Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
31.12.2009 | 13:36
Mótmælum öll og slökkvum ljósin.
Í nótt þar sem ég lá andvaka hugsi eftir dæmalausa opinberun getuleysis fulltrúa okkar til að standa vörð um aðra hagsmuni en sjálfs síns og flokka sinna, skaut allt í einu í huga mér hugmynd um hvernig vér sem erum á móti þessum gjörning getum opinberað hug okkar gagnvart þessum gerning og sýnt forseta vorum hug okkar í þessu máli.
Tilaga mín er sú að í kvöld þegar að ávarp forsætisráðherra hefst slökkvi hver sá sem vill mótmæla þessum gjörning öll ljós á heimili sínu og myrkvi það sem táknmynd þess myrkurs sem stjórnvöld hafa fært yfir þjóðina. Hvað væri öflugari birtingarmynd andstöðunnar ef ljós þau sem að lýsa til himins frá landinu myndu deyja meðan á ávarpinu stæði Þeir sem að geta ekki verið án orða leiðtogans geta síðan horft á þau í sífeldum endursýningum næstu daga.
Annað sem að ynnist líka með þessu er að þá væri hægt að sjá hverjir vilja bera byrðarnar og rukka eftir því það þarf bara að renna á ljósið sem væri þá leiðarljós Icesave innheimtu deildarinnar.
Víst er ekki langur tími til stefnu en það væru mótmæli sem tekið yrði eftir ef 70% ljósa í landinu myndu slokkna í mótmælaskyni við nauðungar samningana þegar að forsætisráðherra tekur til máls aðgerð sem myndi vekja athygli á afstöðu þjóðarinnar víða.
Ef þið sem þetta lesið teljið hugmyndina skoðunarvirði látið þetta ganga og boltann vinda upp á sig hver veit nema að lítill bolti gæti orðið að heilli þúfu og eins og stendur ritað oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Gleðilegan Gamlársdag
Forseti tekur sér frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 10:58
Þefvísir embættismenn
Skattur á langveikt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 00:05
Nýir tímar
Ég tel að í kvöld hafi orðið sögulegri atburður heldur en fólk gerir sér grein fyrir ég tel að Alþingi Íslendinga ein elsta löggjafarstofnun í heimi hafi lagt grunnin af endalokum sjálfs síns.
Aldrei hef ég orðið vitni að eins berum dæmum um að fólk sviki sannfæringu sína ef einhverjum orsökum sem að ég vil ekki gera því það verður sjálft að svara þjóðinni því seinna hvað olli þeim kúvendingum sem margir hafa tekið.
Ólína Þorvarðardóttir átti að mínu mati orð kvöldsins en hún bar þau fram með öfugum skilningi það er "en orðstír deyr eigi" Ólína getur verið viss um að orðstír þeirra sem samþykktu frumvarpið í kvöld deyr aldrei heldur kemur til með að lifa í minningu þjóðarinnar um aldir eins og orð móður Gunnars á Hlíðarenda sem hún mælti við Hallgerði er hún neitaði Gunnari um hár úr höfði sínu.
Í Icesave málinu hefur það berast fyrir þjóðinni hver máttlaust löggjafarvaldið er orðið fyrir framkvæmdavaldinu og það er augljóst að það þarf að skerpa skilin þar á milli. Á morgun mun síðan Ólafur R Grímsson ráða miklu um framtíð forsetaembættisins því þá rennur upp stund sannleikans og það opinberast fyrir þjóðinni hvort hann er forseti hennar eða ekki. 31 Desember 2009 verður dagur sem fær pláss í sögubókum framtíðarinnar. Kannski líður embætti forseta Íslands undir lok þann dag eða trúverðugleiki þess.
Já ég tel að í kvöld hafi Alþingi í raun stigið fyrstu skrefin til endaloka sjálfs síns og styrkt í sessi þá skoðun þjóðarinnar að þar hafi safnast saman jarðtengingarlaus hópur hagmunapotara sem er slétt sama um þjóðina það er alla vega mín skoðun. Sú skoðun styrktist mikið við mörg orðin um ábyrgð annarra borin fram af fólki úr flokkum sem vilja veita fyrrverandi eiganda Landsbankans sjálfs Icesave valdsins ívilnanir í rekstri hér á landi og sjá ekkert athugavert við það að einn af helstu gæslumönnum þeirra reglna sem áttu að vernda okkur fyrir svona upp á komum sé á leið til áhrifa í fjármálakerfi okkar að nýju.
Já það eru að byrja nýir tímar en ég tel að margir þeirra 63 sem að í kvöld greiddu atkvæði á Alþingi fái ekki að vera þátttakendur í þeim þeir hafa fyrirgert því trausti sem að kjósendur þeirra báru til þeirra.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2009 | 13:36
Farsæl lausn
Wikileaks birtir minnisblað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 22:03
Að hafa samvisku og þor til að breyta eftir henni.
Það er gott að vita að Þráinn telur ekki um stóran hlut að ræða að leggja skuldaklafa af Icesave á þjóðina enda lýtur byrðin öðruvísi út þegar horft er á hana heldur en þegar að hún hvílir á bakinu á manni. Kannski að Þráinn ánafni heiðurslaunum sínum til Mæðrastyrksnefndar ef hann hefur ekki afþakkað þau og nýtur þeirra en og láti sér nægja laun þau sem hann fær fyrir þingsetu. Hann yrði maður af meiru ef hann gerði það.
Það er síðan talað um að engin vilji verða til þess að vinstri stjórnin falli. Að engin vilji axla ábyrgð á því. Hugsum málið aðeins er það svo að þeir sem myndu greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni og yrðu til þess að frumvarpið félli eru hræddari við það að fella vinstri stjórnina en að steypa framtíð Íslendinga í voða. Er samtrygging og spilling innan stjórnkerfisins svo mikil og grimm að þingmenn óttast samflokksmenn sína meira en þjóðina og steypi því heldur þjóðinni í glötun heldur en að styggja flokksveldið. Skömm hafi þeir ef satt er.
Þetta leiðir síðan hugan til þess hvort ekki sé komin tími til að þjóðin sýni flokksvaldinu hvar aflið liggur og hverja ber að virða og óttast.
Á morgun verður gengið til atkvæða um eitt umdeildasta frumvarp í sögu landsins en þessu lýkur ekki þar með sagan kemur til með að fella dóm um hvað var rétt og hvað ekki og þegar hennar dómur fellur vildi ég í sporum þeirra sem að á morgun greiða atkvæði, heldur hafa gert það samkvæmt eigin samvisku og sannfæringu, heldur en skipuðum flokkslínum.
Því þegar tímar líða þá er auðveldara að lifa útskúfaður af meðbræðrum sínum ef maður er í sátt við samvisku sína.
Fari svo sem að ég óttast og verstu hrakspár rætast þá munu þau nöfn sem lögðu byrðarnar á þjóðina aldrei gleymast frekar en nöfn þeirra einstaklinga í sögu landsins sem verstir hafa þótt. Verði hins vegar allt í góðu þá er það hið besta mál en líkurnar eru álíka og í Rússneskri rúllettu eins og reiknað var út hér á blogginu og vill einhver ganga á móti samvisku sinni fyrir þá áhættu.
Því skora ég á þingmenn að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni óháð flokkslínum og skapa með því smá virðingu á stofnunni aftur óháð því hvernig niðurstaðan verður. Verið vissir um að við þjóðin fylgjumst með ykkur.
Átök innan Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 12:54
Óhæf nefnd
Að mínu mati er engin þingmaður hæfur til að setu í þessari nefnd.
Ef þetta er skoðað hlutlaust er engin þeirra hæfur þeir hafa allir hagsmuna að gæta
annað hvort til að bjarga sér ná höggi á aðra verja vini sína eða skensa andstæðinga.
Þetta er því að mínum mati óhæf nefnd ef einhverstaðar hefði átt að fá utanaðkomandi
í verk þá er það í þetta skipti. En það að detta í hug að það finnist 9 hlutlausir innan veggja alþingis sýnir að mínu mati hversu fólk sem þar er innan dyra er gjörsamlega ójarðtengt og jafnvel skammhleypt í sumum tilfellum
Fyrningarfrestur þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2009 | 21:34
Stjórnin fellur
Ég tel að háttvirtur fjármálaráðherra efist um að þrælasamningarnir komist í gegn. Hvernig á annars að skilja þau orð sem að hann lætur falla um ESB þessa dagana. Í mínum huga eru þau ætluð til brúks í komandi kosningabaráttu. Verst er að það fyrir VG að það tekur ekki nokkur maður lengur mark á þvi hvað þeir segja.
Landsmenn allir það er þeir okkar sem enn meta þjóð og land eitthvað þurfa síðan að standa saman og reisa ævarandi níðstöng þeim til handa sem samþykkja gjörninginn því þó Steingrímur sé farin að búa til undankomuleið held ég að þetta verði samþykkt.
Það má íhuga að loka veginum til Bessastaða sem merki um táknræna hindrun á undirskrift ef þetta verður samþykkt sem að ég tel að verði því miður þjóðhollusta manna á hinu háa alþingi er í skötulíki.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2009 | 15:36
Velferðin og jöfnuðurinn ríða ekki við einteyming.
Ríkisstjórnin eykur enn jöfnuð í þjóðfélaginu nú í gegnum útgreiðslu séreignarsparnaðar. Stjórnin er á móti því að taka skatt af séreignasparnaði landsmanna það komi til með að steypa okkur í glötun þegar fram líða stundir vegna tapaðra tekna og slær því allar tillögur í þá átt út af borðinu.
Samt gerir hún fólki kleift að taka út sparnað sinn allt að 2,5 miljónum sem er líklega allur sparnaður mikils hluta þeirra sem sparað hafa samkvæmt þessu formi.
Af hverju er í lagi að gera þetta svona fer þá ekki allt í steik í framtíðinni vegna tapaðra tekna, ég skil þetta ekki alveg ég fæ ekki betur séð að í báðum tilfellum verði ekki tekjur til í fjarlægri framtíð sem greiddur verður skattur af.
Það læðist að mér sá grunur að þetta sé gert til að fólk geti fram fleytt sér aðeins lengur það eigi alla vega fyrir mat, en þess gætt að hafa útgreiðslur í því magni og formi að ekki sé hægt að greiða niður lán og skuldir því það gæti truflað afkomu þeirra sem eiga fé hér á landi.
Því er skömtuð rétt mátuleg upphæð á mánuði fyrir lágmarks framfærslu til þeirra sem að nýta sér þetta sem er nokkur hluti sparifjáreiganda mátuleg upphæð til að milda ógæfu aðgerðir stjórnvalda svo að þau geti sagt næstu mánuði að þær aðgerðir hafi ekki leitt til frekari samdráttar en orðið er.
En skatturinn af þessu er horfinn fyrir framtíðina og inneignin líka svo til viðbótar við tapaðar skattgreiðslur sem að áttu að setja allt á hausinn í framtíðinni þá er sparnaðurinn horfin svo að framfærsla kemur til með að þyngjast fyrir stjórnvöld og komandi kynslóðir mér finnst því allt tal um að ekki megi taka skattinn af séreignasparnaði landsmanna sem að stjórnvöld hafa haldið fram tárvotum augum bull og vonandi vegna þekkingar leysis en ekki illvilja.
Um langtíma áhrif má helst nota þekktan vísdóm Sem segir að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna.
Annað er athyglisvert við útgreiðslu séreignasparnaðar og tvímælalaust í takt við jafnræðisreglur þær sem stjórnvöld hafa innleitt og einnig þá reglu að láta nú efnamenn bera byrðarnar það sé komin tími til að hlífa hinum örþreytta verkalýð landsins en þessar jöfnunar reglur hafa farið svolítið öfugt ofan í mig og mér sýnst að jafnræðið sé eins og áður að þeir jafnari verði alltaf enn þá jafnari.
Við útgreiðsluna greiðir verka Gunna skatta af útgreiðslunni sem er í sjálfu sér hið eðlilegasta mál hún nýtir sér persónu afslátt sinn til að lækka skatta af vinnu laununum. En hvað gerir fjármagns Gunna hún lifir af fjármagnstekjunum borgar af þeim 15 % skatt og nýtir síðan persónu afsláttinn upp í útgreiðslu séreignar sparnaðar.
Þannig að verka Gunna fær rúmlega 69 000 til eigin brúks af hverjum 100.000 útgreiðslu séreignarsparnaðar en fjármagns Gunna fær sinn 100.000,- óskert.
Fjármagns Gunna nær því séreignarsparnaðinum út án þess að borga krónu til ríkisins enda er hún sennilega á vonarvöl þá að ríkið hafi gert sitt besta henni til bjargar það dældi peningum inn í bankana til að bjarga innistæðum hennar allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa síðan beinst að því að hækka verðtryggðar innistæður hennar til að lágmarka tap hennar.
Á sama tíma hækka gjöld og álögur á verka Gunnu þannig að 70% eignarhlutur hennar í eigin húsnæði er komin niður í 0% afborgarnir hafa hækkað um 60.000 kr á mánuði laun hennar lækkað um 50.000,- síðan afsalaði hún sér síðustu kauphækkun vegna þrýstings frá atvinnurekandanum sem er í raun ríkisbanki því fyrirtækið var tekið undir væng bankanna og stundar nú undirboð á almennum markaði í skjóli bankans.
Asi mótmælti þessum þrýstingi á launafólk fyrir siðasakir en brást kjarkur til að segja frá því um hvaða banka og hvaða fyrirtæki væri að ræða en þau eru nú sennilega fleiri en eitt.
Ég vil þakka ríkjandi búskussum fyrir að standa vörð um fjármagns Gunnu fyrir þeirra til verknað aukast eignir hennar um 13.400.000.000.,- núna um áramótin meðan að eignir verka Gunnu rýrna um sömu upphæð.
Mikil er blessun jafnaðarstefnunnar fyrir okkur sem að njótum hennar í verki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2009 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2009 | 14:03
Að vera Íslendingur
Stendur ekki í einhverju kvæði. Engin grætur Íslending
Ég ætla ekki að gera lítið úr raunum mannsins en bendi honum þó á að það ernokkuð af húsnæði á lausu hér og á hörðum tímum er best að vera í skjóli fjallkonunnar. Þetta segir síðan meira um skítlegt eðli þeirra sem framkvæmdu verknaðinn heldur en eðli Íslendinga.
Ef þetta eru síðan rök til að skrifa undir Icesave þá vil ég frekar að Íslenska þjóðin kosti alsprautun á bílnum og þrif á húsi hans það er ódýrara þegar upp er staðið.
Bið bara forláts á mínu skítlega eðli en það gerir mér ókleift að samþykkja drápsklyfjar á afkomendur mína til að landar mínir geti verið óáreittir í útlöndum.
Bíð þá hins vegar velkomna heim til að taka þátt í endurreisninni hvenær sem hún hefst nu
Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2009 | 12:47
Hvaða Jón Sigurðsson ?
Er það Jón Sigurðsson Samfylkingarmaður sem sagði sig úr Fjármálaeftirlitinu að beiðni Björgvins
Einhvern vegin kæmi mér það ekki á óvart að svo sé en á ekki eftir að kíkja á ábyrgð hans á öllu klabbinu ef um sama einstakling er að ræða.
Enn spyr ég þó og er farin að hafa nokkrar áhyggjur af manneskjunni.
HVAR ER JÓHANNA.????????????
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |