Taka Winston á þetta.

Ég vil taka einn Winston á þetta það er að bjóða Bretum og Hollendingum skilyrðislausa uppgjöf. Eftir því sem að ég les meira skoða meira og velti þessu meira fyrir mér verð ég staðfastari í þeirri skoðun að við eigum ekki og okkur ber ekki að borga. Er ég síðan eftir lesturinn umgengst börn og barnabörn þá er ég líka alveg viss um að þeim ber als ekki að borga þetta. Ef Bretar og Hollendingar vilja bætur þá búa flestir sökudólgarnir nú þegar innan þeirra landamæra og þeir geta bara rukkað sjálfir.

Svo frá mínum bæjardyrum séð mun ég aldrei greiða þeim Íslenska stjórnmálamanni sem að tekur þátt í að leggja þessar óréttlátu skuldir á börn mín atkvæði mitt.

Hvernig gengur svo með minnisvarðan um þá sem greiddu atkvæði með lögunum hvar er hægt að leggja inn framlög.


mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Til að eyða misskilningi þá á ég við að Bretar og Hollendingar gefist upp á Icesave án skilyrða og við skulum fyrirgefa hryðjuverkalögin

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.1.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er sammála þér Jón. Að við eigum að borga Icesave er nauðgun breta og hollendinga á íslenskri þjóð.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitið Sólveig við verðum að standa vörð um afkomendur okkar ekki gera stjórnvöld það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.1.2010 kl. 23:01

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sé einhver dugur í Íslendingum ætti að endurskoða norrænt samstarf STRAX, hætta samstarfinu við AGS og senda þá heim til sín, fara með Ices(L)ave fyrir dómstóla og fá skorið úr þessu máli í eitt skipti fyrir öll og falli dómsúrskurður Íslandi í óhag ÞÁ verði leitað eftir samningum við Breta og Hollendinga og síðast en ekki síst: "KOMA ÞESSARI RÍKISSTJÓRN FRÁ OG SETJA Í UTANÞINGSSTJÓRN FÓLK SEM HEFUR GETU TIL ÞESS AÐ LEIÐA LANDIÐ ÚR ÞEIM ÓGÖNGUM SEM ÞAÐ ER KOMIÐ Í".

Jóhann Elíasson, 22.1.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samála þér Jói það er óþolandi að verið sé að hóta eða múta okkur annað hvort hjálpa þeir eða ekki ég vil líka bæta Nato á fara burt úr listan

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.1.2010 kl. 23:30

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er málið stjórnin er ekki starfi sínu vaxin til þess er hún of spillt og getulaus.

Sigurður Haraldsson, 22.1.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband