Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
26.1.2009 | 23:07
Áhugaverðir tímar.
Oftar en ekki afsaka þeir sig seinna á því að hinir hafi klúðrað svo miklu að þeir hafi bara ekki getað lagað þetta. Það er dagljóst að það hafa verið farnir af stað samningar á milli flokka áður en sól sást í dag Steingrímur svaraði fimlega að hann hefði ekki talað við neinn Í DAG alltaf með áherslu á í dag. Gæfulaus fréttamaður hafði aldrei rænu eða vilja til að spyrja hvað hann hefði gert í gær.
Ingibjörg sagði síðan að hún hefði aldrei talað við neinn. Bæði segja sennilega satt miðað við framsögnina.
Síðan eru það stóru orðin mun láninu til IMF verða skilað mun sólin skína þegar Davíð er farin mun krónan hækka eða atvinnu vegirnir lifna við já og mun þessi stjórn fella niður verðbæturnar eða frysta eigur útrásarvíkingana. Við munum bíða og sjá og kannski sýnir framtíðin okkur ný andlit á Austurvelli andlit sem munu aftur hrópa vanhæf ríkisstjórn en þá önnur andlit en í dag og hrópin gerð að öðru fólki en í dag það er að hluta til.
Þetta mun framtíðin leiða í ljós.
Minnihlutastjórn besti kosturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 10:50
Hreingerningin hafin
Hrósa Björgvin fyrir að segja af sér það mun hjálpa honum í framtíðinni því að eftir því sem að ég hef séð til hans á Samfylkingin þar góðan og heilsteyptan liðsmann sem stóð sig með afbrigðum vel á ögurstundu lýðveldisins.
Fyrir okkur landsmenn vona ég að breytingin sé til góðs en minni samt á að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 01:35
Ég er að pæla
Ég er að velta smávegis fyrir mér mjög margir mótmælendur koma úr hópi lista fólks. Bankar og fjármálastofnanir hafa verið helstu styrktaraðilar sama hóps. Má búast við því að í framtíðinni taki listafólk ekki við framlögum úr þessari átt eða munu þeir hætta að láta fé rakna til listrænna málefna vegna mótmæla í sinn garð. Þetta skaust svona inn í hausinn á mér fyrir svefninn að í raun rann smávegis af útrásargróðanum til þessa hóps og ég man ekki eftir öðru en að því hafi verið tekið fagnandi enda mikilvægt að styrkja listir og menningu og auðvitað vissi fólk varla hvernig hið raunverulega ástand var.
Ég er ekki að hallmæla þessu eða hneykslast á því á neinn hátt heldur finnst mér gaman að sögu sagan segir okkur svo margt um okkur sjálf. Við getum ekki leyst úr vandamálum dagsins í dag nema með grjótkasti og því að meiða hvort annað. En árið 1000 tókum við upp kristni með því að taka okkur blund undir húð. Hefur okkur farið fram eða aftur ég bara spyr.
Ég held að hefði flokkast undir stjórnvisku að fresta árshátíðinni aðeins er það ekki.
Mótmælum hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2009 | 13:34
Samir við sig
Obamadætur í dúkkulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 12:31
Gott mál
Frjálslyndir hafna ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 11:28
Hinir nytsömu sakleysingjar
Í langan tíma hefur verið mætt niður á Austurvöll til að mótmæla ríkisstjórninni nú er búið að boða til kosninga en samt á að mótmæla henni áfram. Af hverju jú það var aldrei verið að biðja um kosningar það var eitthvað annað nú er það utanþings stjórn stjórnlagaþing bara eitthvað annað. Hið rétta andlit mótmælana er því að koma fram hægt og rólega og ég óska þess að mótmælendum verði að ósk sinni því að þeir einstaklingar sem að þá stíga fram eru þeir sem að hafa staðið bakvið mótmælin. Ég er orðin eins gamall og á grönum má sjá og eitt hefur lífið kennt mér í alt að 100% tilfella að flest baráttu mál snúast um tvennt þegar búið er að taka af þeim umbúðirnar það er peninga eða völd og þá er sama um hvort er að ræða vegstæði í uppsveitum eða staðsetningu rafmagnsstaurs. Mér hlakkar til að sjá hverjir stíga fram á völlinn tilbúnir til að taka við þegar hinir nytsömu sakleysingjar hafa lokið starfi sínu. Í heiminum hefur alltaf verið einn Napóleon á móti einum Grána gamla og svo mun það vera meðan jörðin er byggð tegundinni Homo Sapiens.
Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 11:19
Rauðhetta og úlfurinn
Er þetta ekki einfaldlega lögmálið sá sterkari étur þann veikari. Við viljum hlaupa í fang þessara vina okkar í Evrópu og á norðurlöndunum en í raun eru þeir engir vinir okkar þeir eru eins og köttur við músarholu sem býður rólegur vitandi það að músin þarf að leita ætis. Snúum nú á þá gröfum önnur göng út úr holunni og gefum þeim langt nef. Hvernig væri nú að mótmæla við Norska sendiráðið.
En ég hef aldrei talið Normenn sérstaka vini okkar eftir veru mína í smugunni
Glitnir ASA var seldur sparisjóðum á undirverði: Vissu ekki um stöðu Haugan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 21:16
Gjörningur eða ólæti
Þetta og aðrar fréttir hafa leitt til þess að ég hef verið þeirrar skoðunar að mótmælendur hafi farið fram með offorsi og ég hef dregið taum lögreglu og stjórnvalda. En mér hefur þótt erfitt að trúa því að það fólk sem að hefur sést á myndum fjölmiðla geti gert svona hluti, margt af því með okkar bestu fyrirmyndum á sviði menningar og lista.
Þá eins og af himnum ofan mundi ég eftir gamalli frétt sem ef ég man rétt birtist þann 30 oktober 2006 um að drengir í læknaslopp hefðu klippt hárið af nakinni stúlku og síðan hefði verkefnið endað með því að einn þeirra pissaði yfir stúlkuna. Þetta var gjörningur hjá listaskóla nemendum.
Mér er létt ég hef auðvitað misskilið þetta allt saman og stjórnvöld og lögregla líka þetta er náttúrulega bara listrænn gjörningur og ekkert annað. Við gjörninginn hafa síðan bæst við rúðubrot og notkun eldfims vökva til að kveikja elda sem varpa birtu á gjörninginn. Allt saman greinilega stór misskilningur hjá mér og biðst ég afsökunar á afdalamennsku minni.
Það hlýtur að vera eina skýringinn á því að fólk leggur í þá vinnu að safna örnum sínum í plastpoka til að bera niður á Austurvöll og framkvæma þar gjörning:
Ef ætlunin var eitthvað annað þá er um all einbeittan brota vilja og góðan undirbúning að ræða því að þessar afurðir liggja nú ekki á lausu svona allt í einu.
En viðtalið við Hörð í dag var engin misskilningur og hef ég í dag beðið eftir því að hann axlaði ábyrgð sína á tungunni eins og Bjarni Harðar á þumalputtanum en þegar þetta er ritað hefur það ekki orðið raunin því miður og mér finnst það leitt því að ég trúði því að það myndi hann gera.
Sextándi mótmælafundurinn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 12:58
Ósk um góðan bata
Um leið og ég óska Geir góðs bata þakka ég honum fyrir það að hafa staðið vaktina og haldið ró sinni þrátt fyrir allt að því ómennskt álag og skítkast úr öllum áttum síðustu 100 daga.
Góðan bata og ég vona að þeir sem að taka við hafi gæfu til að feta í sömu fótspor.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 18:05
Á prik skilið
Það á að geta þess sem að manni gott þykir og því vil ég þakka Össuri þetta ásamt þeim Samfylkingamönnum sem að standa fastir fyrir það skapar fólki virðingu.
Það má alveg kjósa á árinu en við verðum að koma hjólunum af stað fyrst. Það skilar sér ekki inn í kjörklefana þó að reynt sé að kaupa sér vinsældir í augnablikinu með að vera meðvirkir í látunum sem að hér ríða yfir.
Viljum ekki stjórnarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |