Er okkur ekki sagt allt.

Ég hef megna vantrú á upplýsingagjöf stjórnvalda allstaðar og eftir því sem að lengri tími lýður frá fyrstu fréttum af flensunni frá Mexico þá vakna spurningar hjá mér.

Þessi flensa sem fer nú yfir virðist ef grannt er skoðað ekki miklu mun mannskæðari en aðrar flensur sem að ríða yfir með vissu millibili. Samt með því að fylgjast með þeim viðbrögðum sem í gangi eru má draga þá ályktun að hér sé alvarleg almanna hætta á ferð. Er það vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem að svona veira getur farið á milli manna eða er eitthvað annað sem að við vitum ekki.

Mér persónulega finnst eins og að það vanti einhverjar upplýsingar en kannski eru þær bara ekki til og fréttaflutningur nútímans gerir yfirleitt lítið til að kafa undir yfirborðið.
mbl.is Dregur úr smithraða í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband