Ég er að pæla

Ég er að velta smávegis fyrir mér mjög margir mótmælendur koma úr hópi lista fólks. Bankar og fjármálastofnanir hafa verið helstu styrktaraðilar sama hóps. Má búast við því að í framtíðinni taki listafólk ekki við framlögum úr þessari átt  eða munu þeir hætta að láta fé rakna til listrænna málefna vegna mótmæla í sinn garð. Þetta skaust svona inn í hausinn á mér fyrir svefninn að í raun rann smávegis af útrásargróðanum til þessa hóps og ég man ekki eftir öðru en að því hafi verið tekið fagnandi enda mikilvægt að styrkja listir og menningu og auðvitað vissi fólk varla hvernig hið raunverulega ástand var.

Ég er ekki að hallmæla þessu eða hneykslast á því á neinn hátt heldur finnst mér gaman að sögu sagan segir okkur svo margt um okkur sjálf. Við getum ekki leyst úr vandamálum dagsins í dag nema með grjótkasti og því að meiða hvort annað. En árið 1000 tókum við upp kristni með því að taka okkur blund undir húð. Hefur okkur farið fram eða aftur ég bara spyr.

Ég held að hefði flokkast undir stjórnvisku að fresta árshátíðinni aðeins er það ekki.


mbl.is Mótmælum hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það var mjög áhugavert viðtal sem tengdist þessu í víðsjánni á föstudeginum fyrir viku síðan (16. janúar). Ég ætlaði að pósta link hérna, en sem stendur er gagnagrunnur Rúv í einhverri steik þannig að ég kemst ekki í viðtalið- endilega tékkið á því á morgun. Skemmtileg pæling um það hvort listir eigi yfir höfuð að vera styrktar af fyrirtækjum eða einstaklingum.

Bestu kveðjur og takk fyrir góða pælingu

Völundur Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:23

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held það sé nú fyrst og fremst það að linsur ljósmyndaranna renna gjarnan á þekkt andlit - sem reyndar eru auk þess oft ljósmyndavæn andlit og m.a. þessvegna fræg. - Svo það rennur allt saman að sömu niðurstöðu - þekkt andlit birtast á myndunum vegna þess að linsur ljósmyndaranna finna þau og loða við þau þó þau væru ekki fleiri en vænta mætti sem hlutfall af öllu fólki.

- Ég þekki þetta vel sjálfur hef starfað sem fréttaljósmyndari með allskyns öðrum hlutum í 30 ár. Stundum er ég að taka um hríð af því fólki sem mér finnst myndast best þegar ég loks fatta eftirá að um þekktan einstakling var að ræða - það eru bara oft flottustu andlitin líka - og sviðsvön að auki og truflast því ekkert af myndvélunum.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.1.2009 kl. 05:37

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gæti verið já að það væri þannig að linsurnar stoppuðu gjarnan við þessi andlit. Samt af fréttum og öðru þá virðist þessi hópur vera mjög stór kannski ber minna á hinum almennu jóni og Gunnu vegna þess að þau eru a kafi í vinnunum sínum tveim og nota helgarnar til samveru með börnunum annarstaðar en á Austurvelli. Svo gæti líka verið hluti af þessu að fólk væri að leiða athyglina frá þessu með því að mótmæla sem hæðst. Ég er sammála Völundi  að það er spurning um hvort menning og listir eigi yfirleitt að vera styrktar af fyrirtækjum og einstaklingum ég vil líka bæta við ríkinu því er ekki þannig styrkur hömlur á list og litar hana af þeim hagsmunum sem að eru á ferðinni og á list einfaldlega að lúta einhverjum öðrum lögmálum en annað á hún bara ekki að vera sjálfbær.

Ég er ekki að tala um það þegar fyrirtæki ráða listamann í vinnu til að gera eitthvað verk enda er það ekki list það eru minnismerki

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.1.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband