Efnahagsaðgerðirnar að hafa áhrif ?

Ég var á ferðinni í Reykjavík í dag og veitti því athygli hvað það voru fáir bílar á ferðinni. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að að geti verið að nú sé að koma fram það sem hefur verið spáð að skattagleði stjórnarhjúanna fari nú að bíta í afturendana á þeim því það er ekki hægt að breyta þeirri staðreynd hvort sem að um er að ræða kapítalískt eða komunískt stjórnskipulag að það verður að vera velta í þjóðfélaginu til að hjólin snúist. Ég fór framhjá nokkrum verslunum og bílastæðin voru hálftóm kannski eru bara allir farnir úr landi. Ég veit það ekki en þetta var öðruvísi sunnudagsrúntur en oft áður hvergi bið á ljósum eða aðreinum. 

Af því síðan að ég minnist á komunista þá hefur mér dottið í hug undanfarið þegar ég á leið inn í verslanir hér hvað þær eru farnar að líkjast verslun einni sem að ég kom í fyrir mörgum árum þá vélstjóri á fragtskipi sú verslun var staðsett í ríki alræðis öreiganna. Það sem mér þótti athyglisvert voru tómar hillurnar fábreytt vöruúrvalið og svo hvítlaukslyktin. Að koma inn í margar verslanir hér í dag vekur upp endurminningar um þessa verslunarferð í draumalandinu á síðustu öld nema að það vantar hvítlaukslyktina en það má örugglega bæta úr því til að ná fullkomnu sósíalísku yfirbragði á landið. En það sér hver sem vill sjá það hvernig vöruúrval og þjónusta í verslunum dregst stöðugt saman en það er kannski ein af efnahagsaðgerðunum að vera ekki að láta fólk eyða í óþarfa heldur ná peningunum bara beint úr vösum þess. Það er allavega ekki farið í vasa útrásar víkinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband