Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvar er víkingseðlið.

Það væru mikil mistök hjá stjórnvöldum að aðhafast ekkert í málunum gegn Bretum á sama hátt og Gordon náði sér í prik með að lemja á okkur hefur Ríkistjórn vors ágæta lands gjörsamlega glutrað frá sér tækifæri til að sýna að hún sé stjórn fólksins í landinu ef hún höfðar ekki mál gegn Bretum. Það gefur þeim orðrómi byr undir báða vængi að það sé maðkur í mysunni og við séum í raun hryðjuverkamenn. Ég býð spenntur fram að eindaga málsins og vona heit og innilega að við förum að sjá smá agressivt framtak hjá stjórnvöldum það myndi allavega ekki skemma fyrir okkur sem en erum því fylgjandi að þessi stjórn geri það sem að hún var kosin til það er að stjórna landinu í blíðu og stríðu. En gleymi sér ekki í að þrasa um málefni sem að engu skipta í því sambandi eins og ESB. Það sem að liggur á í dag er að sigrast á kreppunni síðan er nógur tími til að skoða undir pilsfald Evrópumaddömunnar sem að mínu mati er ekki fýsilegur kostur til viðveru.


mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó þið sprengjuóðu

Til minna sprengjuglöðu landa sem að gætu slysast til að lesa þetta og skemmta sér nú við að sprengja öll kvöld sem mest þið megið. Gerið það fyrir mig að hugsa til þess þegar að þið sprengið þessar kökur ykkar milli hárra húsa svo að allt leikur á reiðiskjálfi að fyrir innan helming eða meira af hinum hálfdimmu gluggum er móðir eða faðir að reyna að svæfa barnið sitt. Læðist síðan fram til að njóta kaffi bolla en BOMMM öll vinnan er unnin fyrir gíg og lítill ungi stendur volandi og heldur í rúmstokkinn glaðvaknaður. Þið verðir einhveratíma foreldrar og þá áttið þið ykkur á þessu. En þangað til endilega verið svo vænir að færa ykkur svolítið frá íbúðarhúsnæði.

Steingrímur á villigötum.

Steingrímur er á villigötum í daðri sínu við Samfylkinguna hann á auðvitað að gefa flokknum sem hann á samleið með undir fótinn. Tala við Geir Harde og mynda með honum stjórn þar sem báðir eru i stjórn allan sólarhringinn og stjórnvöld gera annað en að standa við hafið og mæna til Brussel eins og ástsjúkar meyjar að bíða eftir komu heitsveina sinna af hafi.
mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði að þegja en

Ætlaði að þegja núna en eins og fleiri þá get ég ekki setið á mér að láta þá skoðun mína í ljós að mér finnst rangt að draga barnunga einstaklinga inn í þessi mótmæli.
Börn hafa fullt til málana að leggja og hluti sem við höfum gott af að hlusta á en þau eiga að fá að njóta æskunar í friði eins lengi og mögulegt er.

Þannig að mér finnst þetta misráðið af forustu mótmælenda

 


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum þjóðfélagið

Vér mótmælum öll og velflestu, mómælum Geir, Davíð, Stjórninni, Seðlabankanum, Stöð 2, sumir mótmæla þeim sem ekki nenna að mótmæla og aðrir mótmælendunum. Á morgun verða síðan ný mótmæli. En skila þessi mótmæli árangri jú sum önnur ekki, sigrar hafa unnist en var það vegna mótmæla eða bara einfaldlega hlutir sem hefðu skeð skoðanir eru örugglega skiptar um það. Stjórnvöld sitja þó enn okkur sem það viljum til gleði en mótmælendum til angurs. .

Það er ekkert leyndarmál að ég er á móti mótmælum sem að snúast upp í eignasemdir ég hef líka ekki mikla trú á að mótmæli skili árangri svo set ég líka spurningu við hvort að það eigi yfirleitt að láta undan mótmælum. Það endar að mínu mati með því að fámennir þrýstihópar stjórna orðið í staðin fyrir lýðræðiskjörna fulltrúa góða eða lélega.

Ég held að allir séu sammála um að það þarf að byggja hér upp betra þjóðfélag þjóðfélag jafnari skipta minni græðgi þjóðfélag sem að býr betur að þegnunum en til  þess þarf stefnu þá stefnu hef ég ekki enn séð koma fram í þeim mótmælum sem að ég hef séð en viðurkenni fúslega að ég veit ekki um allt sem að farið hefur fram. Það er stefna í sjálfu sér að vilja stjórnvöld burt en hún nær ekki lengra heldur en að þeim punkti hvað vill fólk í staðin hverja vill fólk í staðin. Það getur ekki verið að fólk vilji algjört stjórnleysi þó kannski sumir en það er algjör minnihluti er ég viss um. Stjórnvöld hafa þó sett fram stefnu þó að mörgum finnist hægt farið en það er stefna samt.

Hvað er það sem að byggir upp þjóð og stefnu hennar annað en fólkið sjálft og ef fólkið vil breytingar og hlutir eru ekki að þeirra skapi eru fleiri leiðir en bein mótmæli sem að hægt er að beita. Ég er til dæmis öskureiður út í þá sem að spiluðu með fjöregg þjóðarinnar en ég er enn með internet tengingu frá einum þeirra ég er enn með banka reikning i sama banka og fyrir hrun sem er reyndar sparisjóður en ekki samt alveg saklaus ég kaupi enn vörur í fyrirtækjum þeirra en hef þó reynt að minnka það þannig að ég held enn uppi sama ástandi og var fyrir hrun ég er meðvirkur.

En getur fólk einfaldlega ekki breytt þessu sjálft.

Það hefur fjöldi bankastarfsmanna misst vinnuna og fjöldi fjárfesta er reiður yfir tapi sínu af hverju stofnum við ekki sparisjóð og sköpum þeim vinnu og fjárfestunum fjárfestinga möguleika fólk myndi síðan færa viðskipti sín þangað. Það myndi breyta meiru á einum klukkutíma heldur en daglöng mótmæli ef að sá fjöldi fólks sem að mætir á Austurvelli myndi mæta í bankann sinn og segja hey ég ætla að tæma reikninginn minn og færa hann.

Af hverju ekki að stofna nýja verslun sem að endurvekur þá stefnu að verja kjörin og við snúum okkur að þeirri verslun eða þeirri verslun sem að stendur sig best að mati fólksins það myndi neyða fram samkeppni og að lokum lægri verð það mætti meira að segja bjóða upp á heimkeyrslu. ASI rak verslun upp á höfða í kringum 93 ef ég man rétt.
 
FIB reyndi að vera með tryggingar hér endurreisum það og reynum aftur. En þá verður fólk líka að skipta yfir.

Það hefði meiri áhrif á á fjölmiðil eða símafyrirtæki ef 1000 manns kæmu og segðu upp áskriftinni heldur enn daglöng mótmæli sem að auka jafnvel áhorf og auglýsingatekjur ef fólk er ósátt við eigendur á annað borð. 

Fólk getur því mótmælt á marga vegu til dæmis með breyttri hegðun og neyslumunstri og ég tel að það sé mun vænlegra til árangurs. Í ofangreindum aðgerðum felst styrkur fjöldans fyrirtæki eru lítils virði án fólksins sem að hefur viðskipti við þau en spurningin er einfaldlega sú hvort að við séum tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til að ná fram breytingum.
Það er eitthvað sem krefst þess af okkur sjálfum að við leggjum eitthvað af mörkum eins og til dæmis breitt hegðunarmynstur og  hættum að fara í næstu matvöruverslun eða þá  neitum okkur um farsíma eða sleppum uppáhalds sápunum okkar.
 
Ég er ekkert viss um að ég sé fær um það sjálfur þannig að ekki gagnrýni ég aðra en ég held að þetta sé í raun það eins sem að myndi virka þjóðfélagið hegðun þess og gerð er nefnilega gerð úr okkur sjálfum ekki stjórnvöldum og ekki útrásarvíkingum og einu breytingarnar sem virka felast í þvi hvernig við sjálf breytum hegðun okkar. Að mínu mati.


Sýnir myndbandið allt ?

Ekki veit ég það eða hver hefur rétt eða rangt fyrir sér en bendi á blogg Salvarar Gissurardóttur um reynslu hennar af mótmælunum. Kannski fannst mönnunum sér ógnað og það er vitað mál að myndskeið sem sýnd eru í þágu beggja aðila eru aldrei 100% marktæk hvar er byrjað hvar er klippt og hvar er hætt. Þetta er eins og gróðurhúsaáhrifin það skiptir öllu hvar meðaltalið er tekið til að fá þá niðurstöðu sem að maður vill.
mbl.is Taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum flugelda

Bara að banna þetta við hásir með særindi í hálsi líðum vítiskvalir þegar að púðurreykurinn liðast um götuna. Það verður að keyra með þokuljósum svo að hægt sé að fara á milli staura á miklu brautinni. Tala nú ekki um hávaðan sem að yfirgnæfir sjónvarpið og heimabíóið svo verða slys af þessu.
Því legg ég til að bannað verði að skjóta upp flugeldum ekki seinna en núna svo að atburðarrásin verði ekki sú sama á þrettánda bönnum svo hlátur líka hann truflar. W00t Devil

Í alvöru þá er sennilega á 10 ara fresti sem að aðstæður eru þannig að svifryk mengar önnur ár er það hending hvert flugeldarnir fljúga vegna roks og ef við eigum við andateppu að stríða hljótum við að geta lokað glugganum í nokkra tíma.
Það er yndislegt að horfa á heilu fjölskyldurnar norpa í nístingskulda og roki vinnandi að því saman sem ein heild að reyna að sprengja sig í loft upp.  Það vekur alltaf upp barnið í mér. 

Síðan auglýsi ég eftir einhverjum sem nennir að skjóta upp flugeldunum mínum á þrettánda barnabarnið er ekki orðið nógu gamalt til að halda á vindlinum fyrir mig og það er ekki eins mikil fjölskyldustemming i því að reyna bara að sprengja upp sjálfan sig.
mbl.is Svifryksmengun um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bera ábyrgð á sjálfum sér.

Er sanngjarnt að kenna ráða mönnum um allt sem miður hefur farið. Ég er ekki að tala um spillingu, andvaraleysi í stjórnsýslu eða einkavina væðingu heldur þá staðreynd að það er að verða stutt í að ríkisstjórn verði kennt um tíðarfar almennt og allt sem að okkur finnst miður fara. er það sanngjarnt. Við erum ábyrg fyrir okkur og okkar lífi sjálf allavega vil ég hafa það þannig.
Ég tel til dæmis ekki hægt að horfa framhjá því að í sumum tilfellum berum við sjálf einhverja sök á því hvernig komið er og getur það verið einn af þeim hlutum sem að gerir okkur erfitt fyrir þessa dagana það er að horfa í eigin barm. Það er miklu betra að benda á einhvern annan.


Par keypti sér íbúð á árinu 2007 og buðu í hana 1000 000 meira en sett var á hana enda var hún a góðum stað og myndi bara hækka í verði samkvæmt mati fróðra manna. Þau tóku 100% lán fyrir kaupverðinu jafnvel þó að Seðlabankinn spáði allt að 30% lækkun á íbúðaverði og mörgum aðilum á markaði bæri saman um að húsnæðisverð væri allt of hátt. Parið fór að  ráðum þjónustufulltrúa og fasteignasala og keyptu íbúðina sem er að verða verðminni en lánið sem að á henni hvílir. Þetta er auðvitað bara ríkisstjórn Íslands að kenna enda mótmælir parið á hverjum laugardegi ásamt fasteignasalanum falli fasteignaverðs..
  
Doddi ákvað að endurnýja litla rauða bílinn sinn og fá sér annan nýjan í febrúar árið 2008 hann hlýddi ráðum rágjafa og fjármögnunar fyrirtækja og tók myntkörfulán enda verið mikið fjallað um hvað þau væru hagstæður lánakostur og bankar allt að því ullað á Seðlabankann þegar þeir hrósuðu sér af því hvað þeir væru góðir við almúgann að veita honum svona góð lán. Nú er bílinn orðin verð minni en myntkörfulánið og afborganir tvöfaldar frá því í byrjun.  Doddi er hundfúll út í ríkisstjórnina enda að sjálfsögðu allt henni að kenna það breytir því ekki að um fátt var fjallað meira á þeim tíma sem að Doddi tók lánið en að gengi Íslensku krónunnar væri allt of hátt skráð og gæti ekkert annað en fallið og það  verulega.


Pési  vildi verða ríkur og ákvað að kaupa hlutabréf hann fór í bankann og fékk þau ráð að taka millu í lán  og nota einnig sparifé sitt til kaupa i einhverri grúppu sem nú er komið í ljós að var í raun bara þeytivinda með vel  uppblásið verðmæti  í eigu eiganda bankans. Nú á Pési mínus eina millu. Sem er náttúrulega bara ríkisstjórninni að kenna það breytir því ekki að Pésa datt ekki í hug að eitthvað væri athugavert við að Íslensk hlutabréf væri stórustu hlutabréf í heimi.
  
Þjónustu fulltrúi benti hjónakornum á að það væri mikið betra að endurfjármagna lánin á íbúðinni Íbúðalánasjóðslán með 6,1% vöxtum væri alveg glatað og vegna þróunar á markaði sem væri á uppleið og ekki nokkurt útlit fyrir að hann lækkaði svo neinu næmi ættu þau núna í eigið fé í íbúðinni mun meira en  þessar 3 millur sem að þau hefðu lagt í hana í byrjun. Þau endurfjármögnuðu íbúðina með láni að  90 %  verðmæti hennar samkvæmt mati. Þau fóru i mánaðar undanlandsferð um sumarið keyptu jeppa og fellihýsi endurnýjuðu eldhúsið fyrir jólin og fengu sér flatskjá. Í dag er verðgildi íbúðarinnar minna en það sem hvílir a henni þetta er náttúrulega bara ríkisstjórninni að kenna að þeirra mati.

Hjón á miðjum aldri sem hafa lifað Ólafslög Sigtúnsfundi tvö núll aftan af krónunni kreppuna kringum 90 og margt fleira sátu fyrir framan þjónustufulltrúa sem benti þeim á að það væri mun hagstæðara fyrir þau  að endurfjármagna hana með láni frá bankanum.
Eftir reikisdæmið þá kom í ljós að það var nokkur árafjöldi áður en ágóði yrði af minni afborgunum meira að segja lengri tími heldur en tíminn fram að endurskoðun vaxta á láninu. Það var greinilega lítill áhugi hjá hjónunum svo þeim var bent á að þau gætu fengið stærra lán en hvíldi á íbúðinni vegna hækkunar fasteignaverðs. Langar ykkur ekki að ferðast fá nýjan bíl eða þá kaupa hlutabréf sem eru góð ávöxtun til elliáranna. Gamaldags sem þau voru langaði þeim ekki í neitt sem að þeim fannst þau ekki eiga fyrir.  Það er enn langur vegur á að íbúðin þeirra lækki í verði þannig að eignarprósenta verði sú sama og fyrir uppsveifluna. Þau kenna mönnum sem fóru óvarlega með peninga um hvernig komið er í fjármálum en skamma ríkistjórnina fyrir andvaraleysi og munu refsa henni 2011 ef hún hefur ekki bætt sig.

Það sem ég er að reyna að segja er að fólk verður líka að horfa í eigin barm það þýðir ekkert að kenna stjórnvöldum um allt sem fer illa í lífi okkar við viljum ekki að stjórnvöld séu með puttana í daglegu lífi okkar en við verðum líka að vera ábyrgð gerða okkar og láta ekki glepja okkur með óraunverulegum gylliboðum. Það var löngu vitað að íbúðarverð var komið úr öllum böndum og það er líka vitað að fólk hefur stundum teygt sig allt of langt við kaupin með tilheyrandi vandræðum.  Það er þekkt staðreynd að fyrir innkomu bankana á húsnæðismarkað voru  peningar millifærðir milli ættingja  til að sýna betra greiðslumat svo fólk fengi hærra lán til að geta keypt dýrari íbúðir en að greiðslugetan réð við svo fór allt til fjandans og engin réð við neitt. Of ´fjárfesting er ekkert nýtt en fólk verður að sníða sér stakk eftir vexti.

Það að ætla að kenna stjórnvöldum um allt er afskaplega einfalt og að það er ekkert sjálfsagt að stjórnvöld eigi að koma til hjálpar hvers eiga gamaldags hjónin sem aldrei hafa farið of geyst og alltaf gætt varkárni að gjalda, af hverju eiga þau að borga fyrir þá sem fóru offari og reistu sér hurðarás um öxl. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að bankarnir hefðu ekki fallið og krónan dáið þá hefði gengið fallið og atvinna minkað og fjöldi fólks lent í vandræðum einfaldlega vegna óvarkárni í fjármálum. Ég sé ekki að stjórnvöld þurfi að biðjast afsökunar á því heldur þarf fólk að líta í eigin barm og læra af reynslunni og fara varlegar næst.
 
1995 keypti maður íbúð verð hennar var 1,2  sinnum árslaun hans hann seldi hana árið 2000 fyrir 1,8 árslaun sín hún var á sölu 2007 og þá á 4 földum árslaunum hans. Það þarf ekki sprenglærða menn til að sjá að svona er ekkert annað en blaðra og sé blásið í þær nógu mikið springa þær allar með hvelli.

 

I elska ESS

Hér er á ferðinni afleiðing aðgerða hennar Valgerðar blessunarinnar þegar hún skellti hér í gegn evrópulögum um frjálsa samkeppni í sölu orku þetta var fyrirséð og á einungis eftir að versna þangað til sennilegra verður aftur hagstæðara fyrir landsbyggðina að kynda með olíu. Raforkulögin voru mikið slys.
mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband