Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Sparnaður í fjáraukalögum

Vil bara benda háttvirtum alþingismönnum á að kannski sé hægt að spara í þinginu alla vega miðað við það sem haft er eftir Sigmundi Erni en hann segir

„Það eru á að giska 25 norðlensk skref úr þingsal í matsal Alþingis. Þar er alltaf matur. Alltaf mikill. Alltof góður,“

á venjulegum vinnustöður er morgunkaffi frá 9 40 til 10 og síðan hádegismatur frá 12 til 12 30 yfirleitt er búið að selja aðra matar og kaffi tíma til að ná upp launum  Matur er síðan oft bakka matur væri ekki tilvalið að matur á alþingi yrði boðin út ef svo er ekki nú þegar og mismunurinn látin renna til Hjálpræðishersins og síðan sé ég ekki ástæðu til að þar sé alltaf matur. Alþingismenn hljóta að geta mætt í mat á réttum tíma eins og alþýðan. Svo geri ég ráð fyrir að þeir gjaldi keisaranum það sem keisarans er af þessum hlunnindum.
mbl.is Fjáraukalög rædd á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju

Hafa þeir pælt í þvi afhverju þær hafa þetta gen og hver áhrifin verða ef það verður ræktað úr það er ekkert til af tilvijun hjá móður náttúru en örugglega mun þetta tryggja vísindamönnum þessum ágætt lífviðurfæri og slatta af lambakjöti næstu árinn
mbl.is Rækta náttúruvænar kindur sem ropa minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skafa innan úr kerfinu

Auðvitað á að halda vel utanum bótakerfi okkar og gæta þess að þau séu ekki misnotuð en það er farið að valda mér og sennilega fleirum furðu að velferðarstjórnin gerir fátt annað en að ráðast á það.
Mér myndi til dæmis langa til að vita hvort að Jón Baldvin sem að rökræddi við Styrmir í dag þiggur eftirlaun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu míg þyrstir einnig að vita hvort Svavar Gestsson er á eftirlaunum samkvæmt sama frumvarpi og þá hvort honum voru greidd laun þegar hann samdi um Iceasave og þá hvort þau laun komu til frádráttar eftirlaunum ef hann þiggur þau. Mig langar til að vita hvað miklar greiðslur eru í dag til formanna stjórnmálaflokka hve háar og hverjir njóta.

Í raun langar mig til að það verði birtur listi yfir þá embættismenn sem að taka laun samkvæmt umræddu frumvarpi og einnig upplýsingar hvort að þau réttindi hafi verið skert eða hvort það standi til að gera það einnig hvort að það standi til að afnema þær tryggingar á lífeyrisréttindum sem að sumir njóta.

Það er nefnilega alltaf svo auðvelt að skera niður hjá öðrum ekki satt.


mbl.is Spara 1,5 milljarða í bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Styrmir

Ég vil hrósa Styrmi í Silfri Egils fyrir góðan og skiljanlegan málflutning og fyrir aftstöðu hans til lýðveldisins og þjóðarinnar. Ég er algjörlega sammála honum um framtíðarsýn fyrir þessa þjóð að við getum vel lifað hér ágætis lífi öll saman um langan aldur.

Ég hef oft sagt að það sem að þjóðina vanti leiðtoga það hvarflaði að þér þegar ég hlustaði á Silfrið að hann væri fundin.

Hvenær hættir Ólafur aftur?


Að gera fleira en gott þykir.

Samfylkingar konan hefur það að orði að það þurfi að gera fleira en gott þykir. Mér finnst að það sé hægt að spara annarstaðar til dæmis í stöðugu flandri háttvirts utanríkisráðherra en kannski setur Samfylkingin mörkin þar að þó það sé slæmt að þurfa að skera niður fæðingar orlof þá sé það af tvennu illu skárra en að hafa Össur heima.


mbl.is Foreldrar fresta einum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að vinda á stjórnvöld

Nú nálgast lægð landið og það er spáð snjókomu ég tel að lognið sem að hin ráðlausa ríkistjórn og bankar sem að ekki  hafa lært auðmýkt gagnvart viðskiptavinum sínum hafa notið sé liðið og nú þurfi þessir aðilar að fara að gera sjóklárt og jafnvel fara að athuga ástand björgunarbúnaðar síns og koma sér í æviráðnar stöður með sæmilegum bitlingum eins og hefur verið siður áður en að þeim tekst að kvelja alþýðu landsins það mikið að hún rísi upp og það verður ekki lamið í potta þá tel ég.

 Ég spái því að það verði ekki langt þangað til Steingrímur verði sem fyrr enda þá komin í stjórnarandstöðu og getur talað af vild og ég spái því að völva vikunnar sjái það fyrir þessi áramót að tími Jóhönnu sé komin og einnig liðinn. Málið er bara það að það eru engir í augsýn til að taka við. Á þingi eru sárafáir sem virðast vera í einhverjum tengslum við fólkið í landinu en því betri tengslum við sjálfa sig og sína.

Það er komin tími til að hinn almenni borgari snúi bökum saman og myndi breiðfylkingu það er sá mikli meiri hluti sem aðhyllist sjálfstæða stefnu fyrir land og þjóð og uppbyggingu öllum til hagsbóta án þess að vera endalaust að leita hófana við erlent vald. Það er komin tími á fólk sem þorir, fólk sem afnemur þessa gengdarlausu vitleysu sem víxlverkun verðlags og lána er fólk sem veit að án hreinnar verðmætasköpunar næst engin árangur.  Það er komin tími á fólk sem að getur rekið landið án þess að vera sífellt með hendurnar í vösum fólksins og án þess að stofna hvert ríkisapparatið öðru stærra og klunnalegra.
Það er komin tími á breytingar og breytingar verða að ske. Núverandi stjórnvöld og þeir sem að sitja í stofnunum nefndum og stýra þessu í dag á vegum ríkisins hafa sannað vangetu sína til verksins og komin tími á að þeir stigi til hliðar fyrir öðrum sem að vinna betur fyrir land og þjóð.


mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alt upp á borðið

Mikið er ég sammála að allt eigi að vera upp á borðinu. Því langar mig til að vita eftirfarandi.

Í Hafnarfjarðarhöfn eru tvær flotdokkir mig langar að vita hvað uppsetning þessara mannvirkja kostaði Hafnarfjarðarhöfn eða kom höfn og bær hvergi nærri kostnaði við uppbyggingu fyrir þessar dokkir, borga þessar dokkir og rekstrar aðilar þeirra bæði aðstöðugjöld og hafnargjöld eða bara annað hvort og hefir verið veittur einhver afsláttur af þessum gjöldum og síðast en ekki síst langar mig til að fá svar um það frá bæjaryfirvöldum hvort að öll fyrirtæki í Hafnarfjarðarbæ hafi jafna aðkomu til að þjónusta skip á þessu athafna svæði.

Kannski að eftirlitsstofnunin kíki við þarna á leiðinni til eða frá Keflavík þetta er í leiðinni


mbl.is Rannsaka stuðning við Stáltak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt

Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég er ekki hallur undir stjórnvöld þau sem hér ríkja og að ég hef minna en ekkert álit á þeim flokki sem hefur ekki gert neitt og ekki komið nálægt neinu í Íslensku stjórnkerfi samkvæmt eigin mati.

Flokkur sem er með sama karakter og þeir leikfélagar manns í æsku sem að hikuðu ekki við að njóta góðs af strákapörum og þessháttar en þegar syrti í álin stukku fram með fingurinn hrópandi ég gerði ekki neitt ég gerði ekki neitt þeir gerðu það og sátu síðan í skjóli túngarðs og nutu þess sem áunnist hafði meðan aðrir tóku út sökina.

Ég vona að kjósendur sjái þversögnina í þessu og biðji Valgerði að upplýsa hvað Norski féhirðirinn sem ráðin var af Samfylkingunni kostaði Íslenska ríkið. Ég lýt á þetta útspil Samfylkingarþingmansins sem lítlmannlega leið til að gera tortryggilegan mann sem að veit um hvað hann er að tala og er ekki stjórnvöldum leiðitamur er nema von að sérfræðingar vilji varla starfa hér þegar að stjórnmálamenn reyna að gera starf þeirra tortryggilegt.

Ég tel að þeim 5 000 000 sem að er varið í starfsorku þessa mans sé vel varið ef það er rétt hjá honum að við getum sparað  1.850.000.000.í greiðslur í staðin ef að ég skil fréttaflutning rétt.

 

 

 


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin áhyggjulausi Steingrímur.

Steingrímur sér þörfina fyrir að taka á málum af þessu tagi stendur þá líka til að afnema aukagreiðslur til formanna stjórnmálaflokka sem að ég veit ekki betur en að Steingrímur hafi notið.

Afnemum þær og afnemum síðan stjórnmálaflokka á meðan meðlimir þeirra skera niður hjá öllum öðrum passa þeir glóðarlampann undir eigin rassgati.

Sem fyrr um sjómaður skora ég á sjómen að standa fastir fyrir og verða fyrsta stéttin sem stoppar þessa jörvagleði skattheimtumanns ríkisins áður en hann verður þess valdur að stór hluti þjóðarinnar yfirgefi landið.


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja upp stimpilklukku

Miðað við mætingu í þingsal mæli ég með því sem launagreiðandi til umbjóðenda minna á Alþingi að það verði sett upp stimpilklukka í andyri alþingis og launþegar mínir fari að stimpla sig inn eins og annað vinnandi fólk. Ég hef trú á því miðað við þær myndir sem birtast úr þingsal og sína hann tóman tímunum saman að með því sem sparast í launagreiðslum til fólks sem að er ekki í vinnunni mætti kannski draga úr niðurskurði á fæðingarorlofi. Mér eru vel kunnug þau rök að þeir sem ekki sjást í sal séu á fundum en fyrr má nú aldeilis vera fundarhöldin í þessari stofnun. Það eru yfirleitt hálftómir bekkirnir.
mbl.is Umræða um umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband