Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Misgjörðir feðranna.

Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem að leggur allt sitt í sölurnar til að hjálpa okkur hinum ómeðvituðu til að öðlast betra lif á plánetunni. Það er ekkert grín að draga fram lífið á framlögum ríkisins sem þar að auki eru hálfgert dirty money fengið úr vösum skríls sem að að einhverju leiti hefur framfæri sitt og lífsafkomu af iðnaði.
Það er ekkert grín að fara á köldum dögum milli bæjarhluta til að finna úðabrúsa sem eru umhverfisvænir og innihalda ekki mengandi efni. Það þarf sjálfstjórn til að vakna um miðja nótt til að úða málningu á eigur annarra og hafa þó það mikla trú á þeim eigendum að þeir munu ná málningunni af með vistvænum hreinsiefnum.

Nei það er sko ekkert grín að leita að kornflexinu sem mamma keypti í myrku eldhúsinu því sannur aðgerðarsinni kveikir varla ljós til að spara orku. Sennilega lætur viðkomandi, hamstur stíga rafal til að knýja fartölvuna, ipodin, hljómflutningsgræjurnar og hlaða farsímann eða þá að hann hefur komið sér upp stigvél til að skapa orkuna fyrir búnaðinn.

Síðan má ekki vanmeta það álag sem fylgir því að búa heima hjá þeim gömlu sem að oftar en ekki hafa viðurværi sitt af andjarðarlegri vinnu eins og álframleiðslu og þungaiðnaði og þurfa að borða mat sem keyptur er fyrir skítugar launagreiðslur frá þeim iðnaði.
Þetta er ekki auðvelt líf til að kjósa sér og við hinir sem fastir erum í því úrelta hugarfari að vinna við framleiðslu til að sjá okkur og okkar farborða ættum að virða þetta fólk meira og sýna því stuðning.

Ég hinsvegar er svo forpokaður og óforbetranlegur að mér finnst að það ætti að velja sæmilega eyju í einhverjum firðinum planta hákörlum í kringum hana byggja sæmilegt íveruhús og gripahús koma fyrir nokkrum beljum , rollum. geitum og svínum ásamt gömlum amboðum eins og orfi og ljá, hrífu skóflu, gafli og eldfærum og leyfa þeim sem að hafa orðið uppvísir af því að brjóta lög okkar náttúruspellvirkjana að taka út sína refsingu óáreittir og í sátt við móður jörð með þeim lifnaðarháttum sem teljast vera næst náttúrunni.

Ég er nú ekki betur innrættur en þetta.


mbl.is Unnu spjöll á sendiráði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla stúlkan með blokkflautuna.

Sínum augum lítur hver á silfrið er sagt Ég get nú varla sagt annað en að glott hafi færst á varir mínar þegar dæmi um róttækan sparnað er að leggja niður bókasafn og tónlistarskóla Hvenær ætli maður heyri dæmi um sparnað þar sem að fólk byrjar á að skera niður í stjórnsýslunni það er hjá sjálfum sér.

Nei það er alltaf ráðist á það sem lægst er og gæti komið börnunum okkar til góðs. Mikið hljóta þeir sem að komu okkur í þessa stöðu að vera hreyknir af sjálfum sér þar sem að þeir búa enn í sínum háreistu höllum meðan að litla stúlkan sem að fékk blokkflautu í gjöf á afmælinu sínu horfir á hana tárvotum augum þar sem hún liggur á borðinu gagns laus vegna þess að það er búið að leggja niður skólann hennar.

Skammist ykkar.


mbl.is Óvissa á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld full metnaðar.

Ég vildi þó að metnaðurinn beindist frekar að endurreisn Íslensks atvinnu og efnahagslífs heldur því að kviksetja möguleika Íslands til þess að framleiða sig út úr kreppunni.  Það væri skrítið ástandið ef að stjórnvöld hefðu hlaupið eftir öllum heimsendaspám sem hafa á okkur dunið. Í kringum 70 var það ísöldin um 2000 þá var það aldamóta krassið og svo framvegis. Kannski eru stjórnvöld bara viss um að það sé hægt að skrifa undir hvað sem er því næsti heimsendir er 2012 og þá þarf ekki að standa skil á neinu ef hann rætist.

En hvað ef 2012 kemur og fer og engin heimsendir og hvað ef að það fer að kólna hefur einhver leitt hugann að því hvað 3°C fall á hitastigi myndi gera okkur það setur að mér þann hroll að mannkynið sé svo önnum kafið við að berjast við hlið Don Kikote að það sjái ekki hinn raunverulega óvin sem að læðist að því í rólegheitum og heitir kólnandi veðurfar, hvað gera Danir þá.?

Síðan en ekki síst þá er það meira en lítið spaugilegt að stjórn sem að kennir sig við jöfnuð og félagshyggju skuli ætla af fúsum og frjálsum vilja að afhenda hinu kapitaliska kerfi stjórn á allri framleiðslu um langa framtíð og setja hana undir hatt gróða og græðisvæðingar. Það hljómar hálf falskt að tala í öðru orðinu um að afnema kvóta af fiskveiðum en vilja kvótasetja hitt gulleggið í sömu andrá og í þokka bót selja sjálfdæmi um framleiðslurétt okkar til ESB .

Skildi það ekki varða stjórnarskránna.


mbl.is Ísland og ESB gera samkomulag í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fylla í gat.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst stjórnmálamenn leita langt yfir skammt í leit sinni að fituhnúðunum sem að má skera til að spara í rekstrinum. Þeir slá sömu keilurnar aftur og aftur það er skorið niður í heilbrigðismálum ráðist á sjómannafslátt og svo framvegis. Að öðru leiti finnst mér þeir haga sér eins og refurinn en sagt er að hann bíti aldrei nálægt greninu. Mér finnst eftir lestur á athugasemdum fjárlaganefndar ekki mikið til koma um sparnað í batteríinu og sumar tillögur um eyðslu eru hrein móðgun við fólk sem að nú berst í bökkum við að halda ofan á sér húsnæði sínu.

Eitt af því sem að ég uppgötvaði í þessari skoðun minni eru skattfríðindi embættismanna sem að mínu mati mega alt eins fjúka ef menn ætla að fara að ráðast á sjómannaafsláttinn

Sjá færslu um það é eftirfarandi tengli.

http://jaj.blog.is/blog/jaj/entry/991900/


mbl.is Sendiherrabústaður seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exelútreikningar

Hvernig dettur mönnum í hug að þessi upphæð skili sér 2009 210 milj 2010 1000 000.000 mismunur 790.000.000  Þetta er eitt af því sem að fólk dregur saman fólk leggur í og gerir allt til að komast hjá þessum skatti sennilega mun smygl aukast. Ef að önnur tekjuöflun er byggð á samskonar sandi þá má segja enn og aftur Guð hjálpi Íslandi.

Auk þess er spurning hvort að ekki ætti að fara að banna notkun Exel hér á landi.


mbl.is ÁTVR skili milljarði í ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju borga ekki allir skatta ?

Á vef Dómsmálaráðuneytis er reglugerð um tekju og eignaskatta þar kemur fram að hluti embættismanna er undanþegin tekju skatti af launum sínum. Ég verð að viðurkenna það að ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki sanngjarnt síðan er mér forvitni að vita eftirfarandi. Reglugerðin er hér neðar á blogginu.

1. Útvegar ríkið þessum embættismönnum einnig húsnæði án endurgjald.
2. Hver eru rökin fyrir þessu skattfrelsi.
3. Hvað er hér um marga embættismenn að ræða.
4. Hvað þiggja margir þessara einstaklinga einnig eftirlaun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu sem var.

Síðan má geta þess að samkvæmt vef Ríkisskattstjóra þá eru almennir dagpeningar núna  fyrir flokk 1 Euro 312  Flokk 2 Euro 265 FLokk 3  Euro 235 FLokkur 4 Euro 208 Kaupmannahöfn er í flokki 3 þannig að ef fólk vill reikna þá er hægt að taka þann fjölda embættismanna sem nú er á loftslagráðstefnu og finna kostnaðinn samkvæmt eftirfarandi  Fjöli embættismanna X dagafjöldi X 235 X 187 = Kostnaður í ISK
Þá fæst kostnaðurinn af ráðstefnunni að því gefnu að allir noti þessa dagpeninga til greiðslu á ferðakostnaði og ríkið greiði ekkert af þeim hluta utan við hinar almennu dagpeninga greiðslur. Síðan eftir því sem að ég veit best þá eru dagpeningar frádráttarbærir til skatts.

Hér er 5 grein reglugerðarinnar

Eftirtaldir menn eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
1. Forseti Íslands.

2. Handhafar valds Forseta Íslands eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir það starf.

3. Þeir, sem starfa erlendis í þjónustu íslenska ríkisins, eru undanþegnir tekju­skatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi, sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn á vegum utanríkisráðuneytisins við sendiráð Íslands, hjá útsendum ræðismönnum, eða eru fastir fulltrúar Íslands við alþjóðlegar stofnanir, sem Ísland er aðili að.

4. Embættismenn, fulltrúar og aðrir, sem erlendis starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf skv. því, sem ákveðið er í samningum þeim, sem Ísland er aðili að.            

5. Erlendir þjóðhöfðingjar og erlendir starfsmenn þeirra.

6. Sendiherrar erlendra ríkja, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn við sendiráð erlendra ríkja. Sendiherra tekur hér til allra sendimanna annarra ríkja, sem eftir reglum þjóðaréttar teljast til diplómata. Starfsmennirnir verða að vera í fastri þjónustu sendiráðanna og hafa starfið að einkastarfi. Íslenskir starfs­menn sendiráðanna njóta engra ívilnana í skatti skv. þessari gr.

7. Konsúlar annarra ríkja, sem ekki eru íslenskir þegnar. Ef konsúllinn er íslenzk­ur þegn, hvort sem hann er sendikonsúll eða heimakonsúll, þá nýtur hann eigi skattfrelsis. Sama er um konsúla, sem að vísu eru ekki íslenskir þegnar, en eru þó ekki sendikonsúlar (consules missi), heldur eiga hér heimili af öðrum ástæð­um, t. d. sem kaupsýslumenn, forstjórar stofnana eða fyrirtækja o. s. frv., þeir verða skattskyldir hér.

8. Menn úr liði Bandaríkjanna, sem dvelja hér á landi skv, varnarsamningi frá 5. maí 1951, sbr. lög nr. 110/1951, skyldulið slíkra manna eða starfsmenn, sem ekki eru íslenzkir þegnar en ráðnir hafa verið til starfa vegna framkvæmda skv. samningnum.

Þeir, sem taldir eru í 3.-8. tl. þessarar gr., skulu þó gjalda hér skatt, ef þeir hafa hér tekjur skv. 3. gr. A. 1.-5. tl. eða eignir skv. 3. gr. B. 1.-3. tl., það er, þeir hafa sams konar skattskyldu sem erlendis heimilisfastir aðilar, greiða skatt af sömu tekjum og eignum, að undanteknum tekjum af embætti sínu eða starfi, sem þeir fá frá viðkomandi erlendri ríkisstjórn eða stofnun, er þeir starfa fyrir hér á landi. Þó gildir það sérákvæði hér, að því er snertir 3. gr. A. 1, að nægilegt er, að aðili hafi tekjur af fasteign, t. d. af framleigu sem ítakshafi o. s. frv., enda þótt hann eigi enga fasteign. Að öðru leyti gildir hér það, sem sagt er í 3. gr. um framangreinda liði, og skattur greiðist eingöngu af þar greindum tekjum og eignum, en engum öðrum.


Skyldulesning

Hvet fólk til að lesa viðhengið þar kemur ágætlega fram hvað leiðtogar vorir telja forgangsmál í landinu. Utanríkismál og síðan þair flokkar sem að snúa að þeim sem minna mega sín vekja athygli mína jú og svo umhverfisapparatið. Ég sé ekki ástæðu til að eiða peningum í fronleifagröft nú um stundir það sem er undir moldu hefur verið þar um aldir og unir sér þar vel nokkur ár í viðbót.
mbl.is 14,4 milljarða aukinn halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Innan um leiðinlegar og slæmar fréttir þessa dagana slæðist ein og ein sem að má gleðjast yfir eins og þessi.

Ég óska Síldarvinnslunni og áhöfninni á Barða til hamingju með endurbæturnar og góðrar veiði á árinu sem nú fer í hönd.


mbl.is Íslensk vinnslulína í Barða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leysast upp

Ráðstefnan er að leysast upp eins og skýin sem kannski er eins gott því að ég held hún sé ekki til þess gerð að skapa virðingu á leiðtogum okkar sem lofa og lofa og sama hlutnum jafnvel aftur bara í öðru formi. Hvaðan eiga til dæmis þeir peningar að koma sem að eiga að fara til þróunarlandana eitt er víst að almenningur á vesturlöndum er ekki aflögufær sem stendur og ef farið verður mikið dýpra í vasa hans verður hann í sömu stöðu og almenningur í Afríku.

En það sem kannski vekur meiri athygli mína og ég hef verið að skoða er kostnaður okkar við að senda fólk þarna út. Ég fór á vef ríkisskattstjóra og skoðaði upphæð dagpeninga sem greiddir eru ríkisstarfmönnum og reiknaði út miðað við 15 daga ráðstefnu talan sem að ég fékk var af því kaliberi að ég hvet þá sem vilja að fara á vefinn og reikna sjálfir ég alla vega fæ út tölu sem að ég á bágt með að trúa en fær sjómannaafsláttinn til að blikna í samanburði við hana.

Hefði bara ekki verið nær að vera heima og sleppa því að fara eins og hagsýn húsmóðir og um leið að láta vera að afsala þjóðinni miljörðum í loforðasamkeppni við aðra til að þykjast vera þjóð með þjóðum.

Það finnst mér og mér finnst líka að þegar fólk boðar niðurskurð þá eigi það að skera eigin hluti fyrst.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottastir

Er nokkur furða að forsvarsmenn Lífeyrissjóða vilji halda dauðahaldi í verðtrygginguna sem langt er komin með að hylja arfaslakan árangur sömu sjóða í ávöxtun á undanförnum árum. Og enn lagast staðan þegar þessir sömu sjóðir verða búnir að loka Reykjavík af og rukka alla sem fara inn og alla sem fara út um vegatolla eins og ein tillagan hefur hljóðað upp á.

Eins og ég sagði flottastir Svo er bara spurning hvað mikið af þessari eignaaukningu er uppskrúfað bull með arfa vitlausri verðtryggingu sem nú eftir áramótin mun auka vermæti eignanna enn meir þegar að efnahagsaðgerðir ógnarstjórnarinnar taka gildi.


mbl.is Eignir lífeyrissjóðanna aukast milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband