Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Söguskoðun

Ég hef tekið upp þann sið að lesa nokkur gömul blogg mín við og við og viðurkenni að það veitir mér gleði að sjá í fortíðinni hvað framtíðarspár eru arfavitlausar. Þan 5 júlí 2007 birtist frétt i MBL að hækkun húsnæðis væri drifkraftur verðbólgu Þá er haft eftir aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins eftirfarandi úr leiðara Af vettvangi sem er fréttablað eða var.

Hann segir að ákvörðun félagsmálaráðherra að lækka lánshlutfall í 80% sé spor í rétta átt og mund skila árangri Ennfremur segir þessi góði maður að  þróun fasteignamarkaðar verði þó aldrei eðlileg fyrr en umsvif Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð við félagslegt hlutverk en bönkum og sparisjóðum látið eftir að sinna almennum íbúðalánum.  Feit letrun er undirritaðs

Var þetta rétt framtíðarspá eða hvað. 

Mér finnst fróðlegt að kíkja á svona hluti því þeir sýna mér hve rangt fólk hafði fyrir sér í fortíð og því ætti maður eitthvað frekar að hlusta á nútíma speki.


Ógnarstjórn

Ég man ekki eftir því að hafa heyrt þjóðinni hótað áður og það tvisvar á sama deginum af stjórnvöldum fólk hefur greinilega kosið yfir sig breytta tíma.

Mér finnst  bæði Jóhanna og Gylfi hafa sett niður í dag baráttan við að verja fjármagn og fjármagnseigendur hefur heltekið þau


Lausn ?

Þetta er góð lausn hjá Lilju sé horft til stöðugt meiri ríkisafskipta en við skulum athuga það að fyrirtæki sem að fær vinnuafl þar sem að ríkið borgar vinnulaunin er í samkeppni við önnur fyrirtæki sem þurfa að greiða laun sín sjálf. Lausnin verður að segja upp fólki og ráða fólk á atvinnuleysisbótum í störfin. Við höfum dæmi um þetta þar sem erlent ódýrara vinnuafl hefur tekið yfir störf innfæddra. Þetta er því í mesta falli lausn til ákaflega skamms tíma en stórhætta á að hún festi í sessi ríkisgreiddan atvinnurekstur þar sem að þeir sem eru flokknum þóknanlegir fái brauðið en hinir skorpuna.

 


mbl.is Fleiri fái að ráða í bótavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til upplýsingar

Ég held að ég geti frætt Gylfa á því að það sem fólki gengur til er reiði. Reiði yfir litlum lausnum reiði yfir því að sú skjaldborg sem talað erum sést ekki nema í líki spilaborgar. Afskrifaðar eru skuldir fyrirtækja sem mörg hver áttu hlut í hruninu. Menn kaupa fyrirtæki aftur ormahreinsuð og á nýju verði. Menn fá jeppa til umráða í ríkisfyrirtækjum. og sv framvegis og framvegis. Á meðan er þeim sem verst standa boðið upp á tilsjónarmann þvílík móðgun við fólk sem ekki hefur sér annað unnið til saka en að hafa reynt að koma þaki yfir höfuðið að fá forráðamann frá þeim stofnunum sem komu fólkinu á kné.

Lánadrottnar eru líka eitthvað að skilja skuldbindingar sínar á annan hátt en aðrir í mörgum tilfellum ef mark er takandi á sögum fólks sem segir sínar farir ekki sléttar eftir þau samskipti. Skuldbinding þeirra virðist enn sem fyrr vera við hinn hjartalausa Mammon.

Ef valdhafar hafa ekki tekið eftir því þá er fólki einfaldlega misboðið að það eigi að færa vanrækslu stjórnvalda og glæpsamlegt athæfi fjármálamanna yfir á bök þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Hvaða réttlæti er í því að nýjar stofnanir kaupi lánasöfn á undirverði en innheimti á yfirverði hvaða réttlæti er í því að tveim íbúum í stigagangi sé mismunað stórkostlega annar er fjármagnseigandi og fær sitt bætt að fullu á kostnað hins sem er ungur íbúðakaupandi og fær sínar birgðar auknar um tugi prósenta. 

Við höfum áður yfirgefið land vegna skattheimtu og lélegs stjórnarfars kannski komin tími á það aftur að finna óbyggða eyju.

 


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstortíming

Í gegnum söguna hafa öll heimsveldi liðið undir lok og það eru fleiri og fleiri merki að koma fram að tími Evrópu eins og við þekkjum hana sé að líða undir lok. Þegar að þjóðfélög eru orðin svo heltekin að það verði að gera öllum til geðs að ekki er hægt að vísa úr landi einstakling sem að er grunaður um jafnalvarleg afbrot og þessi maður þá eru þau þjóðfélög orðin getulaus til að taka á alverlegum málum. Það er ekki verið að tala um að pynta eða dæma manninn einungis að vísa honum úr landi.  Þetta er ýminduð góðsemi sem að því miður á eftir að fella vesturlönd innan frá ef þetta væri vesturlandabúi í austurlöndum þá væri búið að senda hann heim með skófar á afturendanum eða gera eitthvað miklu verra.


mbl.is Vilja vísa Íraka úr landi í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafi hann hrós fyrir

Ég vil hrósa þessum unga manni fyrir að hafa gert hið eina rétta í stöðunni. Þetta hafa örugglega ekki verið létt spor en sína mikin manndóm sem margir fullorðnir mættu taka sér til fyrirmyndar. Hafi hann hrós fyrir.
mbl.is Játaði íkveikju í leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði versus vélfræði

Lílja Móses og Sigríður Ingibjörg hagfræðingar og þingmenn VG og Samfylkingar vilja hjálpa þeim verst stöddu í þjóðfélaginu það er göfug hugsun. En gera þær ráð fyrir að þeir verst stöddu eru sennilega þeir sem fóru sem mest í uppsveiflunni eða eru þær bara að tala um þá verst stöddu innan einhvers tekjuhámarks ég er sannfærður um að margir hinna verst stöddu eru ekki markhópur félaghyggju flokkana. En ég tek ofan fyrir hugmyndinni þó að ég sé þeirrar skoðunar að hún leiði til endalausra hjálpar aðgerða um leið og fleiri og fleiri síga niður í hóp hinna verst stöddu.

Ég er algjörlega ósammála þeim stall systrum eg tel að eina leiðin sé flatur niðurskurður þar sem að æxlið sem til varð vegna aðgerða ríkis lánastofnana og útrásarvíkinga verði skorið í burt. Æxlið sem er hin tilbúna bóla sem að ekkert er á bakvið. Með því að gera það eflist stór hluti þjóðarinnar og getur hafið daglegt líf aftur sem leiðir til meiri peninga í sameiginlega sjóði til að hjálpa þeim verst stöddu.

Þetta er mín skoðun ekki byggð á hagfræði heldur vélfræði sé maður að keyra stóra vél sem er orðin slitinn og eyðir mikilli smurolíu og er afl laus og ætli maður að laga það með að taka bara alltaf þann strokk sem komin er yfir hámarksslit er maður allaf í djúpum skít smurolíueyðslu og kraftleysis og aðrir strokkar étast hratt upp vegna aukin álags. Sé hinsvegar öllum strokkum veitt aðhlynning malar vélin eins og köttur og stórsparnaður verður í olíu notkun og eyðslu. Þjóðfélag er ekkert annað en vél í dag er hin Íslenska aflvél illa hirt ósmurð og keyrð á óskilinni og ómeðhöndlaðri svartolíu af verstu tegund keyrsla sem að getur ekki leitt til annars enn úrbræðslu.

Auk þess legg ég til að stofnaður verði þjóðhollur hægri flokkur.


Alþýðulýðveldið Ísland

Það er eiginlega hlálegt að sú arfa vitlausa fjárfestingarstefna sem að útrásarvíkingarnir stunduðu skuli vera að valda hér lýðveldi í anda Austur Þýskalands ríki þar sem allt sem máli skiptir er í eigu ríkisins en hitt veslast upp. Ég nenni ekki að telja upp þau fyrirtæki sem nú eru komin undir verndarvæng ríkisbankanna en það sér hver heilvita maður að samkeppnisstaða annarra fyrirtækja er engin þegar að banki sem á að sjá um eðlilega fjármagnsfyrirgreiðslu til fyrirtækis á kannski orðið eitt til tvö samkeppni fyrirtæki.
Ég hef ekki það mikla trú á gegnsæi og heiðarleika hér að ég rúi því að þau fyrirtæki sem bankarnir hafa leyst til sín njóti ekki frekar fyrirgreiðslu heldur en þau sem enn eru að reyna að halda lífi í sér.

Það er kaldhæðnislegt að örfáir einstaklingar sem sennilega eru allir fylgjandi frjálsri samkeppni hafi eyðilagt gjörsamlega hagkerfi heillar þjóðar og skotið því aftur til tíma Stalíns allt að því. Það er líka umhugsunarvert að til skuli vera ríki sem að elskar þegna sína svo mikið að það ætlar að láta þá þræla í þágu sjálfs síns og bera óberandi skuldabagga, skuldabagga sem búið er að afskrifa að stórum hluta af því sjálfu.

Eftir að ég heyrði viðtalið við konuna sem ætlar að flytja af landi burt og hætta að borga og síðan viðbrögð talsmanns neytenda við þessari aðgerð rann upp fyrir mer að þetta er nokkurs konar Gúlag sem búið er að koma hér upp og eina lausnin sem boðið er upp á er að falla í faðm nýlenduherrana. Það sem mér fannst stórkostlegast ef að ég hef skilið rétt er það að gefið var í skyn að lánastofnanir hefðu völd til að elta skuldara út í heim sömu lánastofnanir og fluttu hvert einasta sent úr landi og það má ekkert gera í því að endurheimta það en lánastofnanir hafa belti og axlabönd og geta elt sitt út yfir gröf og dauða. 

Ég held að tími pottanna sé liðin og tími mikið alvarlegri hluta að rísa tími þar sem menn gera það upp við sig hvort það að vera Íslendingur með þeim kostum og göllum sem því fylgir er þeim einhvers virði. tími til að láta argaþras að baki og berjast fyrir þeim gildum sem að ömmur okkar og afar trúðu á, tími aðgerða þeirra sem vilja það þjóðfélag sem var hér frjálst óháð þjóðfélag þar sem jöfnuður var mikill þjóðfélags þar sem gott var að ala upp börn í. Ég tel að sá tími sé komin aftur sem að krefjist þess að Íslendingar standi upp sem einn maður eins og þeir gerðu þegar þeir brutu af sér hlekki einokunarverslunar og hófu sókn til sjálfstæðis sókn sem að færði landið fram um aldir á innan við hundrað árum. Ég tel að tími ungmennafélags hugsjónarinnar Íslandi allt sé komin aftur ef okkur á að takast að hrinda þessum hlekkjum af okkur.

Ég er eins og lesa má öskureiður yfir aðgerðar leysi og fyrirlitningu ráðamanna á fólkinu sem að býr í landinu við erum engin fífl og hollt er að muna að valdið kemur frá fólkinu. 

 

 


Ja hérna

Mér datt nú bara í hug textabrotið "Ertu ekki að plata mig" þegar ég las þetta. Hvenær hafa traust og pólitík riðið sama hestinum.  Fréttin hefði átt að vera svona að mínu mati. 40% Íslendinga eiga eftir að komast að því að þeir aðilar sem þeir kusu brugðust trausti þeirra og 48% eiga eftir að komast að þvi að þeim var sagt ósatt.9% eiga siðan eftir að gera sér ljóst að ekki er allt sem sýnist.

Góða helgi 


mbl.is Málefni og traust skiptu mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur.

Deilan um hvalveiðar sýnir í hnotskurn hvernig ástandið er varðandi vísindalega hugsun á nýtingu náttúrunnar. Það skiptir engu máli hvað er rannsakað eða gert það má samt ekki nýta þennan hlut náttúrunnar og það er grátlegt að ríki sem að nákvæmlega engra hagsmuna hafa að gæta setja ríkjum sem hafa hagsmuna að gæta stólinn fyrir dyrnar. ESB er til dæmis búið að álykta á móti hvalveiðum án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir eru á móti þeim það eru engin vísindaleg rök að baki nema að vera móti af því bara. Og séu vísindaleg gögn að baki þá stangast á við gögn þeirra sem að rannsaka þessar skepnur til dæmis hér og það er hollt að vita að þessu banni yrðum við að framfylgja hvort sem okkur líkaði betur eða ver ef við værum partur af batteríinu. Við skulum hafa í huga að veiðar hér eru samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Það er réttur hverrar þjóðar að nýta þær auðlyndir sem að land þeirra býður upp á án afskipta annarra þjóða hér er átt við eðlilega sjálfbæra nýtingu. Að þjóðríki beiti afli til að banna öðrum ríkjum að nýta náttúruauð sinn á sama tíma og hin sömu ríki styðja og jafnvel framkvæma hernað gegn sinni eigin tegund er til skammar. Mér er stundum spurn hvort að frumbyggjar Ástralíu, fólk á Gasa, fólk í Súdan, Írak og víðar sé í raun réttminna en ákveðnar dýrategundir. Það tekst allavega aldrei að ná samstöðu um verndun og bætta meðferð þessara hópa en ákveðnar dýrategundir virðast höfða betur til samvisku margra.

Finnst ykkur ekki skjóta skökku við að þjóð sem mótmælir hvalveiðum annarar þjóðar skuli vera uppvís að því að hálf drekkja manni sex sinnum á dag yfir langan tíma til að fá hann til að játa á sig einhverjar syndir. Ég spyr mig hvort að að þetta sé hin nýja heimsýn manngæsku og umhverfisvitundar.


mbl.is Hvalveiðiráðið í sjálfheldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband