Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hlutlaus hvað?

Ég vil benda á að ég tel Framsókn ekki hlutlausa í þessum gjörning hún er eiginlega möndullin í öllu saman og ef ekki er gert eins og Framsókn vill þá KABR'UMM eins og segir í teiknimyndasögunum. Nei Framsókn er ekki hlutlaus í þessu máli hún er gerandi og það þarf að liggja ljóst fyrir.

Vér Frjálslyndir eigum að standa langt frá þessum hrunadansi sem að nú á sér stað milli þeirra sem vilja komast að kjötkötlunum.


mbl.is Frjálslyndir ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

korter fyrir þrjú

YESSSSSSSSSSSSSSSS ég heyrði aftur minnst í morgun á OLE Ruhn eða Rön eða hvað hann heitir nú sá ágæti maður mikið var það gott að vita að þessi sálufélagi minn sem að birtist í öllum fréttatímum á síðasta ári væri nú komin á kreik eftir jólin og búin að jafna sig á steikinni og tilbúin aftur í að reyna að fá Íslendinga til að fórna sjálfum sér í gin Evrópska veldisins.

Ég spyr hvað er það hér sem að ESB liggur svo mikið á að ná það þarf að finna það strax mig grunar svarið en það þarf að staðfesta það.
Eitthvað er það því að batteríið er engu skárra held ég  en maður var sjálfur korter fyrir 3 i Klúbbnum fyrir hartnær hálfri öld þegar þurfti að sannfæra einhvern af hinu kyninu um eigin mannkosti.
Og það leggst þannig í mig að áhugi sambandsins á okkur í dag sé ekki miklu göfugri en korter fyrir þrjú kenndir gamlingjans voru seinnipart tuttugustu aldar. Það er einhverskonar nýtingarstefna en ekki eintóm manngæska.

Annað og því beini ég til þeirra sem eru að reyna að koma okkur inn í batteríið.
Tæp 60% landsmanna eru mótfallinn inngöngu svo endilega ekki reyna að koma okkur inn i apparatið núna þá sést sú sundrung af þeirri stærð hér á landi sem  meira að segja Þorgeiri Ljósvetningagoða hefði ekki geta dottið í hug við kristnitöku.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti kannski skoða

Mætti kannski skoða málið og hjálpa útlendingum til að fara heim. Útlendingum  sem hér hafa verið í láglaunavinnu í alltof dýru húsnæði og hafa hreinlega ekki efni á því að fara heim aftur. Það gæti verið hjálp fyrir þetta fólk sem að í mörgum tilfellum á enga að hér og langar mest til að komast heim. Það er hér fólk sem vildi gjarnan komast heim.
 
Það myndi létta á vinnumarkaðinum. Svo er annað og það á við um mig sem aðra það er að í ástandi eins og nú er þegar lýtur út fyrir að ekki verði til peningar til að halda úti atvinnuleysissjóði á fólk að taka þá vinnu sem að því býðst. Það skiptir engu þó að maður beri einhverja gráðu maður er ekkert of góður til að vinna þá vinnu sem að tilfellur meðan annað er ekki að hafa.

Svona smá skrumskæling af þekktum orðum
Ekki spyrja alltaf hvað Ísland geti gert fyrir okkur heldur spyrjum hvað við getum gert fyrir Ísland.


mbl.is 18.000 á atvinnuleysisskránni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarstjórn

Eins og ég hef oft sagt áður endurtekur sagan sig í sífellu og því er ekkert óðeðlilegt við það að Framsókn sé nú farin að stjórna Íslandi aftur.
Hin nýja stjórn er í raun ekkert annað en stjórn Framsóknar ég heyrði í hinum nýja formanni þeirra í útvarpinu á leiðinni heim og það sem hann sagði er ekki hægt að túlka öðruvísi en svo að Framsókn styður VG og Samfylkingu svo lengi sem að þau gera eins og Framsókn segir.
Því er ekki um Langreyðarstjórn að ræða eða Baugstjórn þó svo mætti halda miðað við þekkingu forustumann Baugs  á verkefnaröðun hinar nýju stjórnar sem kom fram í frétt um hvalveiðar á visi.is .

Nei þetta er ekkert annað en Framsóknarstjórn því hver stjórnar það er auðvitað sá sem ræður og ræður ekki sá sem að leyfir hinum að gera það sem að þeir vilja, svo lengi sem að það sem þeir gera er það sem hann vill. Mér finnst það allavega vera skýrt dæmi um ráðandi stöðu.

Þetta er eitt af magnaðri útspilum í pólitík á Íslandi í langan tíma að mínu mati. Einar Guðfinnsson kemur fast á hælana með hvalaútspilið. Haldi svo fram sem horfir sparar þjóðin stórpening því engin þörf verður á leikhúsferðum með sama áframhaldi við höfum besta leikritið í beinni.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skilja konur.

Ég eins og sennilega margir aðrir karlmenn hef eytt hluta ævinnar í að skilja konur ég hef gengið að því verki sannfærður um að konur væru eins og við en í kvöld opnuðust mér nýjar dyr inn i hinn leyndardómsfulla heim kvenna þegar ég hlustaði á talskonu nýs framboðs. 
Það eru nefnilega margar tegundir kvenna til það eru ekki bara þessar hefðbundnu heldur eru til hægri konur vinstri konur og síðan en ekki síst miðju konur nú þarf ég að skilgreina þessa hópa og reyna að skilja konur upp á nýtt.


Íhlutun í Íslensk innanríkismál.

Ég tel að það sé í raun okkar innanríkismál hvort við veiðum hval eða ekki. Stofni veiðar ekki stofnum í hættu er sjálfsagt að nýta þá þjóðinni til hagsbóta.
Eftir því sem að mér skilst er hér farið eftir veiðiráðgjöf og að mínu mati er komin tími til að það sé veitt allstaðar úr lífkeðjunni. Við einfaldlega getum ekki látið það eftir okkur að velja þær tegundir sem að við veiðum til matar eftir því hvort að hluti almennings telur þær gáfaðri eða fallegri en aðrar.
Ég hef enga trú á að ljónið láti fegurðarskynið ráða þegar það veiðir sér til matar eins er um homo sapiens hann veiðir til matar og afkomu. Það væri þá nær að banna veiðar sem stundaðar eru til skemmtunar og eru ekki nauðsynlegar til öflunar lífsviðurværis. Ef við værum samkvæm sjálfum okkur myndum við banna þannig veiðar.

Ég er líka á móti hótunum en það þarf ekki mikinn lesskilning til að lesa á milli lína í þessari frétt að ef við veiðum hvali þá höfum við verra af. Er það sem sagt réttlætanlegt að kúga þjóðir til að gera það sem þeim er sagt.
Ef að það er það vinarþel sem að Svíar bera til okkar þá mega þeir bara eiga sig. Ég er á móti kjarnorkuverum en ég virði rétt Svía til að framleiða rafmagn með kjarnorku í eigin landi ég er á móti drápum á saklausu fólki en ég skipti mér ekki af vopnaframleiðslu Svía sem er nokkuð stór hluti af þeirra þjóðarframleiðslu. Ég einfaldlega styð Svía í því að ákveða hvernig þeir lifa í eigin landi og fer fram á að þeir sýni okkur sömu virðingu.
mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Íslendingar eignir erlendis.

Ég tafðist í viðræðum við sjálfan mig um stofnun hins Joníska jafnaðarflokks þegar ég datt um frétt á Vísi.

Í fréttinni segir nafni minn
"Hvalveiðar skaða eignir íslendinga erlendis sem aldrei hafa verið eins verðmætar fyrir íslenska þjóð og núna. Ég vona að ný ríkisstjórn taki á þessu strax og láti þetta vera sitt annað verk að snúa þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra," segir Jón Ásgeir. Tilvitnun lýkur.

Voru ekki allar eignir brunnar upp þarna úti og ekkert nema tap kannski er þarna peningurinn sem að ný stjórn ætlar að nota í Bjargráðasjóðinn sinn. Áfram nú Álfheiður og standa við stóru orðin

 Það er einnig athyglisvert að nafni vonar að það verði annað verk nýrrar ríkisstjórnar að fella þessi lög úr gildi. Skildi hann vita nú þegar hvað fyrsta verkið verður. Það skildi þó ekki vera brottvikning Davíðs og það skildi þó ekki vera að það séu meiri tengsl milli nafna og Samfylkingarinnar og kannski VG heldur en fólk vill vera láta. Allavega virðist hann vera viss um að það er eitthvað fyrsta verk sem nú er ákveðið þannig að næsta lausa pláss er verk númer tvö.

Samsæriskenning ??? kannski


100 flokka stjórn

Við erum back too the eighties nú sjáum við fram á ítalskt ástand hér næstu árin með fullt af samsteypu stjórnum. Ég kem aftur í kvöld með stefnuskrá míns flokks sem að ég hef ákveðið að stofna vegna þess að mér finnst ekki nóg tilliti tekið til minna sér jónisku þarfa í þessu sökkandi lýðræði því mun minn flokkur stefna að ólýðræðislegum breytingum á lýðræðislegri stjórnarskrá sem að flækist bara fyrir.

 


Breyttir tímar.

Það er margt sem að veldur manni áhyggjum þessa dagana líka margt sem að gleður.
Það virðist vera að komast á ný stjórn því miður þá verð ég að segja það að ég hef ekki mikla trú á að sú stjórn gagnist þeim geira sem að ég starfa við sem er þjónusta við skipa og orkuiðnað.
Vinstri stjórnir hafa hingað til ekki skilað miklu til þess geira þjóðfélagsins að mínu mati og ekki hef ég trú á að VG verði framsækið í að hefja ný verkefni í uppbyggingu í iðnaði á næstu hundrað dögum. Hef frekar trú á að þeir leggi áherslu á önnur mál.

Að mínu mati verður vandamál við uppbyggingu framtíðar atvinnuvega þjóðarinnar hver menntastefnan hefur verið undanfarin ár við höfum lagt allt of litla áherslu á iðnmenntun í landinu og eins og ég benti á hér á bloggi mínu fyrir ekki margt löngu er líklegt samkvæmt hlutfallareikningi að ef bíllinn þinn bilar í Ártúnsbrekkunni og þú þarft hjálp að 49 lögfræðimenntaðir og 58 viðskiptamenntaðir keyri framhjá þér áður en að fyrsti bifvélavirkinn sést svipað hlutfall er á milli annara stétta. Þú hefur því meiri möguleika á að lögsækja þann sem seldi þér bílinn eða að fá viðskiptalega ráðgjöf um ný bílakaup heldur en að fá gert við hann .

Þetta á eftir að valda vandamálum við að reisa hér allt úr rústum því að til þess að gera það þurfum við að framleiða vörur til útflutnings vörur geta líka verið hugbúnaður og ýmis hátækni varningur en það breytir því ekki að til að framleiða margt af þessum varning er ekki lengur til mannskapur með viðeigandi menntun í landinu.

Af hverju segi ég það jú vegna þess að nú í atvinnuleysi sem hefur ekki verið meira í langan tíma heyrir maður auglýsingar þar sem óskað er eftir mönnum menntuðum á þeim sviðum sem snúa að viðhaldsvinnu í iðnaði að það þurfi að auglýsa eftir mönnum á þessu sviði þegar atvinnuleysi er eins mikið og nú er gefur til kynna að framboð á starfskröftum sé of lítið og of lítil áhersla hafi verið lögð á að kynna ungu fólki kosti iðnmenntunar og það sem hún hefur upp á að bjóða þegar valin eru framtíðar störf.

Eitt er víst að án iðnmenntunar og fólks sem tilbúið er að starfa við framleiðslu og verðmætasköpun munum við seint rísa úr rústunum.  

Þetta er einn hluti þeirrar peningavæðingar sem að átti sér stað hér á landi og er nú vonandi lokið. Innfæddir skiptast á pappír til að verða ríkir viðhaldsdeildir fluttar inn frá útlöndum, kjörum þannig haldið niðri svo að engum dettur í hug að læra viðkomandi fag.

Afleiðing þegar kreppir að og lífskjör verða ekki samkeppnisfær við þau lönd sem hið erlenda vinnuafl kemur frá fer það og eftir stöndum við þekkingin glötuð og það tekur óra tíma að vinna hana upp aftur og þar með samkeppnisfærni þjóðarinnar.


Góður Guðjón

Alltaf finnst mér formaðurinn grandvar í svörum hann er einn af þeim sem að mér hefur fundist bera af öðrum í Íslenskum stjórnmálum undanfarið. Kannski ekki maður hinnar líðandi stundar en miðað við þá ólgusjói sem hann hefur þurft að sigla verið orðvar og lítið fyrir sleggjudóma og skítkast reyndar hefur mér þótt hið sama um Geir H. Kannski er maður bara svona litlaus að vera lítið fyrir hávaðan.

 


mbl.is Óvíst með Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband