Greiningar réttar og rangar.

Ég held að bankarnir geti sparað í einu það er greiningu. Greiningardeildir eru rangnefni þetta eru spádeildir og þær bestu á við Veðurstofu Íslands en þær verstu svona  jafn nákvæmar og Hafrannsóknarstofnun. Eitt eru þó öll þessi batterí samála um  en það er að allt fari til helvítis þegar kemur að kjarasamningum þeirra stétta sem að kannski hafa 1/10 af launum spámananna og ef að það fólk fengi launa hækkun á ársgrundvelli sem að næmi dagkaupi gæðingana þá myndi landið sökkva í skuldasúpu. Og nú sést að það nálgast samninga því að kórstjórinn hóf upp raust sína og nú hljómar úr glerhöllunum samhljómur mikill  líkt og englasöngur að enn einu sinni velti nú allt á því að hóflega verði farið í samningunum og þetta kemur frá kór sem að hefur stundað sjálftöku í launamálum síðustu árin.Greiningardeild mín segir að þetta sé bull nú sé tími til að standa þétt saman og hvika hvergi. Það er alltaf talað um launahækkanir kannski er bara komin tími til að skera ofan við vitum jú öll að það er ekki til bóta að runnar þjóti upp þeir eru klipptir i toppinn kannski er komin tím til að gera hið sama við Íslenskt þjóðfélag.
Því segi ég lækkum hæðstu launin og jöfnum niður á við það lagar líka þenslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er 100 % sammála þér þarna, Jón, en bankarnir verða að koma "vaxtamuninum" í lóg og til að losna við að borga sanngjarna skatta, starfrækja þeir þessar svokölluðu "greiningardeildir" sínar.  Þegar er talað um að þjóðarbúið "þoli ekki launahækkanir" er bara átt við launahækkanir "lýðsins" ekki sjálftökuherranna og toppa þjóðfélagsins  Tökum sem dæmi toppembættismenn þjóðarinnar það má segja að þeirra laun séu "vísitölutryggð" það er ekki svo hjá öðrum.

Jóhann Elíasson, 7.11.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband