Samfélag ótta

Það er erfitt að trúa yfirlýsingum Breta um fjölda hryðjuverkamanna þegar þeir bæta 330 000 stykkjum við að morgni dags svona eins og hendi væri veifað. Ég held að hér sé mikið frekar skipulagt ferli til að hefta frelsi þegnanna og auka möguleikann á að fylgjast með þeim enda var upplýsingunum lekið í blöðin sennilega til að auka ótta svo hægt væri að boða aðgerðir sem allir eru sáttir við enda hryðjuverka ótti gott tæki til að fá fólk til að samþykkja allan andskotann. Ætli þeir viti líka ekki að það er hætt við að það ólgi í samfélaginu þegar þarf að borga alla peningaprentunina því að það þarf að borga banka björgunarðagerðir þeirra að lokum og það gerir engin nema alþýðan.


mbl.is Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er komið að kveldi frelsis í heiminum, það þurfti að gefa okkur frjálsari hendur í tvöhundruð ár eða svo, en síðan 2001 höfum við ferðast hratt í átt að lénsskipulaginu á ný.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband