Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég á mér lítinn draum.

Mikill maður átti sér draum. Ég á mér líka draum þó smærri sé í sniðum og ég langtum minni maður en hann samt á ég mér draum sem að mig langar til að rætist.

Ég á mér draum þann draum að hér á landi rísi upp nýtt afl. Afl sem er ekki hokið vegna fyrri tíma misgjörða, afl sem að er reiðubúið að láta til sín taka við endurreisn landsins á forsendum lands og þjóðar en ekki  á þvinguðum forsendum annarra ríkja og eiginhagsmuna sjálfs sín.


Ég á mér draum um að hér ríki réttlæti fyrir stóra sem smáa, þá sem minna eiga og þá sem betur standa, að þeir sem ríkja láti ekki undan þeirri  freistingu að skara eld að sinni köku og þeirra sem þeim eru nánir heldur deili byrðunum og gjöfunum á réttlátan hátt meðal fólksins í landinu.

Ég á mér draum um að hér ríki virðing meðal stétta að menntamaðurinn geri sér ljóst að það eru hendur verkamannsins og iðnaðarmannsins sem að skapa verðmætin sem gera honum kleyft að stunda nám sitt og að verkamaðurinn og iðnaðarmaðurinn geri sér grein fyrir því að  vinna og hugmyndir menntamannsins  oft á tíðum skapa ný tækifæri og sóknafæri fyrir þá og að þessir aðilar geri sér grein fyrir því að þegar þeir mæta á vinnustaði sína ný þrifna og skínandi er það fyrir atbeina fólksins sem að við lágan kost tók til og þreif undan þeim skítinn eftir að þeir voru farnir heim til fjölskyldna sinna kvöldið áður.

Ég á mér draum um að hér ríki stjórnvöld sem að láta ekki undan þrýstingi og kúgun erlendra ríkja sem ásælast auðlyndir okkar og land sjálfum sér til hagsbóta. Að hér ríki stjórnvöld sem að virða Íslenska menningarhefð og sögu án þess að gera lítið úr sögu og menningu annarra þjóða og að hér ríki stjórnvöld sem eru fær um að leiða þjóðina  áfram í ölduróti því sem að nú ríkir í heiminum með þau markmið að leiðarljósi sem eru þjóðinni og einungis þjóðinni fyrir bestu.


Mig dreymir um að þau hin sömu stjórnvöld séu reiðubúin til að  refsa þeim sem að keyrðu landið í þrot og gera allt sem þau geta til að endurheimta þau verðmæti sem að tekin voru ófrjálsri hendi í staðin fyrir að eiða tímanum í nefndir og undirnefndir þar sem að hinum  þóknanlegu  er plantað á dágóðu kaupi þó að þeir séu á launaskrá annarstaðar og að þau hin sömu stjórnvöld geri sér grein fyrir því að nú á að halda sig heima við og slökkva þá elda sem að hér brenna og hefja endurreisnina en ekki eiða tímanum í veislusölum erlendis og að lausn vandamála okkar felast ekki í þvi að láta aðra leysa þau fyrir okkur með þvi að stökkva í fang stórvelda.

Ég á mér draum um að hér rísi á ný þjóðfélag þar sem að við getum stolt bent á að gott sé að ala upp nýjar kynslóðir sem að geti leikið sér á túnum og i görðum án hættu á að verða fyrir ofbeldi og geti notið þess frelsis sem að fylgir því að vera ungur því eitt er vist að árin færast nógu hratt yfir og gleði og frelsi æskunnar er liðin tíð fyrr en nokkurn varir.

Mig dreymir um að hér ríki afl sem að virðir einstaklinginn og framtak hans en hefur um leið bein í nefinu til að setja þær leikreglur sem þarf svo frelsi eins verði ekki helsi annars. Afl sem styður og eflir einstaklingsframtakið og treystir þegnum sínum fyrir hinu daglega amstri en telur ekki sjálft sig best til þess fallið að deila og drottna og að öllum hlutum hins daglega lífs sé best komið undir vökulum augum yfirvaldsins.

Ég á mér draum sem að ég er viss um að margir landar mínir deila með mér en ég er orðin svartsýnn á að hann rætist við núverandi ástand. Þetta er einfaldur draumur um einfalt og sanngjarnt  þjóðfélag, sennilega frekar barnalegur draumur í þessum heimi þar sem að hið góða í okkur mannfólkinu virðist vera á hröðu undanhaldi fyrir því sem miður er í fari okkar.

Mér er þó að verða ljóst það er að þangað til að ég og það fólk sem deilir þessum draumi með mér gerir ekkert í því að láta drauminn rætast er hætt við að þetta verði engin draumur heldur martröð.

Góða helgi.


Borgum ekki nema það sem okkur ber

Íslendingar hafa þraukað ýmislegt Svartadauða, Móðuharðindi, harðindavetur af öllum gerðum, Síldarbrest og ýmsa aðra óáran og við munum þrauka þessa stjórn sem ríkir núna líka svo lengi sem að okkur tekst að koma í veg fyrir að hún framselji fullveldi og  sjálfstæði þjóðarinnar í eitthvað Evrópskt apparat. Nái hún því munum við samt þrauka en það verður erfiðara því þá þarf að endurheimta það aftur og í það fer orka því fullveldið munum við sækja til baka.

Ég sé ekki ástæðu til þess að skrifa undir skatahækkun af þessari stærðargráðu bara til að þeir sem til þess hneigjast geti lyft glösum í veislusölum Brussuborgar meðan að þjóð þeirra nærist á landa á heimslóð nei við skulum snúa bökum saman sem þjóð og drekka landa saman hér heima. Ég sé ekki ástæðu til að láta undan kúgun annarra þjóða.

Við þraukum og fljótt munu þær skammast sín þær sem hafa þá greind til þess. Við höfum áður orðið fyrir kúgun og fundum þá vini sem að reyndust okkur vel og Steingrími ætti ekki að verða skotaskuld úr því að tala við Pútín. Ég er sannfærður um að Rússar myndu reynast vinir í raun eins og þegar Bretar settu á okkur viðskiptabann og hætt er við að votir Norður Atlandshafs landamæradraumar Evrópusambandsins myndu þá standa þversum í koki þeirra.

Ég sé ekki ástæðu til að skrifa undir vegna ótta við framtíðina auðvitað getum við orðið fyrir kúgun fáum ekki olíu eða hvað annað sem að kvölurunum dettur í hug en gleymum því ekki að meiri hluti heimsbyggðarinnar er enn fólk með viti og þetta mundi ekki standa lengi tala nú ekki um ef að Rússar myndu en og aftur sýna vinarþel sitt og lána okkur pening til að IMF geti ekki afsakað sig með því að ekki hafi fengist lán.

Heimurinn hefur margt að skammast sín fyrir og mér finnst að þetta mál sé að verða af þeim meiði dæmi um kúgun og misbeitingu valds þeirra stærri.
Hollendingar þenja sig í skjóli Evrópusambandsins mér fannst dæmigert að þeir voru fyrst, að skila höfði sem að þeir losuðu af búk einhvers andstæðings síns fyrir löngu, núna um daginn Mér finnst það vera lýsandi fyrir innrætið þegar að fólk heldur höfðum andstæðinganna  núna á 20 og 21 öldinni en það skýrir sennilega vefsíðugerð þeirra um innrásina hingað og aðra smekkleysu sem á þeirri síðu er.Breska ljónið öskrar síðan af gömlum vana magnvana og ekki fært um annað en músaveiðar á gamals aldri.

Ég óttast ekki því eins og bloggvinur minn og skipsfélagi segir þá eigum við þá gæfu að hafa gjöful fiskimið og góða sjómenn sem að lokum munu eiga sinn þátt í því að hjálpa okkur upp aftur.

Ég segi nei við Icesave, ESB. 15 til 20% skattahækkun ofan á á þann samdrátt sem hefur orðið og nei við því að lúta í gras fyrir ofbeldi sem við erum beitt af þjóðum sem sumir voga sér enn að kalla vinaþjóðir sem er orðin hálfgerð skrumskæling á því orði.

En ég er reiðubúin að greiða það sem ég ber ábyrgð á það hefur bara ekki nokkur maður getað sagt mér á hverju ég ber ábyrgð og þegar svo er vil ég að farið sé að lögum og þar til bærir hlutlausir dómstólar skeri út um málið. Ég sagði hlutlausir.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raungóð þjóð Íslendingar

Það er að koma betur og betur í ljós að það er gott að eiga vinaþjóð. Bretar munu loksins skilja hve mikil vinaþjóð Íslendingar eru við ætlum meira að segja að gefa þeim afganginn sem sýnir að við lítum á Breta sem börnin okkar við höfum jú flest sagt þú mátt svo eiga afganginn þegar við höfum verið að biðja börn og barnabörn um að skottast fyrir okkur.

Enda veitir Bretum ekki af núna þegar þeir fara í gegnum harða tíma og eiga ekki einu sinni rúm fyrir þá sem þurfa sérstaka aðhlynningu og verða að senda þá í önnur lönd eins og kom fram í fréttum.

Ég mæli með því að við hefjum landssöfnun fyrir vini okkar hinum megin hafsins og sýnum það í verki að okkur nægir ekki að senda þeim fiskinn okkar óunninn og skapa þar vinnu heldur nær vinarþel okkar svo miklu miklu lengra.
mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla stúlkan með stóru augun.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það er mögulegt að heill flokkur geti gjörsamlega skotið sér undan ábyrgð, hefur hvergi komið nálægt neinu og tekst að koma öllu sem aflaga fer á samstarfsflokkana. Hvaða aðferð er það sem er beitt.

Ég hef eins og aðrir landsmenn hlustað á útvarp og horft á sjónvarp undanfarið og það er alveg magnað að hver Samfylkingarmeðlimurinn kemur fram og talar um skipbrot frjálshyggju ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og kúvendingu Borgarahreyfingarinnar á sama tíma sitja þau klofvega ofan á leifunum af VG sem sennilega jafnar sig aldrei eftir sambúðina.
Þetta er alveg ótrúlegt.

Nú síðast í morgun fékk Ólina Þorvarðardóttir góðan tíma að mínu mati til að sannfæra okkur um sakleysi fylkingarinnar og glæpaverk Sjálfstæðismanna í morgunþætti Bylgjunnar. Ég var ekki einn um að álíta að það hefði verið all mikill lýðræðishalli í þessum þætti því það vill svo til að við vinnufélagarnir berum okkur saman er við mætum um hvað okkur þykir mikið eða lítið koma til morgunspjalls vikomandi dags.

Í sannleika sagt minnir Samfylkingin mig á litla lokkaprúða stúlku sem hangir með pörupiltunum í hverfinu hún tekur jafn mikinn þátt í prakkarastrikunum en þegar hún horfir framan í fullorðna fólkið saklausum bláum augunum og skellir út einu tári og bendir á rauða freknótta strákinn og segir snöktandi hann gerði það þá er henni trúað um leið og strákurinn hýddur.

Ég held þó að lausnin sé einfaldari ég held að hún byggist á meðvirkni fjölmiðla annað hvort í gegnum eignatengsl eða samliggjandi skoðanir. Ef að maður að nafni Davíð opnar munninn fara allir fjölmiðlar í herför til að finna hvern einasta  mögulega veikan punkt í því sem hann segir og feta sig oft ansi nærri bjargbrúninni.
Ef aftur á móti fer að gefa á Samfylkingarskútuna þá taka hinir sömu fjölmiðlar við að ausa skútuna með hreyfingunni alveg blygðunarlaust.
Sem dæmi má taka gagnrýnislausan upplestur á nauðsyn þess að samþykkja Icesave greiðslurnar gagnrýnislausan fréttaflutning á því að við sætum kúgunum frá nágranna þjóðum og skefjalausan áróður fyrir gæðum þess að afsala sér fullveldi.

Ég held að þetta geti verið ástæðan að upplýsingum er raðað ofan í þjóðina svo að hún sjái ekki að litla stelpan með tár í saklausum bláu augunum er í raun fullvaxið skass sem ber ábyrgð eins og aðrir sem að málinu komu.

Ef að verið er að keyra langferðabíl og hann fer út af þá ber sá sem að á að sjá um að það sé nóg á rúðupissinu og að framrúðan sé hrein jafnmikla ábyrgð og sá sem að stýrir allir axla sína ábyrgð.

En það mætti halda samkvæmt fréttum og málflutningi að Samfylkingin hefði verið stofnuð 1 febrúar 2009.


Öfug forgangsröðun

Væri þá ekki nær að leggja 1000 000 000 i atvinnu sköpun og 10 000 000 i aðildarviðræður við ESB eða kannski eru þessar 10 000 000 inni i þeirri tölu aðalatvinnusköpun nú um stundir virðist vera fólgin í löngun i að skapa störf fyrir 70-80 mans i Brussel
mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mér nóg boðið.

Ég er þeirrar skoðunar að við ættum við að handtaka alla Hollenska ferðamenn hér á landi og vísa þeim úr landi Segja síðan upp Hollandshluta Icesave samninganna. Það er opinbert að Hollendingar eru með ráðagerðir um að ráðast inn í Ísland sjá bloggsíðu Viðar Guðjónssen og dv.is. Það getur vel verið að einhverjir líti á þetta sem grín en ekki litu Bretar á hrun Íslensku bankanna sem grín. Myndi einhver Íslendingur setja svona fram þá væri lögreglan komin að dyrum hans um leið ungur maður fíflaðist í forseta Bandaríkjanna tóku þau því létt nei þau tóku því eins og alvöru stjórnvöld eiga að gera.

Nú skulum við sína heiminum að við látum ekki valta yfir okkur nú þegar verði fellt úr gildi að Hollendingar þurfi ekki vegabréfsáritun til Íslands vegna þess að þeir séu með hryðjuverka áætlanir gagnvart okkur  eða ætlum við að bíða eftir því að einhver láti verða alvöru úr hótunum sínum. Við skulum muna það að hinar svokölluðu vinaþjóðir komu í veg fyrir fjármagnsflutninga frá okkur þannig að allt varð að borga í gegnum Bandarískan banka ef að það hefði ekki verið gert hefðum við ekki getað borgað vörur okkar. 

Annar sproti af sama meiði er í fréttum núna það er frétt frá IMF að ef Ísland fái ekki lánin frá vinaþjóðum (ég eiginlega æli yfir orðinu.) þá fáum við ekki lánið frá IMF. Það er ekki nóg að lánsloforðin liggi fyrir.  Hvað er þetta annað en kúgun og það vel skipulögð kúgun því nú seigr IMF ég geri ekki neitt því að þið fáið ekki lánin og vinirnir segja við gerum ekki neitt fyrr en þið skrifið undir stora raðgreiðslusamninginn svo að við náum af ykkkur öllu sem þið hafið.

Ég neita að samþykkja svona handrukkun og ég er sammála því sem að Jenny segir á blogginu sínu að hún sé komin þversum ég er ekki oft sammála henni en nú er ég orðin þversum eins og hún.

Skora á fólk að líta á vefsíðuna www.hersenscheet.com  áður en að það ákveður að ausa yfir mig skömmum. Við skulum athuga að það að svara svona ekki gerir ekki annað en að bæta í þá tilfinningu alheimsins að það sé gott að sparka í okkur og kenna okkur um það að þeir létu glepjast af eigin græðgi.

Nú er fréttum lokið í RÚV sjónvarpi og ekki minnst orði á það að landinu hafi verið hótað  heldur er prédikunin um nauðsyn Icesave endurtekin í 1000000 sinn og sálmurinn það er svo gott að mega borga Icesave kyrjaður bæði fyrir og eftir prédikun.

Þessi sami fjölmiðill og þessi sömu stjórnvöld eru lika búin að segja okkur að 

1. Allt yrði gott þegar Sjálfstæðisflokknum yrði komið frá,   Er allt orðið gott
2. Að allir myndu trúa okkur þegar Dabbi væri farin úr Seðlabankanum  Þau hin sömu eru enn að segja að við þurfum að gera hitt og þetta svo einhver trúi okkur svo að það fór engin að trúa okkur þó þau flæmdu Davíð burt.
3. Gengi krónunnar myndi fljúga upp þegar að Davið yrði borin út. Krónan steinsökk
4. Gengi krónunnar myndi rjúka upp ef sérfræðingur yrði ráðin þeir réðu einn og krónan sökk meira
5  Gengi krónunnar myndi rjúka upp um leið og við samþykktum að ganga í aðildarviðræður við ESB en liggur krónan sem skotin væri
Og það er hægt að nefna fleiri dæmi En hafa einhver af þeim reynst sannleikur NEI og þvi ætti að vera meiri sannleikur í því sem þau segja í dag.

Það er síðan einföld spurning ef stjórnvöld verja ekki þjóð sína hvort að þjóðin hefur ekki rétt á að verja sig sjálf ?. Ég hef ekki skap til þess að umbera það að einhver komist upp með að hóta og kannski gera alvöru úr þessari hótun sinni gagnvart börnum mínum og barnabörnum. Þar set ég eiginlega mörkin.

 

 


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast stjórnin mótmælin

Það skildi þó ekki vera að þessi skyndilega ákvörðun um að senda þingmenn heim í kvöld tengist fyrirhuguðum mótmælum gegn Icesave á morgun.
mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hekla að fara að gjósa

Ekki vekur það mikla athygli hjá fréttamönnum að fólki virðist ráðlagt að ganga ekki á Heklu ef fréttin er rétt. Mér finnst þetta frétt ef kvikuhreyfing undir Heklu er orðin það mikil að fólki er ráðlagt að ganga ekki á fjallið og að þetta æti þá að vera almenningi kunnugt. En sennilega eru fjölmiðlar of önnumkafnir við að koma þjóðinni í ESB og fá okur til að borga Icesave skuldir sumra eiganda sinna til að mega vera að því að sinna svona smámálum
mbl.is Skátar lögðu hönd á plóg á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá fyrra blogg

Ég sem að hélt að ég hefði kannski heyrt vitlaust í fréttum Vísa á blogg mitt hér á undan
mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki sagt satt?

Það var alltaf talað um aðildarviðræður nú er bara talað um aðildarumsókn og i næstum hverri frétt er séð til þess að fáni hins nýja heimalands birtist. En mér finnst athyglisvert að þa myndinni er ekki Litháenski fáninn sem blaktir sem borðfáni heldur fáni heimsveldisins. Vel útfærð innræting eða slysni mér er spurn.

En eftir stendur að talað var um að fara í aðildarviðræður en ekki aðildar umsókn svo að það má segja að þjóðinni hafi ekki verið sagt alveg satt enda virðist einhver vera að ljúga sé horft til Icesave. Hvort hefur sá ljóti samningur áhrif eða ekki í hvora áttina sem er þá verður niðurstaðan að ca 50% ljúga því að þeim ber ekki saman. Kannski er það bara Hollenski ráðherrann sem segir satt hvur veit


mbl.is Litháíska þingið styður aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband