Hver bendir á annan

Það er mikið talað um að almenningur fái misvísandi upplýsingar Það er ósköp skiljanlegt málin þróast frá klukkutíma til klukkutíma  og ég efast um að nokkur myndi ná að hafa yfirsýn yfir allt sem dæmi má nefna Geir og Pólverja lánið þar voru fréttamiðlar á undan hraða embættismannakerfisins. Ég tel að hvort sem okkur líkar betur eða ver nú i augnablikinu sé ekki hægt að halda okkur upplýstum vegna sífelldra stöðubreytinga á morgun gætum við jafnvel séð IMF lánið gufa upp vegna aðgerða Hollendinga og Breta. Þá þarf að fara í plan B og verið viss um að plan B  er til það er bara ekki gefið upp. Óg svo má líka benda á að þær upplýsingar sem að við fáum eru teygðar togaðar og rifist um þær og andstæðingar okkar geta í rólegheitum lesið í spilin og komið með næsta mótleik. Eftir atburði helgarinnar lesa þeir út úr stöðunni að hér sé allt að fara til fjandans og nóg sé að bíða því að hér verði stjórnarslit og upplausn og að létt verk verði að gera nauðasamninga við okkur. Þá höfum við endanlega tapað ærunni og einnig eignum Landsbanka og Kaupþings og skrifað upp á tuga ára skuldbindingar. Það sem við þurfum að gera nú sem þjóð er að snúa bökum saman taka til í okkar ranni og búa okkur undir kreppuna sjá hvar við getum sparað komið með uppá stungur og tilögur að hugmyndum sem að færa okkur gjaldeyri eða spara hann. Og beðið meðan siglt er út úr storminum það verður nógur tími á eftir til að messa yfir þeim sem að eiga það skilið að mínu mati. Það skilar okkur engu i augnablikinu að hlaupa á eftir ölu því sem að menn segja oft á tíðum til að fegra sig og stundum til að verja sig en tímin til að fara í þau mál mun koma.
mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband