Kannanir og greiningar.

Eitt af því sem að einkennir þá tíma sem við lifum á í dag er að nokkur hluti fólks vinnur við að kanna og greina. Kannanirnar rekast síðan hver á aðra og greiningar og spár eru lélegri en veðurspáin. Standast yfirleitt ekki. En þetta er ágætlega borguð innivinna og tekur aldrei enda því að það má alltaf kanna aftur og komast að annarri niðurstöðu.

Dæmi. greiningar um þróun olíuverðs sem allar sögðu það hækka um ókomna framtíð eða þá könnun sem að benti til þess að fólk með meiri menntun hefði betri bmi stuðul sem samkvæmt þessu er ekki tilfellið. Eða þá ítarlegar rannsóknir um að egg væru bráðdrepandi.

Peningum sem að fóru í margt af þessu hefðiverið betur varið.


mbl.is Holdafar Íslendinga óháð menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunandi fréttafluttningur.

Mér finnst athyglivert að skoða mismunandi fréttaflutning eftir því hver á í hlut. Ég leyfi mér að fullyrða að ef stjórnaflokkarnir tveir væru í forustu í borginni þá væru hljóðnemar hálft ofan í kok á viðmælendunum og lætin miklu meiri og spurning um afsögn í hverju orði alla vega öðru hverju.

Þetta er alla vega sú tilfinning sem að ég fæ varðandi þetta mál. Síðan er það þá bara spurning hvort það sé vegna þess að mál er varða þennan hluta þegnana séu ekki talin jafnmerkileg og þau sem að snúa að öðrum hlutum þeirra.


mbl.is Ferðaþjónustan verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ólga.

Samkvæmt fréttaflutningi undanfarið studdi öll þjóðin það að læknar fengju meiri hækkun en aðrir. Man ekki betur en að sagt hafi verið að það væri 96% stuðningur við þá í einni fréttinni.
Því skýtur það skökku við að þessir samningar valdi ólgu fólk hlýtur að vera samkvæmt sjálfu sér og fagna betri kjörum lækna og gera sér grein fyrir því að ef það fer fram á sömu hækkanir þá þurfa læknar auðvitað að fá þær ofan á þessar, annars er leiðréttingin miðað við aðrar stéttir fokin út um gluggann og þeir þurfa að byrja upp á nýtt.

Það hlýtur því að vera algjör misskilningur að þessir samningar valdi ólgu eða misskilningur að þjóðin styddi það að læknar fengju meira en aðrir, eða kannski bara tilbúningur hjá fréttamiðlum.
Ég er aftur á móti viss um að allir styðja það að öll þjóðin fái sama og læknar.

 


mbl.is Læknasamningar skapa ólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga ekki heimangengt.

Það getur komið fyrir alla að eiga ekki heimangengt og hefur ekkert með það að gera að viðkomandi sýni ekki samúð og hafi komið því á framfæri. Það hins vegar að nota það og þá voðaatburði sem urðu í Frakklandi til að slá pólitískar keilur finnst mér frekar neðarlega í hinum mannlega hegðunarstiga.


mbl.is Þekktist ekki boð Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja skatt á skatt

Ég sé ekki annað en að hér sé verið að leggja skatt á skatt. Það er sýnist mér lagður 11% vsk á vöru sem að þegar ber 7% af þessum skatti. Hér er því verið að auka álagnginu og kenna öðrum um. Rétt verð ætti að vera 615 kr miðað við hækkunina.


mbl.is Kaffibollinn hækkaður í 620 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ekki.

Afhverju ættu aðrar stéttir ekki að fylgja á eftir með sömu kröfur. Það gleymist að ef engin skúrar,sér um að rafmagnið hangi á, saltar og hreinsar göturnar eða heldur við pípulögnum í húsnæðinu verða engar aðgerðir gerðar. Þannig að allar stéttir eiga skilið sömu hlutfalls hækkun á sín laun og læknar að mínu mati.  
Smá viðbót að að það er kannski ekki rétt að tala um hlutfallshækkun heldur ætti að skoða krónutölu hækkanir frekar.


mbl.is Kröfur lækna úr öllu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuð Evrópa ef allir gera eins og ég vil.

Þetta er nú blessað sambandið, byggt upp á því að allir sitji og standi eins og þeir stóru vilja. USA og ESB hljóta að grípa til refsiaðgerða gegn þjóðum sem að skipta sér af kosningum í öðrum löndum með hótunum. Eða er það bara þegar að þeim hentar. Þeir sem öllu vilja ráða vilja banna flokka sem hafa skoðun á þjóðar og innflytjendamálum, hægriflokka og nú hóta þeir löndum ef þau kjósa vinstri menn samkvæmt þessari frétt. Auðvitað má ekkert kjósa nema þá sjálfa. Þannig og aðeins þannig geta þeir tryggt völd sín og manni sýnist að lýðræði eigi heldur betur undirhögg að sækja og leiðtogar okkar sem þykjast vera einhverjir boðberar lýðræðis séu í raun sömu einræðispúkarnir og þeir ásaka aðra um að vera, jafnvel verri því þeir bæta við eigin hræsni.

Sennilega er styttra en maður heldur að það brjótist út ófriður í Evrópu.  


mbl.is Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsbrella ?

Sérfræðingar  í tölvumálum vilja meina að Norður Kóreu menn hafi ekki getu til að gera þetta en skallaörninn hlustar ekki. USA heldur því fram að þeir hafi gert það en leggja ekki fram neinar sannanir frekar en í öðrum málum. En er ekki bara hér um snilldar markaðssetningu að ræða. Miðlungs mynd kemur sennilega til með að slá allar sölutölur og USA getur sett refsiaðgerðir á þá sem þeim hentar og engin æmtir. Sennilega bara markaðsbrella og tækifæri til að geta dælt meiri pening í hina endalausu hít njósna og hernaðar.


mbl.is Eintök af Interview til Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borðaðu matinn þinn.

Ekki leyfa var viðkvæði er maður ólst upp og bágt á maður með að sóa mat og ég held að flestir eigi það. En spurning er hvað mikið af mat er hent til að halda upp verði hvað mikið af mat er hent vegna þess einfaldlega að hann er lélegur. Bloggari er til dæmis hættur að kaupa ávexti hjá einni keðjunni vegna þess að þeir verða ónýtir á leiðinni heim. Ég er ekki viss um að öll þessi sóun sé á heimilum landsins alla vega frá miðstétt og niður.

En hvað ætlar ríkið að gera mynda matarlöggu, ég held að í þessu eins og öðru byrji góðir hlutir hjá manni sjálfum í þessu tilfelli hjá hinu há alþingi sem að hætti að sóa tíma sínum og snúi sér að stjórnarfarinu. Það eru mörg handtök sem þarf að inna þar sýnist mér. 


mbl.is Vilja mæla íslenska matarsóun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalla saman öryggisráðið

Ef farið verður að kröfu Ukraínu og öryggisráðið kallað saman vegna Rússa sem berjast með aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Þá hlýtur það að þurfa að fjalla um Breta, Norðmenn,Ástrala og aðra sem berjast með ISIS. Á sama hátt hlýtur að þurfa að beita þessi ríki refsiaðgerðum til að alls jöfnuðar sé gætt.


mbl.is Telja sig vita hver böðullinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband