Sorgleg þróun

Ég finn til með lögreglumönnum að þurfa að standa í þessu en virði þá fyrir að standa sína vaktina, óháð því hvernig þeirra persónulega staða er. Þeir eru margir í sömu stöðu og við hin og það eru einnig margir alþingis menn og aðrir sem að núna verið að níða niður á meðan að ekki fellur styggðaryrði  móti þeim sem að í raun orsökuðu fallið.
Mótmælendum hefur orðið tíðrætt um að fá hingað erlenda sérfræðinga til að stjórna landinu kannski er margt til í því. En hversvegna ekki að fá hingað erlenda sérsveit sem þjálfuð er í að halda uppi lögum og reglu þá gætu Íslenskir lögreglumenn staðið til hliðar og þyrftu ekki að standa undir ásökunum um að mismuna fólki vegna einhvera hagsmuna eða þurfa að óttast um f´ölskyldur sínar eftir nafnabirtingar.
Ég sé fyrir mér deild úr frönsku eða þýsku óeirðalögreglunni með búnað sinn og þá dagskipun að sjá til þess að friður ríki í borginni og að þeir sem að vilji mótmæla geti gert það án þess að lenda í því sem að ekki er hægt að kalla annað en ástæðu lausar óeirðir engum til gagns og fáum til skemmtunar nema þeim sem að nautn hafa af slagsmálum.
Börn sem að eru að kasta eggjum í lögregluna á síðan að færa undir umsjón barnaverndarnefndar þegar í stað og jafnvel vista þau tímabundið á hænsnabúi þar sem að þau læra að egg er matur og mat á ekki að nota til að henda í annað fólk allra síst i kreppu.


mbl.is Börn að atast í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorgleg þróun?  Já kannski, en þannig er það nú einusinni að kreppuumræðan hefur verið svo mikil að hún er að síast inn í heim barnanna.  Þau heyra dag og nótt um kreppu, spillingu, "djöfuls Davíð" og "andskotans aðgerðaleysi" etc. allan liðlangann daginn.

Mörg börn eru líka frá heimilum sem ástandið hefur nú þegar svo gott sem lagt í rúst.  Foreldrar þeirra missa vinnuna, missa húsin sín, eiga ekki fyrir mat, eiga ekki fyrir SKÓLAMATNUM og svo framvegis.

Það er EKKI lögreglan sem þú ættir að vorkenna hér.  Þetta er starfið sem þeir völdu sér.  En ekkert af þeim börnum sem ástandið er að bitna á, valdi sér inní hvaða heimili þau fæddust. Né heldur kusu þau þá aumingja sem hafa fálmað við stjórnvölinn allt síðasta ár, eða síðan ástandið varð þeim kunnugt.

Þú kallar þig "hreykinn faðir" og "montinn afi".  Mundu; að börn eru líka fólk.  Þau hugsa.  Þau hafa áhyggjur.  Og þau sannarlega óttast það sem koma skal.  Og þau eiga það skilið að á þau sé hlustað.

Jon Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jón Helgi algjörlega sammála þér að börn hugsa og börn eru fólk enda lifað einn með börnum minum þeirra uppvaxtar ár. En ég var frekar að hugsa til þess hvað illi því ef satt væri að þau litu á það sem skemtun að fara í bæin og henda í lögregluna mat. Ég er viss um að rótin að því liggur ekki hjá börnunum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.1.2009 kl. 18:09

3 identicon

Hugmyndin er meir en sennilega frá þeim sjálfum, engin beinlínis sendir krakkana niðrí bæ til að kasta einhverju í lögguna.  Aftur á móti væri miklu betra ef fólk hefði tíma til að útskýra þetta fyrir þeim.

ALLRA heppilegast væri þó ef ríkisstjórnin hefði þekkt sinn vitrunartíma og strax í Oct-Nov gefið dagsetningu á vorkosningar þannig að við hefðum sloppið við öll þessi vandræði.

Jon Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband