Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.1.2010 | 09:44
Um hverja var slegin skjaldborg.
Það var ágætis greining á því í Silfrinu í gær hverjum var bjargað í hruninu og hverjir eiga að borga það. Þeim sem var bjargað var fjármagnseigendum það tók ekki nema 15 mínútur að bjarga þeim en það eru liðnir meira en 15 mánuðir og enn ekki hægt að henda svo mikið sem björgunarhring til hins almenna miðstéttar manns
Þetta var síðan staðfest í morgun að mínu mati í viðtali á Bylgjunni við bílasölumann sem var ánægður með góða sölu á jeppa sem kostar milli 9000 0000 og 10 000 000 þeir eru búnir að selja helminginn af áætlaðri árs sölu. En ódýrari bílar og bílar í milli flokkum seljast ekki.
Hvers vegna jú það er fólkið í þeim hóp sem á að borga brúsann hin almenna Íslenska millistétt fjármagnseigendum er hlíft.
Það skildi þó ekki vera að sú leið sem farin var hafi verið valin vegna þess að hún hafi bjargað fjármunum valdastéttarinnar líka.
24.1.2010 | 13:31
Það á að fara að lögum.
![]() |
Vill álit HÍ á ákærunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2010 | 10:23
Ekki marktækt prófkjör
Hvers vegna er verið að kjósa þegar að úrslitin eru síðan ekki marktæk fólk er fært á milli sæta vegna kynferðis ég er fylgjandi jafnrétti en það er ekki fólgið í því að sniðganga úrslit prófkjörs þar sem kosið er um málefni en ekki kynferði. Þess vegna er þetta prófkjör í raun ekki marktækt að mínu mati úrslitunum er í raun hagrætt. Það á einnig við um önnur tilfelli og dæmi þar sem úrslitum atkvæðagreiðslna er hagrætt eftir á vegna kvóta eða annars. Eins og ég sagði það er kosið um málefni sem frambjóeðdnur fylgja ekkert annað.
Ef síðan fólki finnst kynjakvótar eðlilegir í stjórnmálum þá er nóg að hafa bara tvo frá hverjum flokki konu og karl því þá virðist staðan vera sú að málefnin skipti ekki máli því að fólk eigi að fylgja línunum sem að flokkurinn gefur síðan er það bara lookið að hafa þetta jafnt svo að hægt sé að slá upp balli og allir hafi dansfélaga.
![]() |
Guðmundur sigraði í prófkjöri Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2010 | 13:56
Ekki hægt að treysta oss hinum grunnhyggnu skuldurum.
Hvers vegna fær maður kuldahroll á bakið og óbragð í munninn þegar maður les þetta. Er það vegna þess að en ein bakstungan frá stjórnvöldum er í uppsiglingu. Þessi stjórn virðist ekkert geta gert í samráði við þegna sinna enda lýtur hún á þá sem grunnhyggna skuldara sem keyptu sér flatskjái og settu heilt land á hausinn með því.
Svo það sé á hreinu þá þarf ekki að mínu mati neitt ríki að kanna eitt eða neitt í þessu máli þangað til að hafið er yfir allan vafa að okkur beri yfirleitt að borga nokkurn skapaðan hlut. Þangað til það er hafið yfir allan vafa mun ég berjast á móti því að skuldabaggar verði lagðir á börn mín og barnabörn aðrir foreldrar verða síðan að eiga við sína samvisku hvað þeir gera.
Ég segi nei nei nei við Icesave og bæti orðið við burt með ríkisstjórnina.
Nú ætla ég á Austurvöll og þeir sem nú eru við völd geta þakkað fyrir að við sem mótmælum núna virðumst enn sem komið er hafa meiri sjálfstjórn heldur en þegar þeir mótmæltu á síðasta ári en verið viss um að allt hefur sín takmörk líka sjálfstjórn og langlundargeð okkar hinna grunnhyggnu skuldara.
Var ekki sagt allt upp á borðið og gagnsætt mér finnst að síðan hafi ríkt hér almyrkvi í þessum málum
![]() |
Erlent ríki kannar sáttagrundvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2010 | 11:57
Strákarnir mínir.
Ég styð landsliðið bæði í sorgum og sigrum það er lélegt að í hvert sinn sem að á móti blæs er´hnýtt í þá en þegar sigrar vinnast þá eru þeir strákarnir okkar.
Ég vona samt heitt og innilega að þeir nái taktinum í dag og rótbursti Dani. Það væri svo fjári gaman
![]() |
Gefum allt í leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2010 | 21:44
Taka Winston á þetta.
Ég vil taka einn Winston á þetta það er að bjóða Bretum og Hollendingum skilyrðislausa uppgjöf. Eftir því sem að ég les meira skoða meira og velti þessu meira fyrir mér verð ég staðfastari í þeirri skoðun að við eigum ekki og okkur ber ekki að borga. Er ég síðan eftir lesturinn umgengst börn og barnabörn þá er ég líka alveg viss um að þeim ber als ekki að borga þetta. Ef Bretar og Hollendingar vilja bætur þá búa flestir sökudólgarnir nú þegar innan þeirra landamæra og þeir geta bara rukkað sjálfir.
Svo frá mínum bæjardyrum séð mun ég aldrei greiða þeim Íslenska stjórnmálamanni sem að tekur þátt í að leggja þessar óréttlátu skuldir á börn mín atkvæði mitt.
Hvernig gengur svo með minnisvarðan um þá sem greiddu atkvæði með lögunum hvar er hægt að leggja inn framlög.
![]() |
Eðlilegt að undirbúa viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2010 | 19:20
Uppsagnirnar farnar að virka strax
Mér flaug nú til hugar yfir kvöldfréttunum að uppsagnir starfsmanna á RúV væru þegar farnar að virka þegar Fréttastofan bað valdstjórnina afsökunar á fréttaflutningi hægri vinstri.
Það skildi þó ekki vera að VG hafi átt við RÚV með fjölmiðla ályktun sinni og sé nú að aðlaga fyritækið að félagslegum sjónarmiðum.
Mér dettur það í hug en ég er nú bara grunnhygginn skuldari eins og mér skildist á dóttur Móses svo hvað veit ég.
![]() |
Alls missa 50 manns vinnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2010 | 13:04
Þetta er afleiðingin.
Ég vil vekja athygli á orsökinni fyrir þessari afleiðingu en hún er sú að mínu mati að hér komst aftur til valda fólk af vinstri vængnum
Í fréttinni segir
" Íslandsbanki segir, að sú kaupmáttarskerðing, sem íslenskir launþegar hafi orðið fyrir undanfarin misseri, eigi sér fá fordæmi hér á landi og þurfi að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun"
Ég man ekki betur en að við völd hér á þeim tíma hafi verið svipuð stjórn.
Stjórn sem vill flest alla jafna en gleymir bara að taka fram að hún vill alla sem jafnasta á botninum en ekki á toppnum. Félagshyggja þessara stjórna að mínu mati er ekki að laga hlutina hjá þeim sem verst hafa svo að þeir hafi það betra heldur að taka allt af þeim sem hafa eitthvað svo að allir hafi það jafnskítt.
Nema náttúrulega ráðamenn sjálfir og eigendur fjármagns um það virðast bæði vinstri menn og hægri menn sem að ég er nú farin að efast um að séu til hér á landi mér sýnist flest allar stefnur vera fólgnar í útþennslu ríkisafskipta hér.
En báðir vængir Íslenskra stjórnmála eru samála um það frá mínum bæjardyrum séð að eigendur fjármagns skuli verndaðir yfir gröf og dauða um það er ekki ágreiningur að mínu mati og má bara benda á að verkin sýna merkin í þessu tilfelli.
Enda ef manni er hugsað til uppeldisáranna þá man maður að það var sjaldgæft að heimahundarnir bitu þær hendur sem báru þeim matin.
![]() |
Kaupmáttur nú sá sami og 2002 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2010 | 17:28
Svolítið Íslenskt
Mér þykir vænt um bændur og þetta er ekki hugsað þeim til hnjóðs.
En mér finnst þetta svolítið Íslenskt þegar varan er orðin of dýr til að við höfum efni á að nota hana þá er ekki brugðist við með því að laga það.
Varab er flutt eitthvað annað heldur en að reyna að laga kostnað að innlendum raunveruleika. Á sama tíma eru síðan stórar fjárhæðir sóttar í vasa neytanda til að hjálpa til við að flytja vöruna sem að þeir hinir sömu neytendur hafa ekki efni á að kaupa til útlanda og selja hana þar oft undir því verði sem krafist er á innlendum markaði og mismunurinn síðan sóttur í vasa þeirra sem að ekki hafa lengur efni á að kaupa vöruna hvað þá neyta hennar.
Þetta á alveg eins við um Íslenskan lánamarkað til dæmis
Og þetta er ekki bara í Landbúnaði þetta er Ísland í dag og verður svoleiðis meðan við látum þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðalaust.
![]() |
Minnsta sala á lambakjöti sem sögur fara af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2010 | 12:46
Stöndum nú vaktina.
Stöndum þétt saman og látum ekkert koma í veg fyrir að við fáum að segja álit okkar á þeim samningum sem að getu og viljalaus stjórnvöld ætla að þröngva upp á okkur með hjálp norænna vinaþjóða.
Það sannast núna hið nýja spakmæli á hegðun norðurlandana þeirra þar sem að kratar eru við völd að. Fé er feti framar frændsemi.
Lifi Færeyjar.
![]() |
Kosið 6. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |