Skjóta fyrst spyrja svo.

Getur einhver sent mér tengil þar sem hægt er að lesa þetta álit Sameinuðu þjóðanna í heild sinni  og einnig fræðast um nefndina sem fór þarna út á okkar vegum og hvaða rannsóknir lágu að baki þeirri skýrslu sem að hún skilaði. Þetta er að mínu mati allmikið alvöru mál og mér langar að fræðast betur um það. 
Það er ekki léttvægt að það komi frá Sameinuðu þjóðunum að litla Ísland þurfi að sakfella í fleiri nauðgunarmálum (í þeirri meiningu að við séum að sleppa nauðgurum) og dómar hér séu alltof vægir ég sem hélt að allt væri í góðu standi hér en vandamálin væru úti í hinum stóra heimi þar sem konur eru umskornar og grýttar eða jafnvel brenndar til bana við eldavélarnar.
Nei Sameinuðuþjóðirnar beina augunum hingað og vanda um við okkur því langar mig að vita hvaða gögn liggja að baki. Það er sitt hvað í fréttinni sem ég stoppa við.
Í fyrsta lagi skil ég ekki við hvað er átt þegar sagt er að staða kynjanna sé ekki jöfn i ferli nauðgunarmála. er tekið öðruvísi á nauðgun eftir kyni fórnalambs eða er átt við að sakamenn í þessum málum fái sérmeðferð sem er alvarlegt ef satt er.
"Guðrún bendir á að undanfarið hafi kærum fjölgað hratt en dómum hafi ekki fjölgað að sama skapi"
Getur verið að dómum hafi ekki fjölgað vegna þess að ekki voru næg gögn til sakfellingar og treystir Guðrún sér til að fullyrða að um sekt hafi verið að ræða þeim tilfellum þar sem að ekki féll dómur eða á bara að hengja menn svona just in case. Það hefur nefnilega komið fyrir og því miður ekki sjaldan að menn eru ásakaðir saklausir. Hér eru 2 dæmi frá hinum refsiglöðu Könum sem að taka ekki létt á svona málum
"This morning, more than 18 years after the Goldsboro native was incarcerated for life after being convicted of first-degree burglary, first-degree sex offense, first-degree rape and taking indecent liberties with a minor, in connection with the rape of a 12-year-old girl, Wayne County Superior Court Judge Jack Hooks said the phrase Dail has longed to hear since March 30, 1989. “Mr. Dail, you are a free man,” Hooks said.  http://www.newsargus.com/news/archives/2007/08/28/innocent_after_18_years_in_jail/

"Robert McClendon was sentenced to prison in for a rape of a child he did not commit. He was convicted although there was no pyhsical evidence tying him to the crime. This man spent 18 years in prison labeled as a child pervert and probably had to fight eveyday to stay alive. Thank God for the Innocence Project taking up his case and finally getting a DNA test done that cleared the man
http://www.topix.com/forum/afam/T3VDKSH6V6NTMJDQP

Og fólk vill í alvöru afleggja sönnunarskyldu?

Í fréttinni segir "Þá leituðu 277 einstaklingar aðstoðar hjá Stígamótum vegna brota sem framin voru á árinu." hvað þýðir þessi setning að 277 einstaklingum var nauðgað að 277 einstaklingar voru lamdir að mínu mati er hún sett þarna til að sá fræi í hug fólks að 277 nauðganir hafi átt sér stað samhengið er þannig í fréttinni
Hér hefði átt að sundurgreina ástæður komu þessara einstakling því í þessum málum eins og öðrum þarf að vanda flutninginn. 
Nauðgun er gífurlega alvarlegur glæpur en við megum ekki gleyma því að hlutverk réttarkerfisins er að dæma fólk eftir sönnunum en ekki líkum þannig höfum við ákveðið að byggja það upp og að mínu mati mjög stór rök til að breyta því


mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er mjög einfalt, ef ein grundvallarstaðreynd er viðurkennd: Sameinuðu þjóðirnar eru ill stofnun, sem vill bara governa fólki, setja reglur, skattleggja, ráða.

Þeir eiga slæma sögu misnotkunar á börnum og misnotkunar á fátæku fólki á þeim svæðum sem þeir gæta friðar í mikilli neyð.  Ekki eyða þeir miklu púðri í að rannsaka og sakfella þau mál.

Þeir eiga ömurlega sögu í Rúanda (og vafalaust víðar), sem er vel skjalfest af kanadískum herforingja þeirra á svæðinu frá þeim tíma, hann fékk enga hjálp frá höfuðstöðvunum, þó hann sæi hvað verða vildi og grátbæði um meiri liðsafla og pólitískan þrýsting til að koma í veg fyrir þjóðahreinsun af verstu sort, börn, konur og menn saxaðir niður með sveðjum.

og svo bendi ég á umfjöllum Bob Dacy á því hvernig mannréttindasáttmáli SÞ er algerlega marklaust plagg, sjá færslu mína hér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband