Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
28.11.2007 | 21:25
Latir við uppvaskið
Nú er komin enn ein könnunin um hverskonar auðnuleysingjar við karlmenn erum við vöskum ekki upp tökum ekki til og erum til fás eins nýtir. Það er ekki flóafriður fyrir könnunum um allt og ekkert þessar kannanir virðast oftar en ekki vera gerðar á frekar feminiskum forsendum og rata flestar beint inn á fréttastofu allra landsmanna. Aðrar kannanir fara hljótt enda ekki eins þóknanlegar eins og launakönnun rafvís.
Mig langar til að biðja kannanafræðingana um að gera könnun á því hvernig staða kynjanna innan heimilisins er þegar kemur að eftirfarandi hlutum. Gera við bílinn, færa húsgögnin, fara út með ruslið, skipta um ljósaperur og svo framvegis. Heimilishald er nefnilega töluvert meira en bara að vaska upp og skúra.
Til að forðast misskilning vaskar viðkomandi upp og skúrar með bros á vör
27.11.2007 | 21:30
Huldufrétt
Þetta er ein af fréttunum sem að ekki má segja eða virðist ekki vera áhugaverð.
http://www2.rafis.is/?i=2&f=3&o=1083
Mér finnst hún alláhugaverð en máski passar hún ekki í innan þess skoðannaramma sem tíðkast
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2007 | 23:25
Kynferðisafbrot Rétt eða rangt
Í fyrra bloggi um kynferðisafbrot vitna ég í grein í Fréttablaðinu þann 17 þessa mánaðar þar sem að birt eru súlurit annað blátt hitt appelsínugult. Línuritin eru yfir fjölda kærðra kynferðisafbrota sé tekið árið 2007 kemur í ljós að það ár eru Appelsínugult 89,1% en blátt 11,9 % Fyrir neðan myndina er Íslenskir ríkisborgarar merktir með bláu og erlendir með appelsínugulu. Þetta er í algjöru ósamræmi við frétt í Ríkissjónvarpinu reyndar alveg þveröfugt. Ef að þessar upplýsingar sem að ég notaði í fyrra blogg eru rangar biðst ég velvirðingar á því en gott væri að leiðrétt væri ef rangt er.
Það breytir þó ekki skoðun minni að ofbeldi er glæpur sem þarf að berjast á móti hver sem á í hlut. Það á öllum að vera ljós sú skilda okkar að bera virðingu fyrir hvort öðru og orð starfmanns alþjóðahús um að þar sem fjöldi karlmanna kæmi saman mætti búast við einhverju í þessa veru skelfa mig.
Sú hugsun að það sé einhver afsökun fyrir ofbeldi að hópur karlmanna sé saman komin sama hver upprunin er á engan rétt á sér.
17.11.2007 | 14:39
Hin eini sannleikur
1974 áttum við að frjósa til dauða fyrir aldamót einhverntíman átti halastjarna að detta í hausinn á okkur. Það væri athyglisvert rannsóknarefni að finna út af hverju mannkynið er haldið þessari endalausu þörf á að halda að eitthvað sé að útrýma því og nú upp á síðkastið það sjálft. Gæti verið að breytingar sem eru að verða séu einföld framþróun í sögu jarðar tegundir hafa komið og farið, hvers vegna ætti homo sapiens ekki að vera undir sama lögmál settur. Gæti verið að aukið menntastig valdi þessu eitthvað verður jú að gera og rannsaka til að hafa ofan í sig og á. Hvað er betra til að fá styrk til rannsókna en að telja fólki trú um að eitthvað ógni lifi þess. Ég ætla að leyfa mér að efast og kynna mér báðar hliðar málsins því komin á fimmtugsaldur er ég búin að lifa of margar heimsendaspár til að kippa mér upp við eina enn. Áhugasamir gætu haft gaman af því að skoða eftirfarandi slóðir .
http://www.iceagenow.com/ og http://www.ourcivilisation.com/aginatur/iceage.htm
Ekki veit ég hvort er rangt og hvort er rétt en ég veit að eitthvað verður ekki sannleikur þó að það sé sagt nógu oft. Okkur er sagt að ísbirnir séu að deyja út en hvað þá með þessa fullyrðingu sést á öðrum þessara linka " In 1950 let us not forgett there were about 5000 polar bears. Now there are 25000" Ég leyfi mér allavega að efast um að allar þessar dómsdagsfréttir séu réttar og kannski er það alveg jafnrétt að í raun sé að kólna en ekki hitna á plánetunni og að um sé að ræða náttúrulegar breytingar sem að maðurinn þó mikill sé geti bara ekki gert neitt við.
Hlýnun jarðar er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2007 | 20:41
Húsnæðislán
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 19:03
Greiningar réttar og rangar.
Ég held að bankarnir geti sparað í einu það er greiningu. Greiningardeildir eru rangnefni þetta eru spádeildir og þær bestu á við Veðurstofu Íslands en þær verstu svona jafn nákvæmar og Hafrannsóknarstofnun. Eitt eru þó öll þessi batterí samála um en það er að allt fari til helvítis þegar kemur að kjarasamningum þeirra stétta sem að kannski hafa 1/10 af launum spámananna og ef að það fólk fengi launa hækkun á ársgrundvelli sem að næmi dagkaupi gæðingana þá myndi landið sökkva í skuldasúpu. Og nú sést að það nálgast samninga því að kórstjórinn hóf upp raust sína og nú hljómar úr glerhöllunum samhljómur mikill líkt og englasöngur að enn einu sinni velti nú allt á því að hóflega verði farið í samningunum og þetta kemur frá kór sem að hefur stundað sjálftöku í launamálum síðustu árin.Greiningardeild mín segir að þetta sé bull nú sé tími til að standa þétt saman og hvika hvergi. Það er alltaf talað um launahækkanir kannski er bara komin tími til að skera ofan við vitum jú öll að það er ekki til bóta að runnar þjóti upp þeir eru klipptir i toppinn kannski er komin tím til að gera hið sama við Íslenskt þjóðfélag.
Því segi ég lækkum hæðstu launin og jöfnum niður á við það lagar líka þenslu.
2.11.2007 | 20:34
Vítis englar og aðrir gestir
Við snúum við illræmdum mótorhjólaköppum áður en þeir komast út úr flugstöðinni við virðumst vita fyrir víst að um sé að ræða ótýnda glæpamenn. Ekki er ég að mótmæla þessari aðgerð en hvers vegna getum við ekki beitt því sama gagnvart öðrum sem hingað koma og athugað hvort þeir eiga að baki glæpaferil í heimalandinu þá þyrftum við allavega ekki að eyða dýrmætum tíma dómskerfisins til að dæma þá út úr landinu aftur ef á þarf að halda. Er ekki sama Jón og séra Jón og hver er munurinn á Mótorhjólagengi og Mafíu. Látum nú slag standa og förum fram á sakavottorð þegar fólk kemur hingað það ætti ekki að vera mikið mál allav geri ég ráð fyrir því að í þessu tilfelli hafi legið fyrir upplýsingar sem hafa valdið því að gripið var til þessara aðgerða og því ætti að vera hægt að viðhafa sömu vinnuaðferð í framtíðinni.
1.11.2007 | 21:45
Blekking eða ?
Ég hnaut um eitt eða réttara sagt steinlá einfaldlega þegar ég fletti blaði og sá auglýsingu um sjálfrennireið eina og það sem ég hnaut um var að sjálfrennireið þessi framleiðir sitt eigið rafmagn fyrir rafmótor einn sem að knýr hana að hluta. Einhvernvegin var þetta þannig að hún væri sjálfum sér nóg um framleiðslu þess. Ég leit illu auga á willan minn ekki borgarstjóra heldur fjórhjóla drifin gæðinginn sem ég á og er sviptur öllu nútíma prjáli eins og eigandinn. Hann hefur stýri gírstöng bremsu kúplingu og einskonar skjól úr plasti fyrir ökumanninn en meira þarf jú ekki til að komast á milli staða hér innanlands allav. Það er langt í frá að hann sé sjalfum sér nógur um orkuframleiðslu ekki einu sinni fyrir geislaspilarann sem veldur þó ekki mikilli aukaeyðslu því eigandinn hefur ekki enn lært á takkana sem að stjórna honum svo að þar hefur verið Ramstein diskur síðan bíllin komst fyrst i hendur mínar og Ramstein ást mín löngu læknuð. En nóg um það það sem að ég hnaut um var annað það verður að framleiða orku til að mynda hana þannig að allavega hingað til hefur ekki verið framleidd sjálfrennireið sem er sjálfri sér nóg um orku. Ef að menn vitna til þess að bremsu orka nytist til áframdrifs þá er um að ræða orku sem að þegar hefur verið mynduð með því að nota til þess orkugjafa þetta flokkast því í bestafalli undir aukna nýtni og ekki annað. Ég náði því fljótt sáttum við Willa minn og læt hann njóta álits Bandarískra vísindamanna sem komust að því að sé tekið tillit til líftíma framleiðslu förgunar og annarra þátta þá er Jeep Wrangler eða Willi minn umhverfisvænsta farartæki sem völ er á. Hvar er fría stæðið mitt í miðbænum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 20:53
Flensa og jafnrétti
Það er einkenni þess að vera orðin þroskaður þegar maður fer að taka allskonar pestir aftur. Margar þeirra tilkomnar þegar að barnabörnin smella horvotum kossi á vanga og andlit okkar ein þessara pesta lagði afa i bælið í dag. Sama hvað hann reyndi að fullnægja vinnualkanum í sér komst hann bara ekki útúr dyrum og lagðist aftur i bælið. Þegar leið á daginn og panodil kaffi og leiðindi höfðu hresst skarið við skrölti hann að sjónvarpinu kveikti á því en ekki í og ákvað að horfa á þingfréttir. Eftir smá stund var flensan horfin skilningarvitin vöknuð verið var að ræða jafnrétti sem er hið mesta þarfa mál en það var sama hvað hlustað var umræðan var ekki um jafnrétti heldur meiri réttindi fyrir suma sem hljóta þá að koma niður á réttindum annarra. Ég tek fram að skilyrðislaust á að borga sömu laun fyrir sömu vinnu og það á að ráða fólk óháð því hvaða tól leynast í nærklæðum þeirra. En jafnrétti snýst ekki um að gefa forgang þarna var talað snjallt um að skilda fyrirtæki til þessa og hins og það væri fyrir neðan allar hellur hið kynbundna misrétti sem bundið væri i menningu okkar og gott ef ekki líka erfðir. Nú vinn ég á vinnustað þar sem að konur koma lítið við sögu og hef í raun unnið þannig vinnu alla æfi vinnu sem er fólgin i líkamlegu álagi og vinnu sem krafðist langrar fjarlægðar frá fjölskyldu og vinum. Verður það þannig í jafnréttinu að konur verða beittar lögum til að sækja um þess háttar vinnu þar á ég til dæmis við sjómennsku. Þar er launajafnræði. Ég held ekki því að mín skoðun eftir að hafa hlustað á umræðurnar er að þetta snúist um forgang kvenna aðallega menntakvenna að bitlingum og stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu. Hvers vegna jú það mátti ekki ræða launajafnrétti milli kvenna á mismunandi launasvæðum eða annan ójöfnuð sem að gæti tafið frumvarpið sem að mestu snýst að mínum mati um forgang í stjórnunarstöður. Meira um það seinna. Ég gat ekki annað en hugsað þegar ég horfði á þetta að þarna væri allt of mikið af fólki að gera ekki neitt annað en að pexa um hluti alt að því eins og Nero sem að sat og spilaði á hörpu ef ég man rétt meðan Róm brann nær væri að ræða eftirlaunafrumvarp alþingismanna vaxtahækkun Seðlabankans verðlagmál og margt fleira sem hefur jú verið rætt árum saman en ekkert hefur verið gert. I heild var þessi sjónvarpsstund bæði kvöl og pína og afinn mun örugglega mæta í vinnu á morgun jafnvel með 38 stiga hita annars er hætt við að hann kveiki í sjónvarpinu en ekki á því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)