Stjórnvöld full metnaðar.

Ég vildi þó að metnaðurinn beindist frekar að endurreisn Íslensks atvinnu og efnahagslífs heldur því að kviksetja möguleika Íslands til þess að framleiða sig út úr kreppunni.  Það væri skrítið ástandið ef að stjórnvöld hefðu hlaupið eftir öllum heimsendaspám sem hafa á okkur dunið. Í kringum 70 var það ísöldin um 2000 þá var það aldamóta krassið og svo framvegis. Kannski eru stjórnvöld bara viss um að það sé hægt að skrifa undir hvað sem er því næsti heimsendir er 2012 og þá þarf ekki að standa skil á neinu ef hann rætist.

En hvað ef 2012 kemur og fer og engin heimsendir og hvað ef að það fer að kólna hefur einhver leitt hugann að því hvað 3°C fall á hitastigi myndi gera okkur það setur að mér þann hroll að mannkynið sé svo önnum kafið við að berjast við hlið Don Kikote að það sjái ekki hinn raunverulega óvin sem að læðist að því í rólegheitum og heitir kólnandi veðurfar, hvað gera Danir þá.?

Síðan en ekki síst þá er það meira en lítið spaugilegt að stjórn sem að kennir sig við jöfnuð og félagshyggju skuli ætla af fúsum og frjálsum vilja að afhenda hinu kapitaliska kerfi stjórn á allri framleiðslu um langa framtíð og setja hana undir hatt gróða og græðisvæðingar. Það hljómar hálf falskt að tala í öðru orðinu um að afnema kvóta af fiskveiðum en vilja kvótasetja hitt gulleggið í sömu andrá og í þokka bót selja sjálfdæmi um framleiðslurétt okkar til ESB .

Skildi það ekki varða stjórnarskránna.


mbl.is Ísland og ESB gera samkomulag í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein, tek heilshugar undir allt sem þar kemur fram.  Sumir eru betri en aðrir að koma orðum að hlutunum og enga þekki ég beri en þig þar, gamli skólabróðir.

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 17:53

2 identicon

Flott og góð grein hjá þér Jón. Vona að þú hendir mér ekki út eins og Morten Lange gerði og hafði þá afsökun að Rekkinn væri dónalegur og ómálefnalegur. Það var Rekkinn ekki frekar en endranær, en skal viðurkenna að hafa verið háðskur. Þessir svokölluðu umhverfissinnar hér á blogginu sem Rekkinn hefur uppnefnt umhverfisverndarfasista í orðsins fyllstu meiningu þola það ekki að bent sé á öfgarnar í þeirra málflutningi. Því síður þola þeir að bent sé á veilur í þeirra málflutningi varðandi hlýnun jarðar, málflutningur sumra þeirra flokkast líklega frekar undir átrúnað en trúverðuga rökhyggju byggða á staðreyndum.

Rekkinn (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Rekkinn" ekki fékk ég nú "blíðar"móttökur þegar ég kallaði þá "Náttúruverndar-Ayatolla" eða "kaffihúsanáttúruverndarlið" og hef gagnrýnt þá mikið en ég hef ekki orðið svo "frægur" að verða hent út vegna þess mér hefur bara verið hent út vegna pólitísks pistils af Landráðafylkingarkerlingu, sem fékk hland fyrir hjartað vegna skrifa minna.

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður gamli skólabróðir þakka hrósið en ætli það fari ekki að stytaast í að maður nenni þessu ég er farin að sjá að ástandið og vitleysan í þjóðfélaginu er farin að hafa áhrif á skapsmuni mína ég er meira að segja orðin geðvondur eitthvað sem að ég hélt að væri ekki í genabanka mínum en kannski er það bara ellin ætla sjá til svona yfir jólin og hvort að mér og jólaandanum tekst ekki að mætast einhverstaðar.

Rekkin þér er óhætt hér ég hef gaman að menn takist nokkuð þétt á í skoðanaskiptum enda er okkur allavega enn um stund heimilt að hafa skoðanir en set mörkin að menn fari ekki hamförum gagnvart öðru fólki og langflestir gera það ekki  enda hef ég lítið þurft að skipta mér af hér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.12.2009 kl. 21:02

5 identicon

Þakka þér fyrir Jón. Kommenta örugglega á greinar hjá þér aftur. Verð málefnalegur sem fyrri daginn, þó kaldhæðinn sé stundum.

Já Jóhann, svona er þetta varðandi Rekkann. Kallinum hefur verið hent út hjá nokkrum bloggurum. Aðallega hjá ESB trúboðum og sjálfskipuðum umhverfisverndarfasistum haldnir heimsendaþráhyggjukomplex sem þola enga ágjöf á bátinn, enda er hann borðlágur. Þetta eru þvílíkar kerlingar.

Rekkinn (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband