Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Algjört áhrifaleysi

Það sem Kristján Vigfússon segir um algjört áhrifaleysi Íslands er athyglisvert og fólk ætti að lesa það vel.

Auðvitað verður það notað sem afsökun fyrir umsókn að þá fáum við að ráða einhverju. En er ESS samningurinn ekki samningur ríkja um samstarf og er það samstarf að áhrifaleysi Íslands er algjört?.

Síðan fannst mér alveg vanta eins spurningu i nótt hvað ætla ESB flokkarnir að gera ef þjóðin fellir ESB segja af sér mér findist það rökrétt því að þá er það yfirlýsing um að þeir hafi miskilið umboð sitt sem er það að endurreisa landið en ekki að koma því undir yfirþjóðlegt vald.


mbl.is Óljóst með samþykkt ESB-laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kvöldi kosninga dags

Þá styttist í að maður setjist yfir sjónvarpið og láti spennuna taka völdin í tilefni dagsins ætla ég að brjóta á aðhaldinu í umbreytingunni í Nýja Jón og fá mér snakk og smá lögg svona wisky lögg enda er margt í vínskáp mínum komið á síðasta söludag. Kannski ég opni flöskuna sem að ég fékk í fertugs afmælisgjöf hún telst orðið til eðalvína í dag eða á ég að geyma hana og selja til að lifa af vinstri stjórnina. Við sjáum til læt vita af því á morgun hver niðurstaðan verður.

Meðan ég keyrði á kjörstað og var að gera upp hug minn þá varð mér hugsað til þess að í kosningabaráttunni hefur lítið verið fjallað um Ísland hvernig við viljum vernda sögu okkar og arfleið og þau gildi sem að hér hafa verið öldum saman. Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um rökræðu um að eina björgunin sé í því fólgin að kasta öllu á glæ og flýja undir yfirþjóðlegt vald.

Mín skoðun erð að það vantar greinilega Íslandssinnaðan hægri flokk flokk (það er víst skammarlegt í dag að  nota orðið þjóðernissinnaðan) sem að vill efla það sem Íslenskt er standa vörð um arfleiðina menninguna og um leið frelsi þegnana frá helsi ríkisafskipta. Það vantar flokk sem að setur Ísland ofar sjalfum sér. Með því að gera það setur hann einnig fólkið í forgang. Það er nefnilega tóm vitleysa að hér hafi ríkt einhver frjálshyggja það sem hér skeði var einkavinavæðing ef hér hefði ríkt frjálshyggja hefðu bankarnir einfaldlega farið á hausinn á eigin ábyrgð.

Ég tel að það sé í þessu sóknarfæri ég er tilbúin að fullyrða það að ekki eru 4 ár til næstu kosninga því tel ég að allgóð nýsköpun gæti verið fólgin í stofnun hreyfingar af þessu tagi sem að setur hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum og skammast sín ekkert fyrir að halda í gömul gildi sem eru jú undirstaða menningar vorar í dag. Einhver flokkana gæti líka einfaldlega fært sig til á skalanum og hætt þessu miðjumoði og fært sig til hægri og tekið upp mótvægisstefnu við VG sem að eru sennilega eini flokkur landsins í dag þar sem að fólk veit hvað það er að kjósa ef það kýs hann. Þó virðist ilmurinn af steikinni eitthvað geta afvegaleitt hið besta fólk miðað við hvernig ísköld afstaða þeirra til ESB er að þiðna.

Meira síðar nú ert tími til að horfa á imbann og ef einhver heldur eftir að hafa lesið þessi orð mín að eg hafi stolist í að opna eðalvinið þá er það ekki rétt.

Óska öllum flokkum til hamingju með sigurinn því þegar við heyrum í talsmönnum þeirra á eftir eru þeir allir sigurvegarar að eigin mati. Það góða í pólitík er nefnilega að engin tapar.


Influensa

Það skyldi þó ekki hafa verið heilsufræði sem úthýsir svínum viða í trúarbrögðum. Aðferð til að koma þekkingu áfram til afkomenda trúarbrögð eru jú að miklu leiti handbók um lífið þegar búið er að taka síðari tíma vibætur stjórnvalda út úr þeim. Þetta er hinsvegar grafalvarlegt mál ef veikin er komin upp í New York þá er hollt að muna að það er beint flug þaðan og hingað. Væri gott að heyra í kvöldfréttum að sóttvarnarlæknir sé komin í viðbragðsstöðu
mbl.is Mikill viðbúnaður hjá WHO vegna svínainnflúensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skal kjósa

Að þessum rituðu orðum loknum fer ég og kýs og ég held að ég kjósi rétt. Það er greinilegt að það á að láta fjölskyldurnar í landinu axla útrásarbyrðarnar meðan að það á að afskrifa 75% af skuldum fyrirtækja.

Það er hálf holur hljómur í svokallaðri vinstri stjórn sem að berst á móti því að heimilunum sé komið til hjálpar en býðst þó til þegar að allt er komið í þrot að fá þeim tilsjónarmann og lengja í snörunni að vísu heitir það aðlögun en það er ekki hægt að aðlaga sig að því sem að maður getur ekki á nokkurn máta gert.

Eitt að vandamálum yngra fólks er að það man ekki hvernig draumar vinstri stefnu voru í raun það voru góðir draumar svo góðir að þegar íbúar þeirra ríkja sem aðhylltust stefnuna komu til auðvaldríkjanna þá voru þeir með svokallaðan kommissar með sér svo að þeir strykju ekki. Hér gengu sovéskir dátar um göturnar í fylgd kommissara flokksins til að passa að þeir skiluðu sér aftur til skips. Þetta voru nokkurs konar tilsjónarmenn. Kannski að þaðan sé hugmyndin  að skipa okkur alþýðunni tilsjónarmenn komin.

Ég er búin að koma því niður í tvo flokka hvað skal kjósa og mun gera upp hug minn á leiðinni. Ég þakka öðrum flokkum fyrir að hafa gert mér ljóst með ummælum og aðgerðum að þeir væru ekki þeir réttu til að stjórna landinu til frambúðar.

Ég vil ekki láta segja mér ósatt ég er tilbúin til að fyrirgefa axarsköft ef að mér sýnist að heiðarleg yfirbót sé gerð. Ég vil jöfnuð en þó jöfnuð sem að hvetur fólk til sjálfsbjargar ég vil ekki land þar sem að ríkið segir mér hvenær ég á að vakna og hvenær ég á að sofna og hvað ég á að gera þess á milli. Ég set mannin ofar náttúrunni og ég trúi á frjálst og fullvalda Ísland og virði og gæti að arfleifð genginna áa minna sem að höfðu sömu sýn. Þetta mun ráða atkvæði mínu í dag

Síðan spái ég því að það taki því varla að loka kjörstöðum því svo stutt sé til næstu kosninga ef bara helmingurinn af þeim reyk sem að nú liðast upp úr leyndum djúpum munnmæla og kjaftasagna ef bara helmingurinn af því er sannur þá verður ekki hér búsáhalda bylting heldur eitthvað mikið meira og mikið fyrr en nokkurn grunar. Það hefur aldrei verið leiðtogum til góðs að blekkja og ljúga að þegnum sínum sannleikurinn kemur alltaf upp um síðir.

Gleðilegan kosningadag.


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal eiginlega kjósa

Valið er erfitt og bið um hjálp í bloggi hér á undan þar sem að menn og konur geta sagt mér hvern ég ætti að kjósa og hvers vegna. Umræðurnar voru frekar daufar að mínu mati.
mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fréttum er ekki þetta

Það hlýtur að vera stórfrétt ef að það er satt að Samfylkingin hafi verið kærð fyrir landráð. Hvernig stendur á þvi að það ratar ekki í einn einasta fréttamiðil sem að ég hef heyrt í í dag? Er það minni frétt heldur en styrkir til frambjóðenda eða er það minni frétt heldur en landvistarleyfi tengdadóttur ráðherra eða telja fréttamenn það ekki fréttnæmt og ef svo er afhverju ekki. Mér finnst það fréttnæmt nú að kvöldi dagsins fyrir kosningar þegar ég er að gera upp hug minn. Þé vildi ég gjarnan geta fundið vandaða fréttaskýringu um málið.

Hjálp hvað skal kjósa

Þegar ég skríð í koju núna þá mun ég biðja um æðri handleiðslu og draumfarir til að leiðbeina mér um hvað skal kjósa á morgun valið er nefnilega ekki auðvelt.

Sjálfstæðisflokkur  Þeir voru jú á vakt í hruninu fjármál hafa verið að trufla þá og hafa verið í varnarbaráttu en varla er nú allt þeim að kenna en samt eins og þeir skammist sín enn.

Samfylking Ég trúi ekki að allt lagist við að ganga í ESB og það er eina málefnið sem að kemst að hjá þeim. Og þó engin muni það lengur þá voru þeir jú líka á vakt í hruninu.

Vinstri Grænir ég las greinina hennar Kolbrúnar í Fréttablaðinu No way ekki séns að ég kjósi þá nema að einhver geti verið mjög sannfærandi. S'iðan eru þeir að draga í land með eina málið sem hefði getað tryggt þeim mitt atkvæði en það er ekkert ESB.

Borgarahreyfingin ágætis fólk með góða framtíðar sýn en orð Þráins um listamannalaunin voru ótrúverðug sérstaklega í ljósi þess að þeir eru búnir að tala mikið um að aðrir eigi að taka til hjá sér. Ef maður vill að aðrir sýni fordæmi gerir maður það líka kannski dómharður hér en.

Ástþór hví ekki það yrði gaman að horfa á þingfréttir

Framsókn Virðast vera alvörugefnir finnst eins og lítið hafi verið gert úr þeirra tillögum sem eru nokkuð góðar þegar á allt er litið. Sigmundur lúkkar heiðarlegur og maður sá að Sif tók út fyrir þjóð sýna í dag en maður er enn svolítið skeptískur á að það sé búið að skúra allt.

Frjálslyndir Hef lengi verið fylgjandi þeim en það hefur verið þyngra en tárum tekur að fylgjast með hvernig flokkurinn hefur verið að sundrast en mörg góð málefni þar.

Nú bið ég um athugasemdir og hjálp við að ákveða mig stuttar og hnitmiðaðar. 


ESB bætir og kætir

En á að flytja fyrirtæki úr landi ef ekki er gengið fylktu liði í ESB en hvers vegna er ekkert fyrirtæki farið enn ég er ekki alveg að skilja þetta.

Í viðtalinun stendur 
 "Hann nefnir einnig að Evrópusambandið sé nú að vinna að gerð nýrra samninga við lönd eins og t.d. Tyrkland og Egyptaland. „að er ekkert sjálfgefið að Íslendingar verði meðlimir í þessum samningum. Þannig að stór hluti af þessu er að við erum að lokast inni hérna með því að vera ekki þáttur af stærri heild.“  
Þarf ekki ESB að standa við ESS samninginn samkv honum erum við hluti af þessari heild ef að ESB notar erfiðleika okkar til að níðast á okkur sé svo viljum við þá vera þar.

Og síðan

„Svo verður þetta að koma í ljós en það gæti alveg farið svo að við þyrftum að flytja fleiri flugvélar yfir á danska leyfið, ef að til dæmis við förum ekki að koma okkur inn í Evrópusambandið svo ég tali beint út. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við að það skapar okkur ákveðnar viðskiptaþvinganir að vera ekki þar inni,“ segir Jón Karl sem segist vita til þess að fleiri íslensk fyrirtæki sjái sér þann kost vænstan að flytjast á erlenda grundu

Ef að reksturinn er svo erfiður hér þá fer bara Primera og önnur í ESB það er svo einfalt heil þjóð á ekki að beygja sig eftir vilja fyrirtækja það er talað um erlenda auðhringi sem hér vilji öllu stjórna í krafti auðs og græðgi. En hvað um endalausar hótanir Íslenskra fyrirtækja um að fara af skerinu ef ekki verður farið að vilja þeirra um tafarlausa inngöngu í ESB.
Þó er eftir því sem að ég veit ekkert þeirra farið enn þó það hefði nú verið betra að sum þeirra hefðu gert það þegar þau hótuðu þvi. Fróðlegt hefði verið ef fréttamaðurinn hefði bætt í fréttina fjölda Íslenskra starfmanna skattgreiðslum síðasta árs veltu tölum og öðrum tölum sem að hefðu hjálpað til að gera sér grein fyrir stærðum í þessu máli.

Við skulum svo halda einu til haga það var ekki Íslenskur almenningur sem að eyðilagði lánatraust landsins í útlöndum. Það voru Íslenskir útrásarvíkingar og fyrirtæki sem fóru offörum þannig að mér finnst skjóta skökku við að síðan eigi Íslensk þjóð að gangast sambandinu á hönd til að bæta fyrir syndir þeirra. Það finnst mér ekki rétt


mbl.is Hluti reksturs Primera úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sé ekki að þetta geti staðist

Hvers vegna sé ég ekki að það geti orðið annað kerfishrun hér hvaða kerfi á að hrynja það hefur ekkert verið byggt upp enn. Það er allt hrunið og á fjórum fótum þannig að það er ekkert til að hrynja. Það sem sevona frétta fluttningur gætí þó leitt til er að fólk fari í umvörpum á morgun og eftir helgi og taki peninga úr bönkunum og stingi undir koddan engum til gagns. Því er það skylda stjornarinnar að sannfæra þjóðina þegar í fyrramálið um sannleikan í þessu máli. Því þó að það sé ekkert kerfi hér sem geti hrunið þá eru einhverjir peningar í halfdauðum bönkum sem að endanlega geyspa golunni ef að það verður farið að taka þá út.

En stjórnvöld þurfa að taka á þessari munn mæla sögu sem að minnir mig á tvær aðrar munnmælasögur sem að maður heyrir oftar og oftar á mannamótum.  Sú fyrri er að það séu í raun lífeyrissjóðir okkar og útrásarvikingar sem að eigi stóran hluta hina svokölluðu jöklabréfa og því sé vaxtastigi haldið háu til að vinna á móti tapi. Hin sagan er sú að nú sér orðið algengt trikk að fólk sem þekkir til í fjármálafrumskóginum vippi sér til útlanda svona smá hópur og taki með sér þann gjaldmiðil sem að má og skipti honum í ISK úti með góðum hagnaði sagan segir að 500.000 verði að rúmum 900.000 ekki skildi hér vera komin enn eitt gatið á gjaldeyrishöftunum og einn hluturinn sem að heldur Íslensku krónununni í kafi. Ég hef ekki þekkingu á þvi hvort þetta er svona en búin að heyra þessar sögur oft á mannamótum upp á síðkastið eiginlega of oft.

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Steingrímu

Getur einhver sett hér inn hvað Steingrímur sagði svo að hægt sé að mynda sér skoðun á því. Eins og þetta er sett upp get ég ekki skilið það öðruvísi en að Fjarmálaráðuneytið sé að bera til baka það sem fjámálaráðherra segir eða að það sé verið að hafa rangt eftir honum Hvoeru tveggja er athyglisvert og væri fróðlegt að vita um.

Svo tekur pistill Kolbrúnar Halldósrdóttur í Fréttablaðinu í dag af allan vafa um afstöðu hennar til stóriðju framkvæmda.


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband