Af litlum neista 1 (Hátækni á Íslandi)

Ég hef lagt mig í líma við að lesa að lesa í blöðum af ráðum okkur til bjargar og þar á meðal eru ráð sérfræðinganefndar söngkonunnar okkar hennar Bjarkar.
Í fyrstu greininni er hátækni gott er að gera sér grein fyrir að þegar talað er um hátækni fyrirtæki þá er skilgreiningin að fyrirtæki sem að eyðir ákveðnum hluta af tekjum sínum til þróunar og rannsókna meira en 2 til 4% af fé ef ég man rétt er hátæknifyrirtæki. Það hefur ekkert með tækni að gera í raun eftir því sem að ég veit best. Hátækni fyrirtæki getur unnið við að tæma öskutunnur sem er að mati margra ekki hátækni en telst samt hátækni fyrirtæki vegna þess að það eyðir ákveðnu fé í að rannsaka og þróa hvernig best er að hella úr tunnunum. Þannig að við skulum ekki ofnota orðið hátækni. Það er alveg rétt hjá neistanum að það þarf að tryggja fyrirtækjum stöðugleika en það á við öll fyrirtæki. Ég hef ekki orðið var við fordóma í garð fyrirtækja í þessum geira frekar að menn taki nýjum fyrirtækjum opnum örmum.
Það er gaman að lesa í greininni hvernig hugmyndir þróast þar stendur  " Hugmyndir fara margar leiðir gegnum samfélagið áður en að þær verða arðbærar. Oft koma til skjalanna ólíkir einstaklingar sem að hlúa að hugmyndinni á mismunandi stigum s.s. vísindamaður, frumkvöðull, fjárfestir og verkefnastjóri" Tilvitnun lýkur.
Það er greinilega engin sem að vinnur síðan við að framleiða vöruna það er nefnilega eitt af því sem að mér finnst athyglisvert við hugmyndir hinna nýju tíma það er hvergi mynnst á handverksfólkið ??? er reiknað með því að varan sé framleidd af börnum í Indlandi og Kína eða er þekking þeirra sem að setja þetta fram ekki meiri en svo að þeir þekkja ekki lengur grunninn í þjóðfélaginu.
Ég hvet fólk til að lesa þessar greinar og mynda sér skoðun því við þurfum jú öll að hafa skoðun á því hvernig þjóðfélag við ætlum að byggja upp ég er sammála því að það þarf að byggja upp hér svokallaðan hátækni iðnað eins og aðra starfsemi. Ég er aftur á móti ekki sammála því sem að kemur fram í greininni að það eigi að gefa útvöldum einhvern afslátt frá hinu venjulega lífi það er ekkert annað en sömu yfirborganir og þekktust í hinu hrunda bankakerfi.
Það segir í greininni " (a) Það þarf að auðvelda aðgang erlends fræðafólks og sérfræðinga að Íslensku starfsumhverfi til dæmis með sérstakri vegabréfsáritun sérfræðinga. (b) fella niður skatta á hámentað fólk með erlent ríkisfang fyrstu tvö árin hér" Ég er ekki sammála þessu né öðrum sétækum bitlingum til fólks.
Fleira er síðan týnt til en ég hvet ykkur til að lesa greinin er í Fréttablaðinu þann 13 November.

Minn neisti er sá að við eigum að efla atvinnulífið bæta við nýjum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum enn ekki  hanga í ákveðnu munstri og ekki að gleyma fyrirtækjum sem hafa starfað í langan tíma ef við gerum það erum við eins og skógræktar bóndi sem að lætur skóginn sem þegar er vaxinn og veitir honum arð og skjól drepast vegna þess að hann gleymir sér í nýsáningunni .

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband