Hættum við Álver á Bakka.

Mín skoðun er sú að nú ættum við að leggja til hliðar áætlanir um byggingu álvers á Bakka. En við ættum að byggja þar áburðarverksmiðju og byggja hana hratt Íslendingar eru snillingar í að klára stórframkvæmdir á stuttum tíma. Verksmiðjan þyrfti að vera komin með framleiðslu fyrir næsta vor. Áburður hefur hækkað í heiminum og sjálfsagt má finna fjárfesta í verkefnið gegn því að það verði framleiddur áburður fyrir þá í einhver ár það mætti byggja verksmiðjuna í áföngum til að stytta tíman þangað til hún hefur rekstur og sé til tækjabúnaður í gufunesi á að nýta það sem hægt er úr honum. Þetta myndi spara umtalsverðan gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið og ekki ætti að þurfa að virkja og nóg ætti að vera að leiða hund úr byggðalínunni til verksmiðjunnar alla vega var ekki að sjá annað en að það dygði gömlu verksmiðjunni. Með þessu fáum við áburð til innanlandsnota og getum jafnvel selt út áburð og skapað gjaldeyri. Verkþekking er enn til í landinu til framleiðslunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Mæltu manna heilastur! En til þess að þetta geti gerst verður sveitarstjórnarmeirihluti Norðurþings að losa íbúana undan gíslingu Alcoa og segja upp því samkomulagi, sem í gildi er. Meðan óbreytt ástand varir koma engin ný fyrirtæki til Norðurþings.

Björgvin R. Leifsson, 9.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það ætti að vera hægt miðað við núverandi álverð að fá þá til að falla frá því enda virðast þeir helst vilja seinka framkvæmdum og ef heimskreppan heldur áfram  þá minnkar áhugi álvera á að stækka. Ég nefni áburðarverksmiðju vegna þess að miðað við stöðu dagsins þá kemur áburðarverð til með að margfalda matvæla verð hér á næsta ári þannig að það þarf að grípa snöggt inn í málið til að takmarka eins og mögulegt er þann gjaldeyrir sem að fer í áburðarkaup á nlsta ári.  Ef tækjabúnaður er enn til má nýta hann og þeir smiðir og byggingarverkamenn sem misst hafa vinnuna gætu fengið starf þetta gæti þess vegna verið framkvæmd á vegum atvinnuleysissjóðs það er betra að eyða´honum í að skapa verðmæti heldur en að borga fólki bara bætur. Verksmiðjan þarf ekki að vera nein arkitektúr höll einfalt stálgrindarhús ætti að nægja í fyrsta áfanga. Síðan má semja við bændur að þeir takmarki eins og hægt er áburðanotkun á næsta ári það verður að vísu minna fóðurgildi en það ætti að vera hægt að ná því upp með auknu magni. Nóg er orðið af túnum sem ekki eru lengur nýtt. Ég man eftir því kringum 1970 að það var hver einasti sléttur blettur slegin heima til að eiga nóg hey ofan í skepnurnar í dag er nóg af ónýttum túnum eins og ég sagði. Aðalatriðið sem að við þurfum að hugsa um núna er að ná niður gjaldeyrisnotkun hvar sem hægt er.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband