Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ég hef miskilið eitthvað

Ég hef staðið í þeirri meiningu að ef við hefðum verið í EB hefði ekkert illt hent okkur en hvers vegna streyma þá Lettar út á göturnar þeir eru jú þar sem að við hefðum verið ef að ESB ferli hefði verið í gangi. Er ESB og Evran kannski ekki lausn á vandamálum heimsins.

Þætti fróðlegt ef einhver útskýrði fyrir mér af hverju fólkið er ekki alt í sæluvímu þarna, mig langar til að vita það vegna þess að það er leynt og ljóst verið að reyna að ýta okkur á þennan sælustað.


mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun á almannafé

Það er í fréttum að aðstoð atvinnuleysistryggingarsjóðs sé jafnvel misnotuð. Í viðtali kemur fram að þetta leiði sennilega til að aðstoð verði hætt.

HELV FOKkING FOKK

Hvaða aumingjar eru við orðnir að geta ómögulega tekið á þeim sem að brjóta lög og reglur ef að einhverjir eru að brjóta þessar reglur og misnota almannafé á að refsa þeim en ekki öllum hinum. Gleymdist kannski refsiramminn einu sinni enn í lagasetningunni. H..... aumingjadómur í öllu hér.

HELV FOKKING FOKK


Eru nefndir of dýrar ?

Á ferð minni gegnum fjárlögin fann ég nokkurn fjölda nefnda sem að kosta mismikið en sumar þessara kostnaðar talna fegnu mig til að hugsa hvort að hér gæti verið á ferðinni einhver angi af launa uppbótum í hinu opinbera kerfi. Ég valdi að handahófi eina nefnd til að fjalla um.

Nefnd til að kanna starfsemi vist og meðferða heimila fyrir börn 29.6 milj Þetta er ekki vegna þess að ég telji þessa nefnd óþarfa heldur finnst mér að kostnaður við þessa nefnd og margar aðrar sé alltof mikill. Auðvitað þurfa nefndir að fá aðkeypta vinnu en samt finnst mér þetta dýrt. vistheimili eru ekki það mörg.


Fróðlegt væri að vita hvort einhverstaðar er hægt að nálgast uppgjör svona nefnda launakostnað aðkeypta vinnu og sundurliðað uppgjör. Það er kannski rangt hjá mér en ég hef talið að yfirleitt væru svona nefndarstörf aukastörf meðlima og nefnd hefði i mestalagi einn fastráðin starfsmann eða engan.

Ég setti þetta í samhengi sem að ég þekki en fyrir þennan pening er hægt að fá  5285 vinnustundir tæknimentaðs vinnuafls keyptar af iðnfyrirtæki. Séu 3 ráðnir þá er um að ræða 1761 vinnustund eða 44 vinnuvikur í fullu starfi ég er hér að tala um útselda vinnu með öllum gjöldum. Prófið sjálf að deila í þetta með ykkar eigin tímakaupi.

Mér finnst málið mjög þarft en ég set spurningu við kostnaðinn sem í rannsóknina fer og er þá að tala um nefndir yfirleitt ég hef ekki trú á að það taki 3 menn til þess menntaða heilt ár að kanna starfsemi þeirra fáu vist og meðferða heimila sem hér eru rekin ofan í kjölinn.

Ég tel að einhverju af þessum peningum hefði heldur átt að veita til viðkomandi stofnana.


Gæti ríkið ekki sýnt meira aðhald

Þegar kreppir að þá er skorið niður sá sem fer með fjármál heimilis sker burt það sem má vera án. En reynir að raska högum heimilisins sem minnst. Óþarfi fær að fjúka dregið er úr pizzu kaupum hætt að taka myndir á leigu og annað sem hægt er að draga saman án grundvallar breytinga á högum heimilis. Reynt er að halda í velferð fjölskyldunnar eins lengi og hægt er. Þetta á Ríkisstjórn Íslands líka að gera en ekki að ráðast fyrst á þá sem að minnst mega sín.

Ég tók mig til og renndi í gegnum fjárlög á hundavaði það sem að ég stoppaði við á þessari hraðferð var vegna þess að  annað hvort þóttu mér tölurnar háar eða þá málið lítilvægt eins og nú er ástatt.
Tekið skal fram að ég vann þetta á sama hátt og að ég myndi vinna við að ná niður mínum eigin útgjöldum en ekki sem einhver sérfræðingur í peningamálum. Endilega gera athugasemdir og leiðrétta það sem er arfa vitlaust í þessu.

Samningur um bann við tilraunum með kjarnavopn 2,3 milj Ekki mikil upphæð en er ekki löngu búið að banna þetta og hvaða áhrif höfum við varðandi þetta og síðast en ekki síst hvert fer þessi peningur.

Alþjóðleg friðargæsla 260.4 milj Íslensk friðargæsla 319,6 milj Höfum við efni á að vera í tindátaleik úti í heimi. Í heimilisbókhaldinu yrðu ferðir milli sveitarfélaga til að stilla til friðar hjá fjarskyldum ættingjum felldar niður.

Átak í lækkun skulda þróunarríkja 60 milj Ég segi nú bara ja hérna er ekki nær að byrja heima.

Utanríkisráðuneyti 11.856,7 milj  Var ekki járnfrúin búin að segja að þessi upphæð yrði lækkuð í 8 miljarða ekki man ég betur en að hún hafi gert það Þarf að fletta til baka í gömlum fréttum.

Innleiðing gagnagrunna á lögbýlum 5 milj Vekur spurningu hvað þetta er, en flestir landsmenn verða að sjá um sín forrita kaup sjálfir. Væri gaman að vita hvað þetta er getur vel verið að þetta sé hið þarfasta mál.

Mjólkurframleiðendur 5634 milj Sauðfjárframleiðendur 4137 milj grænmetisframleiðsla 413 milj  Þetta er geislavirkt mál til að gera athugasemd við en skrýtið að vörurnar skuli ekki kosta aðeins minna miðað við hvað er borgað með þeim og svo hækka sumar þeirra í takt við lækkun krónu eins og olían þó innlendar séu.

Átak í hrossarækt 25 milj Eiga hestaeigendur ekki bara að rækta sín hross á eigin kostnað það er mín skoðun.

Innheimta meðlaga 4,9 milj Hvers vegna er þjóðin að borga fyrir innheimtu meðlaga á ekki skuldari að borga innheimtukostnaðinn.

Kirkjan almennur rekstur 1.472,9 milj kirkjumálasjóður 292 milj Kristnisjóður 94,5 milj kirkjugarðar 938,9 milj Sóknargjöld öll trúfélög 2.273 milj Jöfnunarsjóður sókna 379 milj.
Verð að viðurkenna að mér þykir vel í lagt hér myndi kannski skilja það ef að athafnir væru síðan ókeypis en það er aldeilis ekki.

Tryggingarsjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga  21,9 milj Eru sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki sjálfstæðir og þannig ekki á ríkisjötunni sumir starfa allavega sjálfstætt til að þurfa ekki að greiða sömu skatta og aðrir Væri gaman að vita hvað þetta er, hef ekki hugmynd um það og upphæðin er ekki stór en samt. Ein kók er ekki stór í heimilisbókhaldi en smáu upphæðirnar telja þegar upp er staðið.

Þetta er það sem að ég myndi taka til nákvæmari skoðunar í mínu heimils bókhaldi og ég er nokkuð viss um að það væri hægt að finna þarna upphæð sem að jafngildir til dæmis því sem á að leggja á fólk í komugjöld á sjúkrahús.

 


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brátt í brók

Sennilega hefur einhverjum orðið brátt í brók en það er virðingarvert að það á að þvo sér hendurnar á eftir.
mbl.is Klósetti og blöndunartækjum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki alveg í lagi

Tók að mér að passa í kvöld sem ekki er nú í frásögur færandi dóttir þurfti að skreppa eitthvað og ekki nema ljúft og skylt að líta eftir þeirri stuttu. Kvöldið leið við púsl og spjall og þegar geisparnir voru orðnir miklir var Stúart litla skellt í tækið og náð í Bínu sem er þvæld tuskudúkka að þeirri gerðinni sem að börn taka óhemju ástfóstri við.
Ekki nema gott um allt það að segja nema þegar sú stutta var alveg að sofna kom Afi ég vil súpa.

Eins og afa er siður rölti ég mér fram og náði í eitthvað að drekka handa barninu. Sniðugur sem að ég er sá ég drykkjarflösku með svona opna og loka tappa sem má súpa af og auðvitað gaf ég barnabarninu hana stórsniðugt ekkert hellist niður og hægt að súpa þegar legið er útaf.  Miklar eru framfarir nútímans. Ég helti mestu úr flöskunni en skildi eftir smá svona nóg til að svala þorstanum.
Við undum okkur þarna yfir Stúart litla smá stund og ég beið eftir að barnið sofnaði svo að ég gæti sagt dótturinni hve frábær afi ég færi að svæfa og passa þegar hún kæmi heim. En það var eitthvað ekki eins og það átti að vera dótturdóttirin virtist heldur vera að hressast.

Alt í einu fattaði ég að ég var ekki alveg í lagi það sem að ég hafði af gæsku minni gefið barninu að drekka svona sársaklaus djús var ORKUDRYKKUR Whistling

Nú veit ég af reynslu gott fólk að þó maður ætli að vera góður við  börn og barnabörn sín og gera þeim allt hið besta þá gefur maður ekki barni að súpa af orkudrykk þegar það er alveg að sofna nei það gerir maður ekki. Og kæra dóttir ég vona að þú náir að sofna fyrir miðnætti.- og ég fái að passa aftur áður en árið er liðið. Blush

Örþreyttur Afi.

 

 


En eitt rökrétt framhaldið

Eftir því sem að ég veit best eru sjúkrahús byggð upp fyrir skattpeninga okkar all stór hluti af tækjum sjúkrahúsa eru gjafir frá einstaklingum og hópum. Þetta er sennilega rökrétt framhald á því sem að á undan er gengið. Auðmenn náðu að blóðmjólka út allan okkar pening úr bankakerfinu og fyrirtækjunum nú er komið að því sem að við höfum lagt í heilbrigðiskerfið. Ég legg til að stofnað verði svokallað Alþýðusjúkrahús þar sem að félagasamtök geta verið viss um að sá tækjabúnaður sem að gefin er af frjálsum framlögum endi ekki sem mjaltavélar auðvaldshyggjunnar.


mbl.is Bærinn vill verja sjúkrahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn bitri sannleikur

Hinn bitri sannleikur er að það er 95% mannkyns alveg gjörsamlega sama hvað gengur þarna á stjórnmálamenn láta eins og þeim sé ekki sama ákveðin hluti almennings mótmælir en flestum er alveg sama þó að þarna látist fólk. Mannskeppnan er orðin svo heiladauð  á að horfa á endalaus dráp og misþyrmingar í frétta tímum að þetta kemur varla við neinn. Ef að menn vildu virkilega stoppa þetta væri það löngu búið  og sameinuðu þjóðirnar væru búnar að senda inn lið sem að stillti til friðar. Vopnin til þeirra detta ekki úr loftinu án stuðnings erlendra ríkja væri Ísrael gjaldþrota og ekki fært um að bíta frá sér. Ef tekið væri fyrir hvoru tveggja myndi átökum vera sjálf hætt.

En vilja menn yfirleitt hætta átökunum. 
Er möguleiki að einhverjum þyki nokkur  börn þó að það séu jafnvel nokkrir tugir barna ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir til að ná að hækka olíuverð til dæmis.

Ég spyr?


mbl.is Barist strax eftir vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörð samkeppni.

Mig langar að vita eitt Íslensk samkeppni virðist öll vera svona hægri vasinn í samkeppni við vinstri vasann það er vasarnir á sömu gallabuxunum keppa eða hendurnar á sama skrokknum eða fyrirtæki í eigu sömu aðila sem að oftar en ekki hafa yfir að ráða fleiri kennitölum heldur en upphæð talnanna sem að mynda nafn dýrsins. Ef að þessi samkeppni hér á landi er hörð samkeppni. þá langar mig bara til að vita hvernig veik samkeppni er ????????.


mbl.is Stjórn Teymis: Tal og Vodafone í harðri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt

Þetta rökrétt hjá Bjarna ætli Evrópu andstæðingar og vinir Íslenska lýðveldisins séu ekki í rólegheitum að fylkja liði.


mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband