Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Þvílíkur léttir

Það er nú gott að geta gefið það út þegar búið er að sprauta einhverju í 112.000 manns að það öruggt.

Vekur samt eina spurningu hjá mér. Voru þeir ekki vissir þegar þeir byrjuðu. Það væri svolítið seint í rassin gripið ef niðurstaðan hefði orðið önnur.


mbl.is Bóluefnin eru örugg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröllið sem bjargaði jólunum

Ég óska háttvirtum fjármálaráðherra gleðilegra jóla og þakka honum fyrir að kreista fram gleðihlátur á andlit mitt nú um hátíðarnar. Hvað veldur mér slíkri skemmtun jú það er eftirfarandi tilvitnanir í jólakveðju meistarans til postula sinna.

"Á bænum er allt í upplausn, því fráfarandi búskussi taldi sig geta dvalið í kaupstaðnum á meðan býlið sæi um sig sjálf.“
Ég persónulega held að betra hefði verið fyrir dýrin á bænum að hafa gamla búskussann áfram og  í kaupstaðnum því að hjörð sú sem afleysingaþjónusta bænda sendi til að taka við, svo vér notum áfram myndlíkingar, hjörð sú virðist ekki hafa mikið vit á búskap hún gefur mjólkurkúnni moð svo hún er orðin geld og því engin mjólk til, hún gleymdi að hleypa til vegna þess að það voru allir að reyna að bjarga loftinu þannig að engin verða lömbin til að borða næsta vetur síðan er útsæðið étið til að sefja stundar hungur og búið að selja traktorinn en allar byrðarnar settar á gamla Grána svo að hann er að kikna undan þeim og flýr annað hvort búið eða drepst.
Svo má ekki slá grasið girða túnið bera skarn á tún eða reka fénaðin frá ESB úr túninu því að það er ekki umhverfisvænt.

Það er ljóst að frelsarinn og postularnir hafa lesið Animal Farm en án þess að skilja inntakið.

Síðan segir gleðigjafinn að innleitt hafi verið "tekjuskattskerfi sem dreifi „byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en skattkerfi frjálshyggjunnar gerði"
Jú það er mikill jöfnuður í því að hækka álögur og gjöld á nauðsynjavörur þannig að engir hafi efni á að kaupa þær nema efnamenn. Hann minnist nefnilega ekkert á sykurskattinn eða hæsta virðisaukaskatt í heimi álögur á ferðir og farartæki og komandi álögur á hita og rafmagn. En lætur nægja að hrósa sér af skattkerfisbreytingum sem taka upp allt það versta í öðrum kerfum en sleppa því besta. 

Áfram heldur frelsari vor og talar um metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, ég tel það rétt hjá honum það er engin smámetnaður að ætla að berjast við móður jörð.
Halldór og Davíð börðust jú bara við Saddam en Grímsi og Hanna hafa stærri plön og hafa tekið þátt í bandalagi hinna viljugu sem vilja berjast á móti náttúrunni og það virðist að þau haldi í raun að þau geti haft sigur í þeirri baráttu.
Það er svo sem ekkert óeðlilegt við þessa stefnu því að þvermóðska Íslendinga við að aðlagast náttúrunni hefur að mínu mati verið þeirra helsta ógæfa frá því að land byggðist og ekki furða að afkomendur víkinganna grípi nú tækifærið að komast í bandalag gegn henni.

Síðan en ekki síst hafa frelsarinn og postularnir lagt bann við kaup á vændi, skrítið að salan hafi ekki verið bönnuð líka kannski að lausn á tannvandamálum þjóðarinnar sé að banna kaup á sælgæti áhugaverð hugmynd kannski, ég skil nú samt seint hvernig hægt er að flokka bann við kaupum á vændi með efnahagsaðgerðum til bjargar þjóðinni.
Ég sé svo sem ekki að Íslenskir þegnar hafi mikið aukreitis eftir efnahagsaðgerðirnar til að eyða í kaup á tíma í rekkjuvoðaglímu. Ég held í raun að flestir þakki fyrir að þurft ekki að selja eigin rekkjuvoðir fyrir mat fyrir hátíðarnar eða þá að hafa þak yfir þær sömu rekkjuvoðir á nýju ári. 
 
Varnarmálastofnun verður lögð niður á næsta ári, sem er fínt þá getum við stofnað her og munstrað hinn stöðugt stækkandi hóp atvinnulausra sem ekki minnkar við það að hafa fryst allar framkvæmdir. 

Það á að bæta allt lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, enda ekki vanþörf á það gengur ekki að einhverjir ótýndir glæpamenn séu að leka upplýsingum á Wikkileak það verður að stöðva svoleiðis ósóma enda gengur ekki að verið sé að trufla fólk sem að vinnur að endurreisn landsins.
Betra er að leggjast á ómaga og ónytjunga eins og sjómenn og brjóta á þeim áratuga kjarasamninga til að pöpullinn geti rekið upp fagnaðaróp, óp sem meira er í ætt við páska og Pontíus Pilatus heldur en fæðingarhátíð frelsarans.
 
Rúsínan í pylsuendanum eru ummæli okkar ástkæra fjármálaráðherra að rannsókn á aðdraganda hrunsins hafi verið stórefld, ég rengi það ekki enda sýnist mér hafa verið nokkur samstaða um það að frysta þær upplýsingar sem að þörf þykir á í allt að 80 ár enda algjör nauðsyn núna þegar allir þurfa að leggjast á árarnar, sumir þó meira en aðrir samkvæmt vinstri stefnunni, já algjör nauðsyn að fólkið í landinu sé ekki að eyða tímanum í lestur einhverja fánýtra skýrslna sem geta truflað róðurinn það er jú velþekkt hvað sagnaritun og húslestrar fyrri alda leiddu yfir Íslenska þjóð.

Með jólakveðju til búskussa dagsins í dag.

Og mig þyrstir enn að vita
HVAR ER JÓHANNA.????????????????????????????

 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Nú legg ég af frekara pex fyrir og um hátíðarnar og óska bloggvinum öðrum vinum og vandamönnum Gleðilegra Jóla

Steingrímur hinn bjartsýni

Sennilega hafa jólaljósin sett glýju í augu fjármálaráðherra vors því að spá IFS er sennilega sú bjartsýnasta Sýndist svona í morgunsárið að aðrir teldu 25% líkur að við færum á hausinn.

En ég spyr eins og spugstofan spurði fyrir ári að vísu um aðra pesónu

Hvar er Jóhanna ????


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannskepnan er skrýtin.

Af hverju segi ég það, jú það er haldin ráðstefna með miklum látum þar sem menn vilja berjast á móti hækkandi hitastigi. Hvernig yrði það nú ef kólnaði þetta er bara hret en ef það yrði nú eins kalt og a þeim tíma sem að guðfaðir gufuvélarinnar yljaði sér við ketil mömmu sinnar hvað yrði þá um okkur. Það kemur smá hvellur það er ekki flogið lestir ganga ekki og allt fer úr skorðum ef þetta yrði nú i mánuði hvað yrði um vesturlönd það myndi allt fara á hvolf. Síðan finnst mér það í takt við annað hjá stjórnvöldum að þau skuli berjast harðar fyrir fólk á eyjum langt í burtu heldur en þegnum sínum svo dæmigert fyrir þá sem að nú rikja.
mbl.is Flugsamgöngur úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldur vetur

Ætli það sé runnin upp kaldur vetur eins og við munum þá það hefur ekkert verið haft hátt um það en það var líka kalt í fyrravetur en verum viss þetta kuldakast er auðvitað ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar enda vill elítan örugglega ekki hafa rangt fyrir sér og boðar hlýnun þangað til kjálkaliðirnir frjósa
mbl.is Fimm látnir í óveðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum

Auðvitað á Kjararáð að gegna skildu sinni og laun þessara hópa að fylgja launum viðmiðunarhópa annað er ekkert réttlæti en það á að afnema allar aukasporslur.

Mín skoðun er sú að hér sé á ferðinni lýðskrum sem að á að ganga vel í okkur síðan er raðað í nefndir útdeilt bitlingum og launaþróunin er bak við tjöldin sem er hættulegt lýðræðinu því að þá fá óþekkir þingmenn ekki þau embætti sem að skaffa aur í búið.

Ríkisstarfmenn eiga að fá laun sín samkv taxta sem á að fylgja öðrum en ekki samkvæmt tvöföldu launakerfi þar sem óunnin yfirvinna og dagpeningar spila stóran þátt í afkomunni.


mbl.is Banna launahækkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess virði að berjast fyrir.

Sumum finnst það þess virði að berjast fyrir kólnandi veðurfari ég persónulega skil það ekki ég man enn eftir því að það þurfti að blanda díselolíu með steinolíu bara svo að bílarnir gengu það þurfti að setja í gang löngu áður en að farði var af stað til að ná hita í drusluna bílar eru að vísu betri í dag. En hræddur er ég um að fólk í Evrópu myndi ekki hafa af eitt gott kuldaskeið hvað ætli til dæmis núverandi kuldakast bani mörgum eldri borgurunum í Bretlandi.

Þá spyr ég mig hvernig stjórnmálamenn eru það sem að lofa miljörðum út í loftið til að reyna að hafa áhrif á stærðir sem að við ráðum ekki við en láta síðan sína eigin borgara krókna úr kulda í heimalandinu vegna sparnaðar og niðurskurðar. Hvernig eru einnig stjórnmálamenn sem að afhenda fjöregg landa sinna erlendu valdi og selja yfirráðaréttin yfir þeim í hendur braskara. Eru það stjórnmálamenn sem berjast fyrir jöfnuði og réttlæti ekki eins og það blasir við mér

Ég tel mig hafa svarið við því hvernig stjórnmálamenn það séu  en það er bara ekki prenthæft.

 


mbl.is 19 stiga frost í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærri loftslagráðstefnu lokið.

Af hverju frábærri jú vegna þess að mislyndi stjórnmálamanna kom í veg fyrir að þeir samþykktu að fara í tapaða baráttu gegn náttúrunni.  Auðvitað eigum við að ganga vel um móðurjörð og menga eins lítið og hægt er. 

Það vill svo til að ég hlustaði á sögur ömmu minnar í æsku sögur af hennar forfeðrum ömmum og öfum og það hvarflar að mér að það sé ógæfa þessarar þjóðar að afar og ömmur eru ekki lengur á heimilum til að miðla fróðleik fortíðar.

Mér er efins að Árni Finnsson eða Svandís Svavarsdóttir hafi drukkið í sig sögur af fólki í torfbæjum sem að átti þá einu ósk að það væri aðeins hlýrra fólki sem geymdi börnin sín vafin í sængur í mánuð yfir vetrar tíman til að reyna að halda á þeim hita sum þeirra lifðu ekki veturinn af.
Eða sögur af börnum sem á seinni árum var enn minnisstæðast smellirnir í keytukoppunum þegar að heitt morgunhlandið lenti á þeim í helfrosinni baðstofunni amma heitin sagði að það hefðu verið eins og fallbyssuskot þegar kaldast var.

Fólk sem að vill halda því hitastigi sem að ríkti fyrir og í byrjun iðnbyltingar ætti kynna sér hvernig það var en það þarf ekki að leita lengi til að finna upplýsingar eins og þessa

"Magnús Björnsson á Syðra-Hóli hefur þetta að segja í bók sinni Hrakhólar og höfuðból: „Á fyrra hluta 19. aldar var á nokkrum stöðum norðanlands reynd garðyrkja, ræktaðar gulrófur og kartöflur. Hún hafði að vísu verið stunduð nokkuð áður, en lagst niður að mestu sökum harðinda og óáranar."
Ég mæli með að þeir sem stunda baráttu fyrir því að það hitastig sem að hér ríkti komi aftur að þeir hinir sömu lesi sögur og heimildir og hugsi svo um það eitt andartak hvers vegna aukin hagsæld á Íslandi helst í hendur við aukið hitastig.

Hvernig ætlar síðan umhverfisráðherra að rækta hér lífrænt eldsneyti ef hún vill á sama tíma innleiða hitastig hér á landi þar sem að ekki einu sinni uxu gulrófur og kartöflur á norðurhluta landsins.

Síðan langar mig til að vita hvað umhverfisráðherra fékk háa upphæð í dagpeninga meðan á rástefnunni stóð hvað margir voru þar og hverjir  á hennar vegum og upphæð dagpeninga til þeirra aðila


mbl.is Framför í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt skattþrep

Það á bara að vera eitt skattþrep það er ekkert réttlátara kerfi til þá borga allir jafnan hlut af tekjum. Setja persónuafslátt í 150.000,- síðan 20% skatt á allt sem umfram er útsvar óbreytt. Hjá sambúðarfólki á að vera heimilt að nýta skattskort 100% (skrítið að það skuli ekki vera í jafnréttisumræðunni í staðin fyrir baráttu um jafnan fjölda í fínum embættum) hvert barn á að fá skattkort við fæðingu það er jú orðið þegn landsins Við þetta mætti fella niður barnabætur því skattkortið kæmi í staðin. Útsvarið myndi líka leggjast á fjármagnstekjur því að mínu mati er hluti vandamála dagsins í dag hjá sveitarfélögum sá fjöldi einstaklinga sem ekki borgar til sveitarfélagana það sem því ber vegna þess hve mikinn hluta af tekjum sínum það hefur í formi fjármagnstekna. Einfalt og réttlátt
mbl.is Breytingar á skattatillögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband