13.2.2010 | 20:13
Hvaða filflagangur er nú á ferðinni.
Icesave málið hefur kennt mér að þar sem er lykt þar er kúkur svo nú er spurninginn hverju á að læða inn undir dyragættina hjá okkur. Í gamalli kennslubók í reikningi sagði. Ari litli á 5 epli sem kosta 1 krónu hvað fær hann margar krónur ef hann selur öll eplin svarið var 5 krónur þó að hann seldi þau eitt í einu eða öll á einu bretti. Svo hlýtur einnig að vera um eignir Landbankans þær eru einhver stærð sem að ekki bjargar Iceasave klúðrinu hvernig sem þær eru seldar. það er þó ekki aðalmálið heldur er aðalmálið það að.
Þjóðin vill fá að greiða atkvæði um málið
Hvað er svo flókið við þessa einföldu staðreynd að engin ollar ágætu ráðamanna virðist skilja hana.
En þarf kannski að breyta gjaldþrotalögunum svo að þau henti einhverjum enn betur og þetta sé gott tilefni til þess. Hmmmmmmmmmm sorry an traust mitt á stjornvöldum og fjámálageira er algjörlega horfið.
![]() |
Gjaldþrotalögum breytt fyrir Icesave? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2010 | 09:37
Jón og Séra Jón enn á ný
Grímsa finnst Það í góðu lagi að Indriði skrifi það er minna í góðu lagi ef aðrir sem að eru annarrar skoðunar skrifa og það er afleitt er að Rúv gegnir skyldu sinni.
Þetta skiptir engu máli það á ekkert að vera að semja það er að koma að atkvæðagreiðslu og þá sendir þjóðin sín skilaboð til umheimsins og verði ekki farið eftir þeim þá tekur þjóðin auðvitað yfir hennar er jú valdið.
Síðan er það ekki fréttaflutningur sem er skaðlegur upplýsingar eru af hinu góða en kannski er það skaðlegt að þeir sem eru að gæta hagsmuna ríkisins virðast leka eins og sigti. Er það vegna þess að þeir hafi hagsmuni af því að leka (fjárhagslega eða aðra) eða ofbýður þeim svo framganga sinna eigin manna að þeim finnst það skylda sín gagnvart þjóðinni að koma upplýsingum til almennings nokkurs konar Íslenskur Watergate leki.
Hvort skildi það vera.
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 16:28
Allir að fjölmenna og greiða atkvæði
Greiðum atkvæði utankjörfundar til að sýna hug okkar til þess að það virðist sem að nást sé samkomulag milliflokka um að neita okkur um að greiða atkvæði.
Ef svo verður sýnir það best hve djúp gjá er orðin milli þings og þjóðar ef að einu málin sem að þeir geta komið sér saman um eru mál sem að snúast um að kúga landslýð og svipta hann lýðræðislegum réttindum
![]() |
409 hafa kosið um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 23:32
Er Alþingi ekki komið á 21 öldina.
Ég spyr vegna þess að varla voru hafin störf á hinu háa Alþingi þegar skella á kjördæmadagar það er ekki eins og þingmenn lifi á öld tölvunar internetsins eða þá símans. Nei þeir þurfa á okkar kostnað að gera hlé á störfum sakmundunar í eina viku það mætti halda að þeir ferðuðust á hestum en þann dag í dag. Það er ekki að sjá að stór hluti heimila sé á vonarvöl traust manna á samkundunni sé gjörsamlega horfið það er ekki að sjá á neinn máta að á hinu há Alþingi sé fólk með eitthvað veruleikaskyn. Það rennur út núna um mánaðarmótin sá frestur sem að þeir höfðu sem misst hafa íbúðir sínar í hendur aðilana sem að ollu hruninu en þingmenn taka sér frí til að þeysast um kjördæmi sín.
Gaman væri að einhverstaðar vær birt dagskrá þeirra þennan tíma ekki hef ég orðið var við þingmenn míns kjördæmis í mínu hverfi. Svona rekstur þætti ekki góður þar sem ekki er hægt að á í peningana úr vösum hins almenna borgara.
Kannski að þingmenn haldi að þeir vinni á leikskóla þar eru reglulegir starfsdagar en vinnuálag all miklu meira og að mínu mati einnig ábyrgð og uppeldisleg gildi.
10.2.2010 | 19:36
Orustan hafin
Nú er hafin fyrsti hluti orrustunnar það er þegar fótgönguliðinu er teflt fram peðin skjótast fram á taflborðið. Svartur skellir út peði en og svarað er strax en bara frá sama liði. Hvítur situr hjá og horfir meðan svörtu peðin skella á hvor öðru á meðan bíða drottningin og kóngurinn að baki mannafla síns sem vegur hvort annað. Spurningin er bara hvort að einhverstaðar leynist eitrað peð.
Mæli með að Adolf verði látin lýsa þessu eins og handboltanum.
![]() |
Stendur fyrir sínum skrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 18:50
Hvaða lögmannsskrifstofa.
Ef ég þarf einhvertíma að leita aðstoðar lögmanna þá fýsir mig að vita um hvaða skrifstofur er hér að ræða því að ég vil ekki skipta við þær stofur sem aðstoðað hafa andstæðinga okkar í að koma sínu fram.
Það er rétt sem að kom fram hjá Vilhjálmi í Silfrinu að við almúginn verðum að vera samkvæm sjálfum okkur og eiga ekki viðskipti við þá aðila sem að við höfum vanþóknun á.
![]() |
Skjalið aldrei borið undir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 18:43
Ótrúlega fá bréf
Mér finnst þetta vera ótrúlega fá bréf er það svo að það eru ekki fleiri en postularnir sem taldir eru þurfa að svara varðandi þátt sinn í hruninu. Ég hefði haldið að þeir væru miklu fleiri. Nú verð ég enn forvitnari um skýrsluna.
Ég hefði haldið að í fljótu bragði væri staða eftirfarandi aðila þannig að þeir væru borðnir þannig sökum að þeir þyrftu að svara þeim. Bankastjóranir voru bankastjórarnir ekki 6 eða 7 síðan þrír í seðlabankanum svo eru það ca 5 ráðherrar og allavega 6 til 7 útrásarvíkingar fjármálaeftirlitið greiningardeildirnar og svo framvegis.
En bara 12 bréf finnst mér vera skrýtið.
![]() |
12 hafa fengið bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2010 | 20:12
Krefjumst þess af Bretum.
Við krefjumst þess af Bretum að þeir framleiði nothæfa bíla en því eru þeir löngu hættir. Af Hollendingum krefjumst við ódýrra túlípana á Valentínusardaginn svo að við getum gert hosur okkar grænar fyrir kvennþjóðinni. Þá og ekki fyrr skulum við ljá máls á því að ræða Icesave yfir kafibolla.
Svona í alvöru þá spyr ég hvers konar (röð af blótsyrðum sem ekki má prenta) eru stjornmálamenn okkar orðnir að vera eins og leikbrúður í höndum erlends valds sem segir þeim hvað þeir eigi að gera. Og hvaða ár halda gömlu nýlenduveldin eiginlega að sé það mætti halda að Kolumbus hafi fundið Ameríku í gær slíkur er hrokinn.
En sennilega er sú skýring á öllu þessu að hægt og hljótt gengur klukkan tikk takk tikk takk og 6 mars nálgast og sú hugsun skelfir pólitíkusa allra landa að þjóð segi loksins hingað og ekki lengra við borgum ekki skuldir manna sem að kunnu ekki fótum sínum forráð þeir sem voru í partíinu skulu sjálfir bera timburmennina ekki börn og barnabörn okkar hinna.
![]() |
Kröfðust pólitískra sátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2010 | 22:09
Efnahagsaðgerðirnar að hafa áhrif ?
Ég var á ferðinni í Reykjavík í dag og veitti því athygli hvað það voru fáir bílar á ferðinni. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að að geti verið að nú sé að koma fram það sem hefur verið spáð að skattagleði stjórnarhjúanna fari nú að bíta í afturendana á þeim því það er ekki hægt að breyta þeirri staðreynd hvort sem að um er að ræða kapítalískt eða komunískt stjórnskipulag að það verður að vera velta í þjóðfélaginu til að hjólin snúist. Ég fór framhjá nokkrum verslunum og bílastæðin voru hálftóm kannski eru bara allir farnir úr landi. Ég veit það ekki en þetta var öðruvísi sunnudagsrúntur en oft áður hvergi bið á ljósum eða aðreinum.
Af því síðan að ég minnist á komunista þá hefur mér dottið í hug undanfarið þegar ég á leið inn í verslanir hér hvað þær eru farnar að líkjast verslun einni sem að ég kom í fyrir mörgum árum þá vélstjóri á fragtskipi sú verslun var staðsett í ríki alræðis öreiganna. Það sem mér þótti athyglisvert voru tómar hillurnar fábreytt vöruúrvalið og svo hvítlaukslyktin. Að koma inn í margar verslanir hér í dag vekur upp endurminningar um þessa verslunarferð í draumalandinu á síðustu öld nema að það vantar hvítlaukslyktina en það má örugglega bæta úr því til að ná fullkomnu sósíalísku yfirbragði á landið. En það sér hver sem vill sjá það hvernig vöruúrval og þjónusta í verslunum dregst stöðugt saman en það er kannski ein af efnahagsaðgerðunum að vera ekki að láta fólk eyða í óþarfa heldur ná peningunum bara beint úr vösum þess. Það er allavega ekki farið í vasa útrásar víkinganna.
7.2.2010 | 18:23
Skora á fólk að kjósa.
Ég finn það í beinunum sagði amma gamla stundum þegar hún var að spá einhverju hretinu ég vil gera þau orð hennar að mínum og segja að ég finni það á beinunum í mér að það eigi að svíkja okkur um þann rétt að segja okkar álit á Icesave samningunum. Því ættum við öll að gera eins og góður nágranni minn sagði mér.
Við eigum að fjölmenna og greiða atkvæði utanskjörstaðar helst í þúsunda tali til að sýna það að okkur er alvara.