Vítis englar og aðrir gestir

Við snúum við illræmdum mótorhjólaköppum áður en þeir komast út úr flugstöðinni við virðumst vita fyrir víst að um sé að ræða ótýnda glæpamenn. Ekki er ég að mótmæla þessari aðgerð en hvers vegna getum við ekki beitt því sama gagnvart öðrum sem hingað koma og athugað hvort þeir eiga að baki glæpaferil í heimalandinu þá þyrftum við allavega ekki að eyða dýrmætum tíma dómskerfisins til að dæma þá út úr landinu aftur ef á þarf að halda. Er ekki sama Jón og séra Jón og hver er munurinn á Mótorhjólagengi og Mafíu. Látum nú slag standa og förum fram á sakavottorð þegar fólk kemur hingað það ætti ekki að vera mikið mál allav geri ég ráð fyrir því að í þessu tilfelli hafi legið fyrir upplýsingar sem hafa valdið því að gripið var til þessara aðgerða og því ætti að vera hægt að viðhafa sömu vinnuaðferð í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er í raun samála þér Laissez en er að benda á það að það virðist ekki vera mikið mál að stöðva vítisengla sem að hlytur að benda til þess að fylgst sé með farþegalistum hér. En á sama tíma er rekið mál fyrir dómstólum af manni sem talin er brotlegur í heimalandinu en vill ekki fara héðan. Myndi spara okkur fé og fyrirhöfn ef hægt væri að koma í veg fyrir svona mál og stöðva þau við landamærin. hef ekki trú á þvi að Íslenskir atvinnurekendur borgi innflytjendum þau laun sem að þarf til að standa undir svona málarekstri svo annað hvort verður grey maðurinn stórskuldugur hér á lágmarslaunum eða hann verður sendur úr landi og ætli ríkið borgi þá ekki. Og ríkið það erum við.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.11.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband