til að passa að þeir skiluðu sér aftur til skips. Þetta voru nokkurs konar tilsjónarmenn. Kannski að þaðan sé hugmyndin að skipa okkur alþýðunni tilsjónarmenn komin.
Ég er búin að koma því niður í tvo flokka hvað skal kjósa og mun gera upp hug minn á leiðinni. Ég þakka öðrum flokkum fyrir að hafa gert mér ljóst með ummælum og aðgerðum að þeir væru ekki þeir réttu til að stjórna landinu til frambúðar.
Ég vil ekki láta segja mér ósatt ég er tilbúin til að fyrirgefa axarsköft ef að mér sýnist að heiðarleg yfirbót sé gerð. Ég vil jöfnuð en þó jöfnuð sem að hvetur fólk til sjálfsbjargar ég vil ekki land þar sem að ríkið segir mér hvenær ég á að vakna og hvenær ég á að sofna og hvað ég á að gera þess á milli. Ég set mannin ofar náttúrunni og ég trúi á frjálst og fullvalda Ísland og virði og gæti að arfleifð genginna áa minna sem að höfðu sömu sýn. Þetta mun ráða atkvæði mínu í dag
Síðan spái ég því að það taki því varla að loka kjörstöðum því svo stutt sé til næstu kosninga ef bara helmingurinn af þeim reyk sem að nú liðast upp úr leyndum djúpum munnmæla og kjaftasagna ef bara helmingurinn af því er sannur þá verður ekki hér búsáhalda bylting heldur eitthvað mikið meira og mikið fyrr en nokkurn grunar. Það hefur aldrei verið leiðtogum til góðs að blekkja og ljúga að þegnum sínum sannleikurinn kemur alltaf upp um síðir.
Gleðilegan kosningadag.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 01:06
Hvað skal eiginlega kjósa
Lokaorð formanna til kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 01:02
Í fréttum er ekki þetta
25.4.2009 | 00:55
Hjálp hvað skal kjósa
Þegar ég skríð í koju núna þá mun ég biðja um æðri handleiðslu og draumfarir til að leiðbeina mér um hvað skal kjósa á morgun valið er nefnilega ekki auðvelt.
Sjálfstæðisflokkur Þeir voru jú á vakt í hruninu fjármál hafa verið að trufla þá og hafa verið í varnarbaráttu en varla er nú allt þeim að kenna en samt eins og þeir skammist sín enn.
Samfylking Ég trúi ekki að allt lagist við að ganga í ESB og það er eina málefnið sem að kemst að hjá þeim. Og þó engin muni það lengur þá voru þeir jú líka á vakt í hruninu.
Vinstri Grænir ég las greinina hennar Kolbrúnar í Fréttablaðinu No way ekki séns að ég kjósi þá nema að einhver geti verið mjög sannfærandi. S'iðan eru þeir að draga í land með eina málið sem hefði getað tryggt þeim mitt atkvæði en það er ekkert ESB.
Borgarahreyfingin ágætis fólk með góða framtíðar sýn en orð Þráins um listamannalaunin voru ótrúverðug sérstaklega í ljósi þess að þeir eru búnir að tala mikið um að aðrir eigi að taka til hjá sér. Ef maður vill að aðrir sýni fordæmi gerir maður það líka kannski dómharður hér en.
Ástþór hví ekki það yrði gaman að horfa á þingfréttir
Framsókn Virðast vera alvörugefnir finnst eins og lítið hafi verið gert úr þeirra tillögum sem eru nokkuð góðar þegar á allt er litið. Sigmundur lúkkar heiðarlegur og maður sá að Sif tók út fyrir þjóð sýna í dag en maður er enn svolítið skeptískur á að það sé búið að skúra allt.
Frjálslyndir Hef lengi verið fylgjandi þeim en það hefur verið þyngra en tárum tekur að fylgjast með hvernig flokkurinn hefur verið að sundrast en mörg góð málefni þar.
Nú bið ég um athugasemdir og hjálp við að ákveða mig stuttar og hnitmiðaðar.
24.4.2009 | 14:51
ESB bætir og kætir
En á að flytja fyrirtæki úr landi ef ekki er gengið fylktu liði í ESB en hvers vegna er ekkert fyrirtæki farið enn ég er ekki alveg að skilja þetta.
Í viðtalinun stendur
"Hann nefnir einnig að Evrópusambandið sé nú að vinna að gerð nýrra samninga við lönd eins og t.d. Tyrkland og Egyptaland. að er ekkert sjálfgefið að Íslendingar verði meðlimir í þessum samningum. Þannig að stór hluti af þessu er að við erum að lokast inni hérna með því að vera ekki þáttur af stærri heild.
Þarf ekki ESB að standa við ESS samninginn samkv honum erum við hluti af þessari heild ef að ESB notar erfiðleika okkar til að níðast á okkur sé svo viljum við þá vera þar.
Og síðan
Svo verður þetta að koma í ljós en það gæti alveg farið svo að við þyrftum að flytja fleiri flugvélar yfir á danska leyfið, ef að til dæmis við förum ekki að koma okkur inn í Evrópusambandið svo ég tali beint út. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við að það skapar okkur ákveðnar viðskiptaþvinganir að vera ekki þar inni, segir Jón Karl sem segist vita til þess að fleiri íslensk fyrirtæki sjái sér þann kost vænstan að flytjast á erlenda grundu
Ef að reksturinn er svo erfiður hér þá fer bara Primera og önnur í ESB það er svo einfalt heil þjóð á ekki að beygja sig eftir vilja fyrirtækja það er talað um erlenda auðhringi sem hér vilji öllu stjórna í krafti auðs og græðgi. En hvað um endalausar hótanir Íslenskra fyrirtækja um að fara af skerinu ef ekki verður farið að vilja þeirra um tafarlausa inngöngu í ESB.
Þó er eftir því sem að ég veit ekkert þeirra farið enn þó það hefði nú verið betra að sum þeirra hefðu gert það þegar þau hótuðu þvi. Fróðlegt hefði verið ef fréttamaðurinn hefði bætt í fréttina fjölda Íslenskra starfmanna skattgreiðslum síðasta árs veltu tölum og öðrum tölum sem að hefðu hjálpað til að gera sér grein fyrir stærðum í þessu máli.
Við skulum svo halda einu til haga það var ekki Íslenskur almenningur sem að eyðilagði lánatraust landsins í útlöndum. Það voru Íslenskir útrásarvíkingar og fyrirtæki sem fóru offörum þannig að mér finnst skjóta skökku við að síðan eigi Íslensk þjóð að gangast sambandinu á hönd til að bæta fyrir syndir þeirra. Það finnst mér ekki rétt
Hluti reksturs Primera úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 22:27
Sé ekki að þetta geti staðist
Hvers vegna sé ég ekki að það geti orðið annað kerfishrun hér hvaða kerfi á að hrynja það hefur ekkert verið byggt upp enn. Það er allt hrunið og á fjórum fótum þannig að það er ekkert til að hrynja. Það sem sevona frétta fluttningur gætí þó leitt til er að fólk fari í umvörpum á morgun og eftir helgi og taki peninga úr bönkunum og stingi undir koddan engum til gagns. Því er það skylda stjornarinnar að sannfæra þjóðina þegar í fyrramálið um sannleikan í þessu máli. Því þó að það sé ekkert kerfi hér sem geti hrunið þá eru einhverjir peningar í halfdauðum bönkum sem að endanlega geyspa golunni ef að það verður farið að taka þá út.
En stjórnvöld þurfa að taka á þessari munn mæla sögu sem að minnir mig á tvær aðrar munnmælasögur sem að maður heyrir oftar og oftar á mannamótum. Sú fyrri er að það séu í raun lífeyrissjóðir okkar og útrásarvikingar sem að eigi stóran hluta hina svokölluðu jöklabréfa og því sé vaxtastigi haldið háu til að vinna á móti tapi. Hin sagan er sú að nú sér orðið algengt trikk að fólk sem þekkir til í fjármálafrumskóginum vippi sér til útlanda svona smá hópur og taki með sér þann gjaldmiðil sem að má og skipti honum í ISK úti með góðum hagnaði sagan segir að 500.000 verði að rúmum 900.000 ekki skildi hér vera komin enn eitt gatið á gjaldeyrishöftunum og einn hluturinn sem að heldur Íslensku krónununni í kafi. Ég hef ekki þekkingu á þvi hvort þetta er svona en búin að heyra þessar sögur oft á mannamótum upp á síðkastið eiginlega of oft.
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 22:00
Hvað sagði Steingrímu
Getur einhver sett hér inn hvað Steingrímur sagði svo að hægt sé að mynda sér skoðun á því. Eins og þetta er sett upp get ég ekki skilið það öðruvísi en að Fjarmálaráðuneytið sé að bera til baka það sem fjámálaráðherra segir eða að það sé verið að hafa rangt eftir honum Hvoeru tveggja er athyglisvert og væri fróðlegt að vita um.
Svo tekur pistill Kolbrúnar Halldósrdóttur í Fréttablaðinu í dag af allan vafa um afstöðu hennar til stóriðju framkvæmda.
Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 22:07
Besti Borgarafundurinn
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 21:44
Gott hjá Kolbrúnu
Þakkarvert að fá svona yfirlýsingu til að hjálpa manni að gera upp hug sinn fyrir kosningar altaf virðingarvert þegar að fólk stendur á sannfæringu sinni og kemur til dyranna eins og það er klædd.
VG ekki gegn olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 19:57
Enn af styrkjum
Hægt og rólega virðist vera að koma upp á yfirborðið að töluvert hefur verið um framlög til frambjóðenda ég veit ekki til þess að á þessum tíma hafi þetta verið ólöglegt og veit ekki einu sinni hvort að þetta er ólöglegt í dag en það er greinilegt að fólk hefir verið mis verðmætt.
Það er mikið rætt um að þetta séu mútur en þarf svo að vera það er mikill kostnaður í að fara í framboð kostnaður sem venjulegur meðaljón stendur ekki undir einn og óstuddur. Því mætti leiða líkum að því að ef svona styrkir væru ekki greiddir þá myndu aðeins þeir efnameiri geta komist að við stjórn landsins og viljum við það.
Síðan er svolítið áhugavert að skoða hvernig vermæti frambjóðenda eru skilgreind Guðlaugur Björn Ingi og Steinunn V eru verðmætari en önnur sýnist mér. Þarf það endilega að vera spilling getur ekki einfaldlega verið að þau séu fylgnari sér og starfsamari en aðrir verðminni frambjóðendur. Ekki veit ég það en ég ætla heldur ekki að fullyrða neitt um hvort að þetta er óeðlilegt eða eðlilegt spilling eða ekki spilling.
En ef að fólk er á móti þessu þá á að banna það alveg því að ef fólk telur þetta mútur þá mætti á heimspekilegan máta segja að þeir sem mest fá séu í raun þeir hreynustu en þeir sem minna fá ístöðulausari og kostnaðarminni. Því ætti að banna þetta eða hætta að velta sér upp úr því og setja lög um að framlög eigi að birta opinberlega helst fyrir kjördag.
Svo má velta þvi fyrir sér hvers vegna það er orðið svona dýrt að vera í pólitík erum við almúginn orðin svo forheimskaður að það kostar orðið stórfé að vekja athygli okkar og erum við orðin svo skemmd að það þarf að færa boðskapinn í einhvern glys búning til að við meðtökum hann. Mér finnst pólitísk meðvitund almennings hafa hrakað mikið síðan ég hlustaði á pólitískar rökræður í sveitinni i gamla daga. En ég held að þetta sé að lagast og kannski er nú lag á að breyta leikreglunum.
Svo að lokum er það athyglisvert hvernig þessi styrkja umræða hefur að mínu mati verið notuð til að drepa alla umræðu um hvað þarf að gera og hvað á að gera til að bjarga þjóðinni. Nú er til dæmis byrjuð útsending frá borgarafundi og hvað er rætt jú styrkir ekki heilsugæslan ekki IMF ekki lán heimilanna ekkert er rætt um þau mál sem að raunverulegu máli skiptir fyrir framtíð okkar hér á landi.
Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |