Að snobba niður á við

Sá þetta á bloggi í dag um forsetafrúnna okkar. Er hægt að snobba niður á við og er einmitt ekki fölskvalaus gleði andstæða snobbs. Ég verð að viðurkenna það að forsetafrúin okkar átti ekki upp á pallborðið hjá mér í byrjun en það hefur breyst hún er bara hún sjálf og ég get ekki talið það snobb, Hvort sem að hún faðmar börn hálfnakta íþróttamenn eða bara Óla þá fær hún mann til að brosa hún er jú Dorit  og einfaldlega hún sjálf. Og ef ég þyrfti að velja á milli blævængs veifandi kóngafólks og forsetafrúar sem klofar yfir bekki í fögnuði vel ég bekkjaklofandi forsetafrúnna sem ekki er hrædd við að vera manneskja af holdi og blóði.  Við lifum á 21 öldinni og vitum að vald stjórnendana kemur ekki frá Guði heldur frá okkur í lýðræðislegum kosningum þar sem við erum jafnrétthá valdhöfunum sem að hafa valdið frá okkur og voru ein af oss aður en valdið var falið þeim, Það er því ekki hægt að snobba niður til okkar vegna þess að það er ekkert niður að fara við erum í sömu hæð og síst minni heldur en valdhafarnir.  En kannski finnst fólki valdhafarnir vera okkur æðri og eigi að standa á einhverjum óskilgreindum stalli eins og stytturnar á Austurvelli er það ekki snobb í sjálfu sér. Mér finnst Dorit rokka eins og unglingarnir segja og samgleðst henni þegar hún fagnar með okkur hinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Varð bara að kasta á þig kveðju afþví þú þekktir hann pabba minn

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir og það var gott að kynnast pabba þinum þó stutt væri hann var magnaður persónuleiki.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.8.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband