Hin eini sannleikur

1974 áttum við að frjósa til dauða fyrir aldamót einhverntíman átti halastjarna að detta í hausinn á okkur.  Það væri athyglisvert rannsóknarefni að finna út af hverju mannkynið er haldið þessari endalausu þörf á að halda að eitthvað sé að útrýma því og nú upp á síðkastið það sjálft. Gæti verið að breytingar sem eru að verða séu einföld framþróun í sögu jarðar tegundir hafa komið og farið, hvers vegna ætti homo sapiens ekki að vera undir sama lögmál settur. Gæti verið að aukið menntastig valdi þessu eitthvað verður jú að gera og rannsaka til að hafa ofan í sig og á. Hvað er betra til að fá styrk til rannsókna en að telja fólki trú um að eitthvað ógni lifi þess. Ég ætla að leyfa mér að efast og kynna mér báðar hliðar málsins því komin á fimmtugsaldur er ég búin að lifa of margar heimsendaspár til að kippa mér upp við eina enn. Áhugasamir gætu haft gaman af því að skoða eftirfarandi slóðir .
http://www.iceagenow.com/    og   http://www.ourcivilisation.com/aginatur/iceage.htm

Ekki veit ég hvort er rangt og hvort er rétt en ég veit að eitthvað verður ekki sannleikur þó að það sé sagt nógu oft. Okkur er sagt að ísbirnir séu að deyja út en hvað þá með þessa fullyrðingu sést á öðrum þessara linka " In 1950 let us not forgett there were about 5000 polar bears. Now there are 25000"  Ég leyfi mér allavega að efast um að allar þessar dómsdagsfréttir séu réttar og kannski er það alveg jafnrétt að í raun sé að kólna en ekki hitna á plánetunni og að um sé að ræða náttúrulegar breytingar sem að maðurinn þó mikill sé geti bara ekki gert neitt við.

 

 

 

 


mbl.is Hlýnun jarðar er staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Geir Ágústsson, 17.11.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband