Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sorglegt

Ég er búin að lesa yfir athugasemdirnar hérna og þær fengu mig til að velta fyrir mér hlutum eins og uppeldi, refsigleði, fyrirgefningu óvitaskap hrottaskap og ýmsu öðru. Ég tek það fram að þessi atburður er óverjandi að mínu mati og þeir einstaklingar sem í hlut áttu eiga að vera fullfærir um að skilja afleiðingar gjörða sinna og ef þeir eru það ekki ættu þeir að vera undir handleiðslu þar til bærra aðila. Þeir geta einnig þakkað fyrir að hafa tækifæri til að bæta fyrir þann skaða sem varð af þessum óábyrgu gjörðum skaða sem verður þó seint bættur. Það er líka ljóst að þetta er ekkert í fyrsta skipti sem að svona atburðir verða og við höfum sofið á verðinum í áróðri og uppfræðslu að þetta er hegðun sem við líðum ekki í okkar samfélagi því hvort sem að okkur líkar betur eða verr þá koma upp aðstæður í lífi einstaklinga þar sem að þeir virðast ekki hugsa út í afleiðingar þess sem gert er.

Manninum er tamt að reyna að finna ástæðu fyrir öllu kannski er ástæðan hugsunarleysi augnabliks athugunarleysi foreldra skefjalaus ofbeldis dýrkun í afþreyingar miðlum dýrkun á einstaklingum sem að leysa öll sín mál með ofbeldi og eru menn að meiru fyrir.
Ég veit það ekki en ég held að hér sé oft um örmjóa línu að ræða sem því miður sumir lenda öfugu megin við fyrir augnabliks óvita gang og múgsefjun sem að á þessum aldri er mikill áhrifa valdur. Auðvitað eiga þar til bær yfirvöld að taka þetta mál föstum tökum og þessir einstaklingar að hljóta  refsingu sem að gerir þeim grein fyrir alvarleika gjörða sinna og þakka um leið fyrir þá verndarhendi sem haldið var yfir þeim þannig að þetta for ekki verr.

Við foreldrar eigum síðan að reyna að vera þátttakendur í lífi barna okkar því þó við höldum að hjá okkur sé allt í lagi og allt í blóma þá vitum við sjaldnast hve nálægt bjargbrúninni við erum oft og hve oft við sleppum með skrekkinn. Sem dæmi um það vil ég nefna atburð úr eigin lífi.

Eins og hjá öðrum foreldrum þá var algengt að vinir söfnuðust saman á heimilinu enda fátt skemmtilegra en félgsskapur ungs fólks í uppvexti. Einn daginn var svona sellufundur í herbergi unglingsins og þegar þeir fara út tek ég eftir því að þeir eru með hafnarboltakylfur í barnaskap mínum hélt ég að verið væri að fara að spila en vissi þó ekki til áhuga á hafnarbolta.
Til allrar hamingju báru þeir það traust til mín að þeir sögðu mér að hnippingar milli þeirra og annarra væru komnar á það stig að þeir sæju sér ekki annað fært en að fara vopnaðir út ef til fundar skildi koma.
Ég held að í öllu uppeldinu hafi ég sennilega aldrei lent í alvarlegri aðstæðum. Í stuttu máli tókst mér þó með því að ræða við þá langa stund að sína þeim fram á að þessi meinleysislega aðgerð að þeirra mati gæti leitt til þess að þeir myndu örkumla eða jafnvel verða manni að bana eitthvað sem að þeir höfuð ekki hugsað út í kylfurnar áttu bara að vera ógn ekkert að nota þær
Mér tókst að fá þá til að skilja að bara það að taka þær út myndi leiða atburðarásina á allt annað og hættulegra stig þegar þeir héldu út voru kylfurnar skildar eftir og þessir unglingar eru allir fjall myndarlegir og efnilegir menn í dag.
En hvað ef ég hefði ekki verið heima og þær hefðu farið út. Það er spurning sem að ég spyr mig stundum að svona með sjálfum mér um leið og ég þakka fyrir hvað ég var heppinn og hika við að skella skuldinni á aðra foreldra sem kannski voru ekki svona heppin.
Staðreyndin er nefnilega sú að það þarf ekkert endilega að vera slæmt uppeldi eða einhver dramatík á bak við svona bara einfaldlega röð slæmra ákvarðanna slysaleg tilviljun og skortur á að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.
En sá skortur sést hjá fleirum en unga fólkinu eins og við heyrum um hverja helgi í fréttum af liðinni helgi við þurfum samstillt átak, átak í ummhyggju og væntum þykju í garð hvors annars.

 

 

 

 

 


mbl.is Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er ESB um ESB

Í dag er baráttudagur verkalýðsins en ekki baráttudagur ESB sinna. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hlutverk ASI er að standa vörð um hagmuni launafólks en ekki að vera klappstýrur ákveðinna hópa í samfélaginu. ASI talar máli allra félagmanna ekki bara Evrópusinnaðra einstaklinga.

Sagt er að innganga í ESB færi okkur lægri vexti eru það ekki hagsmuna samtök launafólks ASI sem neitar þeirri leið að færa vísitölu lána aftur og þeirri leið að fella niður 20% af skuldum heimila skuldum sem til eru komnar vegna þess að óprúttnir aðilar riðluðust á Íslensku efnahagslífi og krónu eins og lambhrútar á vordegi en eru ekki tilkomnar vegna hegðunar hins almenna Íslendings.

Af hverju má ekki fara þá leið sem gagnast öllum strax ESB aðild gagnast einhverjum í framtíðinni ef hún þá gagnast. Jú það þarf að verja fjármagnið. Er ekki komin tími til að það verði einnig skoðað hvort að það samrýmist hagsmunum verkafólks að forustu menn þeirra þurfi einnig að ganga erinda fjármagnsins það er jú löngu þekkt staðreynd að hagsmunir þessara tveggja liða fara yfirleitt ekki saman.
Það er vinsæl kenning að matarverð muni lækka við inngöngu en mun það ske hvað varð um lækkun virðisauka skatts á matvæli hvernig er þróun bensínverðs á landinu það er ekkert sem að stendur í vegi þess að álagning á þessar vörur lækki en hefur hún gert það. Ég sá á blogginu hér áðan að það mætti lesa út úr uppgjöri N1 að þeir hefðu hækkað álagningu fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Aftur á móti er nokkuð ljóst að við inngöngu myndu tapast störf  félagsmanna í ASI í all nokkrum mæli. Matvæla öryggi yrði sett í hættu ásamt öðrum atriðum.

Ég er sammála Gylfa í því að það þarf að koma á stöðugleika en honum er hægt að koma á án hjálpar Evrópusambandsins enda er það ljóst að til að verða gjaldgengur þarf að ríkja stöðugleiki í hagkerfinu og hann næst með innri aðgerðum það er góðri hagstjórn og innra skipulagi lýðveldisins en hefur ekkert með ESB að gera. Það eru lönd í ESB í vondum málum þó að þau séu þar  svo að það er ekkert sem að kemur í staðin fyrir vandaða og agaða hagstjórn.

ASI á síðan að snúa sér að baráttu verkafólks það skýtur hálf skökku við að persónu samningar og vinnustaða samningar skuli skila fólki orðið meiri kjarabót heldur en barátta verkalýðshreyfingarinnar sem að í dag snýst svo til eingöngu um að verja lágmarkstaxta taxta sem að í raun eru svo lágir að það er hagfeldara að þiggja atvinnuleysis bætur en að vinna og framleiða verðmæti fyrir þjóðarbúið á þeim töxtum.

Gleðilegan 1 Maí


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er okkur ekki sagt allt.

Ég hef megna vantrú á upplýsingagjöf stjórnvalda allstaðar og eftir því sem að lengri tími lýður frá fyrstu fréttum af flensunni frá Mexico þá vakna spurningar hjá mér.

Þessi flensa sem fer nú yfir virðist ef grannt er skoðað ekki miklu mun mannskæðari en aðrar flensur sem að ríða yfir með vissu millibili. Samt með því að fylgjast með þeim viðbrögðum sem í gangi eru má draga þá ályktun að hér sé alvarleg almanna hætta á ferð. Er það vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem að svona veira getur farið á milli manna eða er eitthvað annað sem að við vitum ekki.

Mér persónulega finnst eins og að það vanti einhverjar upplýsingar en kannski eru þær bara ekki til og fréttaflutningur nútímans gerir yfirleitt lítið til að kafa undir yfirborðið.
mbl.is Dregur úr smithraða í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ósammála

Ég er ósammála Al Gor og öðrum heimsenda spámönnum sem að spá heimsendi fyrir góða þóknun. Enda er ég þannig gerður að ég efast alltaf um spámennsku þegar hagnaður hangir á spýtunni og svo er í mörgum tilfellum öfgaspádóma um loftslagshlýnun að mínu mati.

En það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér og mér mun þá refsað með því að sökkva í Atlandshafið sem hækka mun um einn metir fyrr en varir. (þó er athyglisvert að Al keypti sér hús á sjávarbakka) Það sem ég meina að mér verður þá refsað fyrir skammsýni mína þegar ég svamla út frá landinu sem fer í kaf bót í máli er að þá verður sennilega ef spámenn hafa rétt fyrir sér bara þægilegt að synda hér vegna hita.

En ég geld fyrir fávisku mína ef það er fáviska að trúa ekki á það að maðurinn sé þessi stór orsaka valdur í hlýnun jarðar.

Mér er aftur á móti spurn hvort að heimsenda spámennirnir gjaldi fyrir það ef skoðanir þeirra eru rangar. Ef svo færi að það myndi koma í ljós að maðurinn er enn bara maur í alheiminum og ekki fær um að breyta neinu svo að nokkru nemi. Segjum að það komi í ljós að fyrri spádómar voru réttari og það er að koma Ísöld og að hin raunverulega hitastjórn jarðar er sólin.

Ættu þá ekki þeir sem hafa jafnvel valdið hungri hækkandi matvæla verði og öðru sem valdið hefur mannfólki þjáningu vegna ákvarðanna tekna á röngum forsendum sem að þeir töldu fólki trú um að væru réttar.
 Ættu þeir ekki einhvernvegin að bera ábyrgð á því ef að þeir hafa rangt fyrir sér myndi það ekki gera umræðuna ábyrgari og menn ekki eins yfirlýsinga glaða.

Ef ég man rétt þá er ég búin að lifa að minnsta kosti þrjú endalok móður jarðar og við erum enn hér bæði tvö það er ég og jörðin. 


mbl.is Gore segir örlagastund nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslæmt

Þetta er arfaslæmt mál og allt að því skelfilegt því að þó að þessi pest verði vonandi ekki mannskæð þá kemur hún sennilega til með að hafa stór áhrif á ferðamennsku þetta sumarið ef hún breiðist hratt út. Hún gæti gjöreyðilagt afkomu ferðaþjónustu þetta árið ef settar verða á ferðatakmarkanir á næstu mánuðum.
mbl.is WHO hækkar viðbúnaðarstig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reddar ESB atvinnuleysinu

Auðvitað vilja stjórnmálamenn í ESB það opnast möguleikar á tugum ef ekki hundruðum nýrra starfa sem hægt er að planta í þeim sem að þarf að forða frá því að vinna við framleiðslu störf og aðra gjaldeyrisskapandi vinnu. Launakostnaður þeirra verður svo bara enn einn pakkinn sem lendir á baki þeirra sem reyna að skapa gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið. Eða þannig lýtur þetta út fyrir mér. Því það er óskiljanlegt að umsókn um ESB og evru leysi öll okkar mál það breytist ekkert við erum jafn skuldug jafn fá búum enn á sama stað það er eitthvað annað þarna á bakvið svona eins og öngullinn sem falin er bak við beituna. Það gerir enginn eitthvað fyrir ekkert ekki ESB frekar en aðrir einhverstaðar er svarti Pétur í þessu öllu saman.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa við stóru orðin

Bendi á að það er ekki nóg að vera svokallaðir sigurvegarar kosninganna. Fyrir kosningar voru öll vandamál auðleysanleg og mest lá á að fjalla um greiðslur til manna. Nú eftir kosningar virðist vígahamurinn vera að fara af mönnum. Við sem að ekki aðhyllumst stefnu hinna svokölluðu sigurvegara kosninganna eigum heimtingu á því að þeir standi við stóru orðin. Vega þess að þeir með sigri sínum komu í veg fyrir þá möguleika sem að við sem töpuðum teljum að henti betur.
mbl.is Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

37% fylgi við ESB

Samfylkingin 29,7 Bogaraflokkurinn 7,2% þetta er hinn mikli sigur Evrópusinna að mínu mati.
Fyrir kosningar sögðu vitringarnir að ESB stefna Framsóknar með sínum skilyrðum jafngilti því að flokkurinn væri á móti ESB. VG eru á móti ESB og Sjálfstæðiflokkurinn líka þannig að 63% þjóðarinnar er á móti samkvæmt þeirri skilgreiningu og skiptir litlu máli hvað margir sameiningar sinnar eru dregnir í Evrópusilfrið þá tala þessar tölur fyrir sig sjálfar.
Það er greinilegt að þjóðin hefur sagt sitt álit og ef að það er staðreynd að allir eurokratar Sjálfstæðisflokks hafi farið og kosið Samfylkinguna þá eru þeir nú ekki mjög margir. Því er engin ástæða fyrir VG að láta neitt undan eða Sjálfstæðisflokk að breyta stefnu sinni og hvað þá Framsókn að slá nokkuð af sínum kröfum. 

Síðan leikur mér enn einu sinni hugur á að vita hvað ætlar Samfylkingin að gera ef þjóðin segir nei hvert er þá mál B hjá henni til að bjarga okkur og líka hver er áætlun B ef að umsókn og aðildarviðræður leiða ekki til þessa stórkostlega efnahagsbata sem á að skella á um leið og þær hefjast.


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont mál

Það virðist sem að Danir eigi í síauknum erfiðleikum með að hemja glæpagengi og eru fréttir af skotárásum þar í landi að verða alltof algengar. Þetta er synd vegna þess að Danmörk hefur verið í fararbroddi í velferð og umburðarlyndi. En kannski hafa þeir verið of umburðarlyndir og eru að súpa seiðið af því í dag. Það er mikið vitnað í hin norrænu velferðarmódel hér á landi þessa dagana þau byggjast á velferð og samhjálp en þau eru norræn velferðar módel vegna þess að velferðin og samhjálpin byggir á norrænum hugsunar hætti og hefðum. Þessa hugsunar  hætti og hefðir þurfum við að standa vörð um í sífellt vaxandi alþjóða væðingu og samþættingu heimsins.
mbl.is Mótmælt á Norðurbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurvegarar kosninganna

Sigurvegari kosninganna er ekki Samfylking heldur VG þeir bættu sig vel og óska ég þeim til hamingju með það þó ég sé ekki fylgismaður þeirra.
Því er það augljóst að næstu stjórn ætti Steingrímur að leiða.  Síðan hefst nú hin seinni barátta og það er gegn inngöngu í ESB það hefur ekki komið fram í umræðunni allavega er því ekki haldið á lofti að það er meirihluti þjóðarinnar sem er á móti svo ef að Framsókn vill fremja pólitískt harakiri þá berst hún fyrir inngöngu. Enn er nefnilega meirihluti þjóðarinnar með trú á sjálfan sig trúir því að með samstöðu og vilja komumst við yfir vandamálin. Það er bágt að leiðtogarnir hafi ekki sömu trú á sjálfum sér eða þjóðinni.

En nú er kosningum lokið til hamingju þeir sem komust inn. Munum síðan að menn verða dæmdir af efndum og verkum sínum en ekki loforðum sem oft vilja gleymast.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband