Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Sorgleg þróun

Ég finn til með lögreglumönnum að þurfa að standa í þessu en virði þá fyrir að standa sína vaktina, óháð því hvernig þeirra persónulega staða er. Þeir eru margir í sömu stöðu og við hin og það eru einnig margir alþingis menn og aðrir sem að núna verið að níða niður á meðan að ekki fellur styggðaryrði  móti þeim sem að í raun orsökuðu fallið.
Mótmælendum hefur orðið tíðrætt um að fá hingað erlenda sérfræðinga til að stjórna landinu kannski er margt til í því. En hversvegna ekki að fá hingað erlenda sérsveit sem þjálfuð er í að halda uppi lögum og reglu þá gætu Íslenskir lögreglumenn staðið til hliðar og þyrftu ekki að standa undir ásökunum um að mismuna fólki vegna einhvera hagsmuna eða þurfa að óttast um f´ölskyldur sínar eftir nafnabirtingar.
Ég sé fyrir mér deild úr frönsku eða þýsku óeirðalögreglunni með búnað sinn og þá dagskipun að sjá til þess að friður ríki í borginni og að þeir sem að vilji mótmæla geti gert það án þess að lenda í því sem að ekki er hægt að kalla annað en ástæðu lausar óeirðir engum til gagns og fáum til skemmtunar nema þeim sem að nautn hafa af slagsmálum.
Börn sem að eru að kasta eggjum í lögregluna á síðan að færa undir umsjón barnaverndarnefndar þegar í stað og jafnvel vista þau tímabundið á hænsnabúi þar sem að þau læra að egg er matur og mat á ekki að nota til að henda í annað fólk allra síst i kreppu.


mbl.is Börn að atast í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin haldi áfram

Síðustu dagar hafa verið athyglisverðir krafan um að stjórnvöld víki rís hærra og það er aðdáunarvert hvernig Geir heldur ró sinni ég held að sagan eigi eftir að dæma hann sem einn af öflugri stjórnmálamönnum Íslands.
Fólk kennir stjórninni um allt stjórnin felldi Glitni og orsakaði bankahrunið samt eru aðrar ríkisstjórnir í óða önn að gera slíkt hið sama en þá heitir það stjórnviska hjá fræðimönnunum.
Auðvitað svaf stjórnin á verðinum hún hefði átt að sjá að leiktjöldin sem að fjármálageirinn hafði sett upp voru gerð úr skæni en kannski er henni vorkunn kannski trúðu menn því einfaldlega að við værum svona klár. Það er ekki glæpur að vera of auðtrúa en það er ekki gott.
Mikið er talað um ábyrgð en hver er ábyrgð menntastofnanna og fræðimanna sem að menntuðu fólkið sem að setti okkur á höfuðið ætti ekki að líta þangað líka er ekki hægt að segja að það sé á ábyrgð þeirra sem að kenndu þeim kúnstirnar sem ullu því að allt fór á hliðina.
Þarf ekki hin akademíska hlið að líta í eigin barm það lýtur jú út fyrir það að mínu mati að út á markaðinn hafi streymt fólk velmenntað í hinum ýmsu fimleikum til þess ætluðum að búa til peninga og með hörmulegum afleiðingum. Á að fara fram á að allir þeir sem kenna meðhöndlun peninga segi af sér vegna þess að lærisveinarnir brugðust gjörsamlega siðfræðin virðist hafa gleymst.

Það er hrópað að stjórnin eigi að víkja en hvað á að koma í staðin það er ekki mikið talað um það ég sendi þingmanni sem vill stjórnina burt  spurningar á blogg hans i dag hann flokkar út spurningar á bloggi sínu lýðræðis ástin er ekki meiri en það. Þessar spurningar voru ef að ég man rétt.
Ef að VG kæmist að myndu þeir afþakka IMF lánið og ef svo til hvaða aðgerða myndu þeir grípa í staðin fyrir það.
Myndi VG afnema verðtryggingu.
Myndi VG frysta eigur þeirra sem taldir eru bera ábyrgð og hneppa þá í varðhald.
Hingað til hefur þessu ekki verið svarað enda ekki gott að svara það er mikið betra að fara fram með ómarkvissar fullyrðingar um hvað allt væri betra ef að stjórnin færi.

En hvað skeður ef að stjórnin fer ég trúi því þó að stjórnvöld hafi algjörlega vanmetið nauðsins upplýsingar gjafar að það sé verið að vinna bak við tjöldin dag og nótt til að vinna bug á ástandinu. Þannig að ef stjórnin fer frá og ný stefna tekur við myndi sennilega lánið frá IMF falla úr gildi samningar sem unnið er að gætu lent í upplausn er nokkuð sem að gæti til dæmis stöðvað þjóðir í að setja á okkur viðskiptabann fyrir að hlaupa frá skuldbindingum okkar. Það yrði okkur þungur baggi ef að svo færi. Það er ekkert ómögulegt það er ekki langt síðan að þjóðirnar tóku sig saman og stöðvuðu lán til okkar nema að við færum að þeirra vilja. Einnig kom fram í fréttum að ef við gengjum ekki frá okkar málum myndu Evrópskir bankar einfaldlega sjá til þess að við fengjum hvergi lán í framtíðinni. Það er því alveg augljóst að mínu mati að það er sama hver tekur við vandamálin verða þau sömu og lausnirnar svipaðar. Þetta veldur þvi að ég er og verð þeirrar skoðunar þangað til ég sannfærist um annað að það eigi ekki að kjósa á næstunni það sé einfaldlega ekki rétt að fara núna í að eyða tíma í kosningar og það sem að þeim snýr.

Hin góði prófessor sem er spámaður þessarar viku  kom með dæmi sögu sem að mikið heyrist núna. Ef barnið þitt keyrir á grindverk myndirðu virkilega lána því fjölskyldu bílinn og þessi saga er all nokkuð notuð til að sýna fram á að það eigi að víkja stjórnvöldum frá . Ég myndi lána yrðlingunum mínum fjölskyldubílinn þó þau keyrðu á grindverk því sennilega er það ein besta tryggingin fyrir því að það passi sig vel á grindverkum í framtíðinni og komi sér ekki í þær aðstæður aftur að það geri slíkt aftur. Við lærum nefnilega af mistökum en ofmetnumst af sigrum það er eðli mansins.


mbl.is Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Alveg  kórrétt hjá Geir og eiginlega bara ekkert meir um það að segja .
mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er rangt við það

Hin virti prófessor segir um að halda í  krónuna  
" Líklega myndi það samt þýða að gjaldeyrishöftum þyrfti að viðhalda í um það bil tíu ár hið minnsta, auk þess sem íslenskt hagkerfi yrði án tengingar við opna erlenda markaði og myndi að miklu leyti fara að snúast um landbúnað og fiskveiðar á ný"

Hvað er að því að byggja þjóðfélag á fiskveiðum og landbúnaði er ekki ein af frumþörfum mannkyns að hafa ofan í sig að éta. Nú svo gleymir hann stóriðjunni og fjölda mörgu öðru en hann gleymir ekki að ráðleggja okkur að ganga í samfélag heilagra. Samfélag sem að beitti okkur því sem að kalla má fjárkúgun fyrir ekki svo löngu. Ég sé ekkert að fiskveiðum og landbúnaði enda stundað hvoru tveggja og er hreykin af að lifa í þjóðfélagi sem að byggist á því

Hann segir líka " Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu bestu lausnina fyrir Ísland, því fyrr sem Íslendingar gangi þangað inn því betra fyrir Íslendinga. Þar að auki væri yfirlýsing um aðildarumsókn langskýrustu skilaboðin til umheimsins, um að íslenska stjórnkerfið vilji bót og betrun á því sem miður hefur farið."

Hvernig getur það verið besta lausnin fyrir þjóð að afsala sér yfirráðum yfir auðlindum sínum sem að við verðum að gera að mínu mati ef við förum inn og ég sé ekki nokkra tengingu milli aðildar umsóknar og þess að við verðum álitin betra fólk.  Er þetta nokkurs konar skírn þar sem að innganga í ESB jafngildir niðurdýfingu og fyrirgefningu syndana ég held ekki.

Við verðum einfaldlega að taka okkur saman í andlitinu og hefja hér viðreisnina en ekki að eiða orku og kröftum í að þrasa um hluti sem að í raun skipta ekki máli það eru ár þangað til við komumst í ESB það er þeir sem að vilja og en lengra þangað til við getum tekið upp evru það er þeir sem það vilja.

En uppbygging þjóðfélags á nýjan leik getur ekki beðið morgundagsins. Þar eigum við að taka til höndum á okkar eigin forsendum með nýjan stíl og byggja upp þjóðfélag sem byggir meir á manngildi heldur en mátti auðsins og mikilmennin eru þeir sem að láta sér annt um samferða menn sína um það snýst allt að lokum. ´



 

 


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómennska.

Bið afsökunar en ég gat ekki annað en hlegið

Ræningjar, sem brutust inn í íbúð eldri konu í Wales,á meðan konan var að horfa á sjónvarpið í Cardiff. sneru páfagauknum hennar úr hálslið þegar hún neitaði að afhenda þeim peninga.

Nú geri ég ráð fyrir að Cardiff sé í Wales en samt finnst mér þetta skemmtilegt orðalag.

Eyði síðan ekki orðum á illmennsku þeirra varðandi páfagaukinn en það má þó virða þeim það til smá miskunnar að þeir meiddu ekki konuna í Wales sem var að horfa á sjónvarpið í Cardiff.

 


mbl.is Rændu eldri konu og drápu fuglinn hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mannkynið að ruglast

Mér fannst það allavega núna í morgunsárið þegar ég var að horfa á barnasjónvarp með barnabarninu og sætar fígúrur tóku sig til og týndu blóm handa móðurfígúrunni. Nema hvað móðurfígúran varð svo sorgmædd yfir því að þau skildu týna blómin.  Boðskapurinn er semsagt horfin frá Rauðhettu sem að týndi blóm til að gleðja ömmu sína yfir í umhverfis sinnaða teiknimyndafígúru sem að heldur því að börnunum að það sé ljótt að tína blóm og gleðja sína nánustu. Ég er kannski einn um það en mér finnst þetta komið út í öfgar kannski er um að kenna að mannskepnan er að útrýma öllum náttúrulegum tengslum sínum í vitfirrtu borgarsamfélagi. Í dag er ljótt að týna blóm til að njóta fegurðar náttúrunnar og gleðja aðra á morgun verður bannað að ganga á grasi það hafi jú líf. Síðan lokar mannskepnan sig á bakvið gler svo að hún spilli ekki náttúrunni. Mikið er ég fegin að vera komin vel á miðjan aldur held að það verði lítið varið í það innan ekki svo langs tíma að vera af þessari tegund með þessu áframhaldi.

Fjárhættuspil

Mér skilst að það eigi að halda pókermót í dag og eitthvað er fjallað um að rannsókn gamals spilamáls sé að ljúka. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að lögreglan stoppar mótið í dag því að það er jú bannað að stunda fjárhættu spil á Íslandi. Það er ef að spilað er með minni upphæðir heldur en fjárhag lýðveldisins það er í lagi og ekkert gert í því

Rétt eða rangt.

Ég er hættur að trúa nokkrum sköpuðum hlut þar á meðal þessari frétt. I fréttum í kvöld var talað um skuldastöðu Íslands talin voru upp lánsloforð í löngum bunum og þau síðan reiknuð sem skuldir þjóðabúsins.
Hvaða bull er þetta maður skuldar ekki pening fyrr en hann hefur verið tekin að láni það er allavega það sem að ég lærði. Kannski nútíma hagfræði sé eitthvað öðruvísi.
En í mínum heimska haus vil ég meina að loforð frá Rússum um að lána okkur pening þýði ekki að við skuldum þeim þá upphæð. Og síðan er reiknuð greiðslubyrði út frá því kannski tökum við ekkert af þesum lánum.

Það er eins með þessa frétt ég ætla ekki að taka mark á henni okkur var líka sagt að bankarnir stæðu sterkir.

Ég hef aftur á móti tröllatrú á þeim mönnum sem rekið hafa hér framleiðslu og þjónustu fyrirtæki við erfið skilyrði að þeir nái að lifa af og halda áfram en að stór hluti þeirra fyrirtækja sem að hér um ræðir séu ehf fyrirtæki stofnuð í kringum bóluna.


mbl.is 30% fyrirtækja í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunaraðgerðir

Þetta er ósköp eðlilegt yfirskuldsett fyrirtæki sem hafa einokunaraðstöðu á markaði og geta mjólkað neytendur til blóðs án afskipta steingeldra stjórnvalda gera það auðvitað. Hvernig á annars að borga yfirtökurnar. Skoðið einfaldlega hvernig þessi fyrirtæki skiptu um eigendur síðustu árin. Skömmin er aftur á móti þeirra fyrirtækja sem að vegna minni skuldsetningar gætu verið neytendavænni en hanga aftaní þeim sem hækka eins og tjaldvagn aftan í slyddujeppa.
mbl.is Verð á eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara Ísland

Þetta á ekkert eingöngu við um Ísland vinnandi í þessu umhverfi hefur mér verið tjáð af erlendum birgjum að þetta sé ekkert sér Íslenskt vandamál Greiðslutryggingar fyrirtæki hafi hætt að tryggja fyrirtæki frá fjölmörgum löndum og í augnablikinu sé staðgreiðsla notuð í miklum mæli og ekki bara á Íslendinga


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband