Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Skjóta fyrst spyrja svo.

Getur einhver sent mér tengil þar sem hægt er að lesa þetta álit Sameinuðu þjóðanna í heild sinni  og einnig fræðast um nefndina sem fór þarna út á okkar vegum og hvaða rannsóknir lágu að baki þeirri skýrslu sem að hún skilaði. Þetta er að mínu mati allmikið alvöru mál og mér langar að fræðast betur um það. 
Það er ekki léttvægt að það komi frá Sameinuðu þjóðunum að litla Ísland þurfi að sakfella í fleiri nauðgunarmálum (í þeirri meiningu að við séum að sleppa nauðgurum) og dómar hér séu alltof vægir ég sem hélt að allt væri í góðu standi hér en vandamálin væru úti í hinum stóra heimi þar sem konur eru umskornar og grýttar eða jafnvel brenndar til bana við eldavélarnar.
Nei Sameinuðuþjóðirnar beina augunum hingað og vanda um við okkur því langar mig að vita hvaða gögn liggja að baki. Það er sitt hvað í fréttinni sem ég stoppa við.
Í fyrsta lagi skil ég ekki við hvað er átt þegar sagt er að staða kynjanna sé ekki jöfn i ferli nauðgunarmála. er tekið öðruvísi á nauðgun eftir kyni fórnalambs eða er átt við að sakamenn í þessum málum fái sérmeðferð sem er alvarlegt ef satt er.
"Guðrún bendir á að undanfarið hafi kærum fjölgað hratt en dómum hafi ekki fjölgað að sama skapi"
Getur verið að dómum hafi ekki fjölgað vegna þess að ekki voru næg gögn til sakfellingar og treystir Guðrún sér til að fullyrða að um sekt hafi verið að ræða þeim tilfellum þar sem að ekki féll dómur eða á bara að hengja menn svona just in case. Það hefur nefnilega komið fyrir og því miður ekki sjaldan að menn eru ásakaðir saklausir. Hér eru 2 dæmi frá hinum refsiglöðu Könum sem að taka ekki létt á svona málum
"This morning, more than 18 years after the Goldsboro native was incarcerated for life after being convicted of first-degree burglary, first-degree sex offense, first-degree rape and taking indecent liberties with a minor, in connection with the rape of a 12-year-old girl, Wayne County Superior Court Judge Jack Hooks said the phrase Dail has longed to hear since March 30, 1989. “Mr. Dail, you are a free man,” Hooks said.  http://www.newsargus.com/news/archives/2007/08/28/innocent_after_18_years_in_jail/

"Robert McClendon was sentenced to prison in for a rape of a child he did not commit. He was convicted although there was no pyhsical evidence tying him to the crime. This man spent 18 years in prison labeled as a child pervert and probably had to fight eveyday to stay alive. Thank God for the Innocence Project taking up his case and finally getting a DNA test done that cleared the man
http://www.topix.com/forum/afam/T3VDKSH6V6NTMJDQP

Og fólk vill í alvöru afleggja sönnunarskyldu?

Í fréttinni segir "Þá leituðu 277 einstaklingar aðstoðar hjá Stígamótum vegna brota sem framin voru á árinu." hvað þýðir þessi setning að 277 einstaklingum var nauðgað að 277 einstaklingar voru lamdir að mínu mati er hún sett þarna til að sá fræi í hug fólks að 277 nauðganir hafi átt sér stað samhengið er þannig í fréttinni
Hér hefði átt að sundurgreina ástæður komu þessara einstakling því í þessum málum eins og öðrum þarf að vanda flutninginn. 
Nauðgun er gífurlega alvarlegur glæpur en við megum ekki gleyma því að hlutverk réttarkerfisins er að dæma fólk eftir sönnunum en ekki líkum þannig höfum við ákveðið að byggja það upp og að mínu mati mjög stór rök til að breyta því


mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag

Svona er nú Ísland í dag það er engin vafi á að menn eiga að borga skuldir sínar en það er heldur engin vafi á því að fjármagnsfíklarnir æða áfram í innleysingum sem að mest þeir mega og dettur manni stundum í hug að það sé gert í gróða skyni. Því meðan engin lög verja skuldarana geta þeir nokkurn vegin upp á sitt sjálfdæmi hirt eigur fólks á því verði sem að þeim sýnist. Hefur einhver leitt hugann að því að innan fimm ára verða okkar helstu lánastofnanir með hundruð þræla sem að þær blóðmjólka reglulega og sjá um að eigi ekki fyrir nema nauðþurftum þangað til að ríkið tekur við þeim á ellistyrknum og sennilega gera þær kröfur í hann líka. Ekki björt framtíð. Það er líka vandamál Ástþórs að hann skuli ekki búa í Afríku Jemen eða Palestínu þá mundi einhver stjórnmálaforinginn eða auðjöfurinn hlaupa til að hjálpa honum og fá mynd af sér í staðinn. 

Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að stofna og standa að söfnun en skora á einhvern hér sem kann það að gera það og senda út tilkynningu ég sleppi glaður einhverju smálegu og legg í púkkið


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek ofan fyrir Kanadamönnum

Svona á að vinna málin í samvinnu við þá sem til þekkja og búa á staðnum. Ég hef miklar efasemdir um að Bandaríska innanríkisráðuneytið viti mikið um eða hafi í raun áhuga á ísbjörnum og finnst miklu fremur að um svokallaðan pöpulisma sé að ræða í friðunaraðgerðum þeirra. Færri eru betur til þess fallnir til að fjalla um málið heldur en þeir sem málið varðar og sem að hafa afkomu sína af viðgangi stofnsins og það eru Inuitar en ekki stjórnmálamenn og ofurfyrirsætur. Svo má líka velta þessu upp frá öðru sjónarhorni, eru þessar sífelldu aðgerðir náttúruvernd. Við vitum að náttúran er í sífelldri þróun tegundir koma og fara og allt er breytingum háð. Umhverfisvernd í dag snýst orðið að mestu leyti um að stöðva alla framþróun og skapa staus qou hér á jörðu engu má breyta og allt skal vera njörvað niður til eilífðar. Ef umhverfisvernd hefði verið til 10.000 Bc værum við enn með trékylfurnar á hlaupum.
Varðandi hvítabirni  er þetta ágætislesning http://www.telegraph.co.uk/earth/main.jhtml?xml=/earth/2007/10/16/eabjorn116.xml 
Svo finnst mér þetta athyglisvert "In the 1960s, there were probably 5,000 polar bears around the globe. Forty years later - thanks largely to a reduction in hunting - the World Conservation Union (IUCN) counts five-times that many"
og þetta
"Campaigners like Gore usually base their claims about 'vanishing' polar bears on observations of just one population. This well-studied group in Canada's western Hudson Bay did decline from 1,200 in 1987 to fewer than 950 in 2004.
But back in the early 1980s, the population numbered just 500. In other words, it's actually doubled over two decades. The much-publicised 'decline' depends on when you start counting."

Mín skoðun er sú að áður en hlaupið er til og eitthvað gert af því bara þurfi að athuga málið greina vandamálið og athuga hvort það er vandamál yfirleitt. Svo á það að vera sjálfsagður hlutur i lífi hvers manns en ekki trúarbrögð að ganga vel um móður jörð og ekki sóa verðmætum að óþörfu.


mbl.is Næstu skref til verndar ísbjörnum íhuguð nánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Þá ættum við að geta snúið okkur að þvi að standa við leikskóla og dagvistunarúrræði hinna Íslanesku barna nú þegar búið er að redda þessu.
mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farinn

TIl barnanna ef þið lesið þetta eer farin til Sidney ekki bíða eftir mér mað matinn

kv
pabbi


mbl.is Karlaskortur í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á ég að gjalda

Já að vera ekki Pólverji eða Rúmeni og geta ekki farið rassgat heldur vera fastur hér á ættjörðinni með allt okrið og vitleysuna. Það er ekki einkeikið hvað maður er seinheppinn
mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru feministar ?

Á ekki að hrósa því sem vel er gert lika ekki vantar blogg rununa til að mótmæla þegar að karlmaður er ráðin í starf finnst að það megi líka vekja athygli á þvi þegar að farið er eftir þjóðfélagssýn feminsimans þó að ismar séu mér ekki að skapi. Óska Huldu til hamingju með starfið og óska henni velfagnaðar
mbl.is Hulda forstjóri Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað uppeldið

Þetta dæmi eins og fleiri sannfæra mig en betur um að ekki væri rétt að gera foreldra að glæpamönnum þó þeir hirtu börn sín aðeins. Skildi ökumaður bifreiðarinnar hafa áttað sig á því að ef eitthvað hefði komið fyrir á tryggingarfélagið rétt á að endurkrefja foreldra hans um það tjón sem að þáð þarf að greiða þar sem að þeir bera ábyrgð á honum
mbl.is Köstuðu eggjum í vegfarendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að standa saman

Vesturlönd þurfa nú að standa saman þangað til að Rússar yufirgefa Georgíu. Síðan þarf að fara skoða öll þessi brota brot af þjóðflokkum sem að eru út um allt og vilja sjálfstæði þa þarf að finna alþjóðlega lasun á þeim málum annars sjáum við WW 3 áður en langt um líður.
mbl.is Herskip með hjálpargögn kemur til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að snobba niður á við

Sá þetta á bloggi í dag um forsetafrúnna okkar. Er hægt að snobba niður á við og er einmitt ekki fölskvalaus gleði andstæða snobbs. Ég verð að viðurkenna það að forsetafrúin okkar átti ekki upp á pallborðið hjá mér í byrjun en það hefur breyst hún er bara hún sjálf og ég get ekki talið það snobb, Hvort sem að hún faðmar börn hálfnakta íþróttamenn eða bara Óla þá fær hún mann til að brosa hún er jú Dorit  og einfaldlega hún sjálf. Og ef ég þyrfti að velja á milli blævængs veifandi kóngafólks og forsetafrúar sem klofar yfir bekki í fögnuði vel ég bekkjaklofandi forsetafrúnna sem ekki er hrædd við að vera manneskja af holdi og blóði.  Við lifum á 21 öldinni og vitum að vald stjórnendana kemur ekki frá Guði heldur frá okkur í lýðræðislegum kosningum þar sem við erum jafnrétthá valdhöfunum sem að hafa valdið frá okkur og voru ein af oss aður en valdið var falið þeim, Það er því ekki hægt að snobba niður til okkar vegna þess að það er ekkert niður að fara við erum í sömu hæð og síst minni heldur en valdhafarnir.  En kannski finnst fólki valdhafarnir vera okkur æðri og eigi að standa á einhverjum óskilgreindum stalli eins og stytturnar á Austurvelli er það ekki snobb í sjálfu sér. Mér finnst Dorit rokka eins og unglingarnir segja og samgleðst henni þegar hún fagnar með okkur hinum.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband