Ekki hægt að treysta oss hinum grunnhyggnu skuldurum.

Hvers vegna fær maður kuldahroll á bakið og óbragð í munninn þegar maður les þetta. Er það vegna þess að en ein bakstungan frá stjórnvöldum er í uppsiglingu. Þessi stjórn virðist ekkert geta gert í samráði við þegna sinna enda lýtur hún á þá sem grunnhyggna skuldara sem keyptu sér flatskjái og settu heilt land á hausinn með því.

Svo það sé á hreinu þá þarf ekki að mínu mati neitt ríki að kanna eitt eða neitt í þessu máli þangað til að hafið er yfir allan vafa að okkur beri yfirleitt að borga nokkurn skapaðan hlut. Þangað til það er hafið yfir allan vafa mun ég berjast á móti því að skuldabaggar verði lagðir á börn mín og barnabörn aðrir foreldrar verða síðan að eiga við sína samvisku hvað þeir gera.

Ég segi nei nei nei við Icesave og bæti orðið við burt með ríkisstjórnina.

Nú ætla ég á Austurvöll og þeir sem nú eru við völd geta þakkað fyrir að við sem mótmælum núna virðumst enn sem komið er hafa meiri sjálfstjórn heldur en þegar þeir mótmæltu á síðasta ári en verið viss um að allt hefur sín takmörk líka sjálfstjórn og langlundargeð okkar hinna grunnhyggnu skuldara.

Var ekki sagt allt upp á borðið og gagnsætt mér finnst að síðan hafi ríkt hér almyrkvi í þessum málum


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband