Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekki benda á mig.

Er að hlusta á endurtekið varp af ræðum gærdagsins slatta af já hrópum rekum þessa en ekkert um hvað á að ráða í staðin hjartnæma ræðu um það hverjum þetta er að kenna og góða upptalningu á sökudólgum að vísu er sleppt að minnast á þá sem að eru ræðumönnum sennilega þóknanlegir allavega ekki minnst á Samfó frekar en að sú hreyfing sé ekki til.
Talað er um rútur og bíla í kappakstri við glæsikerrur auðmanna en tók bara ekki hluti þjóðarinnar sér far með rútunni óumbeðið er hin íslenski almenningur alveg saklaus mér finnst ekki.
Síðastliðin eitt til tvö ár hefur hverjum heilvita manni verið ljóst hvert stefndi fasteignaverð var talað upp gengið var alltof hátt skráð þetta var margtuggið ofan í okkur en því miður hlustuðu ekki allir og tóku lán trúandi síbylju áróðri greiningardeilda, fasteignasala og annarra sem að hagsmuna höfðu af málinu. Það að hafa lifað nokkurrar alþjóðlegar sveiflur gerir fólk varkárt og veldur því að maður trúir ekki öllu sem að sagt er lætur ekki glepjast af gylliboðum um endurfjármögnun eða tveir fyrir einn tilboðum lífsreynsla hefur sagt manni að það er ekkert ókeypis í lífinu.
Mikið er talað um nýja tíma allt verði breytt þetta hefur alt heyrst áður meira að segja frasinn að fólkið er valdið. 
Byltingar hafa verið gerðar sem að eiga það síðan flestar sameiginlegt að byltingin át börnin sín og við tóku nýir herrar síst betri.
Í raun er eina hreyfingin sem að ég man eftir sem að skilaði börnum sínum betra þjóðfélagi Ameríska byltingin sem að fólst í baráttu fyrir sjálfstæði óháð öðrum og skapaði fólki lífskjör sem að eftir var tekið. Því tel ég a við eigum að stíga varlega til jarðar áður en við stökkvum í faðm einhverra ímyndaðra vina eins og ESB. Við eigum að skapa hér frjálst og óháð lýðveldi.

En eitt er gott í öllu þessu það er aukin orðaforði Íslenskunar t.d  sokkin kostnaður, skaðastjórnun og fleiri ný hugtök og svo keppnin um lengsta skammaryrðið spillingarsóðafjarmagnsgræðgisvæðingarvaldasjúkaauðvalsliðið er gott dæmi um það.


Að lokum við ég mótmæla því að stjórn sem er með eins mikinn meirihluta og þessi stjórn sitji í óþökk þjóðarinnar.


Skipulögð atlaga ?

Mér er farið að detta í hug að hér sé engin tilviljun á ferð heldur sé hér um skipulagða atlögu að ræða til að valda titringi á Íslandi sem að síðan veldur stjórnarbyltingu og nýjum stjórnvöldum sem hlynnt eru ESB sem að þannig nær landamærum nær Norðurskautinu. Hvers vegna dettur mér þetta í hug jú það virðist skipulega verið gert lítið úr Íslenskum stjórnvöldum með frétta leka á ýmsum stöðum allt til að gera trúverðugleika þeirra sem er ekki mikill fyrir minni. Ef að það er rétt hjá stjórnvöldum að það ríki trúnaður um þessi mál þá er skrítið hvernig IMF hagar sér en alveg morgunljóst að svona pólitíkusar haga sér samkvæmt fyrirfram ákveðnu plotti. Við allavega ættum að hafa þennan möguleika í huga


mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af litlum Neista 2 (Heilbrigðisgeirinn)

Annar hluti neista fjallar um heibrigðisgeiran og tækifæri í honum. Þar er gert all nokkuð meira úr svokölluðum spill over effects vegna hans heldur en fræðingar á sömu línu hafa viljað gera úr þeim sömu áhrifum áliðnaðar á vinnuafl í landinu. Einnig er hvatt til að byggja upp spa menningu á landinu ég hef hingað til tengt orðið við böð og ekki orðið var við að þjóðin sé neitt sérstaklega illa lyktandi eða að við þurfum að fá hér nýja menningu sú gamla hefur gagnast mér vel þangað til að henni var riðið til heljar í útrásinni. Hún er löskuð en ég ætla að halda mér við hana en get að meina lausu tekið þátt í nýrri menningar sókn og farið oftar í heilsubað þjóðinni til hagsbóta.
Skilgreina þarf markmið og draga hingað útlendinga og nýta þannig aðstæður á gjaldeyrismörkuðum. Við skulum muna að aðstæður á gjaldeyrismörkuðum eru síbreytilegar. Þetta er að mörgu leiti góð lesning og hvet ég fólk sem til að lesa Fréttablaðið  bls 10 þann 14 nóvember og kynna sér málið.
En það er eitt sem að stingur  mig í þessum ágæta lestri. Í greininni stendur. 

" Það er veruleg sóun í kerfinu í formi dýrra stofnanna sem geta ekki breyst vegna þess að sokkinn kostnaður er hugsaður sem verðmæti. Vinnuafl er oft óþarflega dýrt og möguleikar eru á að gera þjónustu samninga sem væru mun ódýrari í framkvæmd. Draga þarf úr þessari sóun og nýta frekar sokkinn kostnað með öðrum hætti en hingað til. Mikill hluti af sóuninni í heilbrigðisgeiranum felst í því að fenginn ávinningur af dvöl í heilsuumhverfi er ekki skilgreindur sem verðmæti og því hvorki metin af verðleikum  né settur í verð. Það er þess vegna mikilvægt að gera fólk betur meðvitað um hvaða verðmæti það er að fá og hugsanlega takmarka einhvern veginn aðgengið að þessum verðmætum þannig að fólk beri virðingu fyrir þeim"  Tilvitnun lýkur.

Ég spyr hvað er sokkinn kostnaður það er alveg nýtt hugtaka skrípi fyrir mér veit ekki til þess að kostnaður sökkvi en hef heyrt um undirliggjandi kostnað.

Finnst þessu góða fólki að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé á of háum launum samanber það að vinnuafl sé óþarflega dýrt.

Þar sem að Björk er tengd þessum niðurstöðum væri gaman að vita hvort að hún vill einkavæða heilbrigðiskerfið á Íslandi ég mæli með spurningu í þá veru handa henni í næsta viðtali.

Samanber fullyrðingu um ódýra þjónustu samninga eiga þeir að vera unnir með erlendu vinnuafli.

En það sem stendur mest í mér í greininni er eftirfarandi setning
"Það er þess vegna mikilvægt að gera fólk betur meðvitað um hvaða verðmæti það er að fá og hugsanlega takmarka einhvern veginn aðgengið að þessum verðmætum þannig að fólk beri virðingu fyrir þeim"    Undirstrikun er mín.
Þetta vil ég fá skýringar á hvernig á að finna út hverjir beri ekki virðingu fyrir kerfinu og fá þar af leiðandi ekki þjónustu. Jú sennilega eftirfarandi hópar reykingarfólk, fólk sem er ekki í kjörþyngd, fólk sem notar þriðja kryddið og fólk sem borðar rautt M&M eða hva.  
Hver ætlar að velja og ákveða hin stóra sannleik þetta er eiginlega háfgerður ismi með vondu forskeyti.
Frá mínum bæjardyrum séð er hér hreinlega verið að tala um einkavæðingu og forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Eins og Napoleon sagði í Animal Farm þeirri góðu sögu. Öll dýrin eru jöfn en sum dýrin eru þó jafnari en önnur. Þannig að þessi neisti heillar mig ekki neitt nema kannski vonin um að geta komist í heilsu bað með moldríkum erlendum fraukum en það er sennilega tálsýn.

 

 


Athyglisverð ummæli fréttamanns

Í lok fréttar spyr Þóra Kristín viðmælanda hvort að honum finnist mótmælin of friðsamleg. Ég spyr á móti hvort að fréttamanni finnist spurninginn viðeigandi. Held að það sé á hreinu að engum hugsandi einstaklingu finnist mótmæli of friðsamleg það fæst eingungis ofbeldi með beitingu ofbeldis.
mbl.is Ráðamenn og frekir krakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin munur á ............

Það er ekki við hæfi að nota þetta gamla máltæki sem byrjar svona á opinberum vetfangi en það á samt við í þessu tilfelli. Það hefur nákvæmlega ekkert verið gert enn af stjórnvöldum sem að sýnir smá jarðtenginu jafnvel ég er farin að bölva þeim í hljóði því það er ekki sama að gefa fólki tíma og að gera ekki kröfu um einhverjar vitrænar lausnir. Og ég hélt í barnaskap mínum að eitthvað hefði lærst af þessum mistökum en því miður virðist það ekki ætla að verða raunin. Þær aðgerðir sem hingað til hafa sést eru einfaldlega snautlegar.Bandit

 


mbl.is Greiðslubyrðin getur lækkað um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af litlum neista 1 (Hátækni á Íslandi)

Ég hef lagt mig í líma við að lesa að lesa í blöðum af ráðum okkur til bjargar og þar á meðal eru ráð sérfræðinganefndar söngkonunnar okkar hennar Bjarkar.
Í fyrstu greininni er hátækni gott er að gera sér grein fyrir að þegar talað er um hátækni fyrirtæki þá er skilgreiningin að fyrirtæki sem að eyðir ákveðnum hluta af tekjum sínum til þróunar og rannsókna meira en 2 til 4% af fé ef ég man rétt er hátæknifyrirtæki. Það hefur ekkert með tækni að gera í raun eftir því sem að ég veit best. Hátækni fyrirtæki getur unnið við að tæma öskutunnur sem er að mati margra ekki hátækni en telst samt hátækni fyrirtæki vegna þess að það eyðir ákveðnu fé í að rannsaka og þróa hvernig best er að hella úr tunnunum. Þannig að við skulum ekki ofnota orðið hátækni. Það er alveg rétt hjá neistanum að það þarf að tryggja fyrirtækjum stöðugleika en það á við öll fyrirtæki. Ég hef ekki orðið var við fordóma í garð fyrirtækja í þessum geira frekar að menn taki nýjum fyrirtækjum opnum örmum.
Það er gaman að lesa í greininni hvernig hugmyndir þróast þar stendur  " Hugmyndir fara margar leiðir gegnum samfélagið áður en að þær verða arðbærar. Oft koma til skjalanna ólíkir einstaklingar sem að hlúa að hugmyndinni á mismunandi stigum s.s. vísindamaður, frumkvöðull, fjárfestir og verkefnastjóri" Tilvitnun lýkur.
Það er greinilega engin sem að vinnur síðan við að framleiða vöruna það er nefnilega eitt af því sem að mér finnst athyglisvert við hugmyndir hinna nýju tíma það er hvergi mynnst á handverksfólkið ??? er reiknað með því að varan sé framleidd af börnum í Indlandi og Kína eða er þekking þeirra sem að setja þetta fram ekki meiri en svo að þeir þekkja ekki lengur grunninn í þjóðfélaginu.
Ég hvet fólk til að lesa þessar greinar og mynda sér skoðun því við þurfum jú öll að hafa skoðun á því hvernig þjóðfélag við ætlum að byggja upp ég er sammála því að það þarf að byggja upp hér svokallaðan hátækni iðnað eins og aðra starfsemi. Ég er aftur á móti ekki sammála því sem að kemur fram í greininni að það eigi að gefa útvöldum einhvern afslátt frá hinu venjulega lífi það er ekkert annað en sömu yfirborganir og þekktust í hinu hrunda bankakerfi.
Það segir í greininni " (a) Það þarf að auðvelda aðgang erlends fræðafólks og sérfræðinga að Íslensku starfsumhverfi til dæmis með sérstakri vegabréfsáritun sérfræðinga. (b) fella niður skatta á hámentað fólk með erlent ríkisfang fyrstu tvö árin hér" Ég er ekki sammála þessu né öðrum sétækum bitlingum til fólks.
Fleira er síðan týnt til en ég hvet ykkur til að lesa greinin er í Fréttablaðinu þann 13 November.

Minn neisti er sá að við eigum að efla atvinnulífið bæta við nýjum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum enn ekki  hanga í ákveðnu munstri og ekki að gleyma fyrirtækjum sem hafa starfað í langan tíma ef við gerum það erum við eins og skógræktar bóndi sem að lætur skóginn sem þegar er vaxinn og veitir honum arð og skjól drepast vegna þess að hann gleymir sér í nýsáningunni .

 

 

.


Hið rétta andlit ESB

Nú er fokið í flest skjól þegar Guðni lætur undan.
Það má sjá í fréttum hið sanna andlit þessara svokölluðu vina okkar jú jú við skuldum þeim pening en við höfum alltaf sagt að við ætluðum að borga það sem okkur bæri en ekki það sem okkur bæri ekki. Því hefur þróun síðustu daga sýnt mér það að við eigum ekki að ganga í ESB ekki núna ekki bráðum og ekki í neinni framtíð sem að hugsuð er þessari þjóð til hagsbóta.
Ég fer ekki í grafgötur með að við skuldum og eigum að borga það sem okkur ber en skoðum þetta aðeins betur.
Við leituðum að hjálp allt þetta ár fengum alstaðar neitun því lít ég á þau ríki sem að slíkt gerðu eins og herragarðseigendurnar sem lokuðu dyrum sínum á óveðursnóttum fyrir ferðalöngum í leit að hjálp.
Þegar fallið kom þá settu Bretar á okkur hryðjuverkalög því má líkja við að herragarðseigandi taki úlpuna af leiguliða sínum og sendi hann síðan út á akurinn til að bjarga leigunni á óveðursdegi.
Vinalönd okkar hafa síðan staðið í vegi fyrir lánveitingu til okkar nema að við gengjum að þeirra kostum þetta sýnir að Versalahugsunarhátturinn er enn í fullum gangi hjá sumum löndum í Evrópu og þessi aðgerð er sú sama og þegar eineltisbullur hóta þeim sem hefðu þó ætlað að láta leiguliðan hafa úlpu.
Hugleysi nágrannaríkja okkar er enn ein ástæðan fyrir því að við eigum að endurskoða afstöðu okkar til þeirra.
Nú ætlar IMF að lána Pakistan ekki sé ég að Bretar setji sig á móti því eða Danir eða Hollendingar þó er talið að meiri hluti þeirra hryðjuverkamanna sem eitthvað hafa gert hafa hlotið menntun í sínum fræðum í Pakistan talið er að Bin Laden hafi bækistöðvar a landamærum Pakistan þetta leiðir ekki til neinna aðgerða af hálfu hina réttlætisfullu þjóða heldur betur ekki. Og hugrekki Hollendinga er miklu meira núna gagnvart vopnlausri þjóð heldur en þegar þeir drógu hermenn sína til baka í Srebrenica í Bosníu 1995. Ég gæti tuðað miklu meira um álit það sem að ég hef á þessu Evrópu batteríi en læt staðar numið að sinni. En það sem er að ske nú í þessum málum á skiljanlegan máta er það að ESB hagar sér gagnvart okkur eins og handrukkari sem að lemur ömmuna til að innheimta skuldir ömmubarnsins.
Ég vona að Guðni sjái að sér og haldi áfram að vera trúr sjálfum sér en hlaupi ekki á eftir vinsældarkosningum fjölmiðla sem flestir eru í eigu aðila sem að hafa hagsmuni af því að gegnið verði í ESB og þjóðin gleymi hinum vösku útrásarmönnum sem fyrst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei

„Fiskveiðiréttindin hafa alltaf verið hindrun á leið Íslands til ESB en í ljósi atburða nú kunna Íslendingar að taka það til endurskoðunar. Það myndi hins vegar ekki breyta neinu um lánshæfismatið á næstunni."

Svo mælir hin merka stofnun en nei Íslendingar ætla ekki að endurskoða eða gefa eftir fet varðandi fiskimið sín eða auðlindir enda verðum við með  nóg af lánum á bakinu eftir undanlátssemi stjórnarparsins. Og  Fixing Ratings verður upptekið við að fella lánshæfismat annarra Evrópu ríkja næstu vikur og mánuði okkur er slétt sama hvort að við höfum B eða D við ætlum ekki að taka fleiri lán enda eigum við skítnógan pening samanber Björgúlf.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilað á fólk

Ég held að það sé einfaldlega verið að mjólka markaðinn knýja hann upp og niður til að ná peningum út úr honum
mbl.is Gengi hlutabréfa snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lágt gengi i lagi

Kannski hefur kallinn rétt fyrir sér hvað er tildæmis gengi japanska jensins ??
Leyfa krónunni bara að falla og þar setjum við punktinn en við verðum að gera eitthvað í verðtryggingunni og myntkörfunum um leið


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband