Setja upp stimpilklukku

Miðað við mætingu í þingsal mæli ég með því sem launagreiðandi til umbjóðenda minna á Alþingi að það verði sett upp stimpilklukka í andyri alþingis og launþegar mínir fari að stimpla sig inn eins og annað vinnandi fólk. Ég hef trú á því miðað við þær myndir sem birtast úr þingsal og sína hann tóman tímunum saman að með því sem sparast í launagreiðslum til fólks sem að er ekki í vinnunni mætti kannski draga úr niðurskurði á fæðingarorlofi. Mér eru vel kunnug þau rök að þeir sem ekki sjást í sal séu á fundum en fyrr má nú aldeilis vera fundarhöldin í þessari stofnun. Það eru yfirleitt hálftómir bekkirnir.
mbl.is Umræða um umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband