Afhverju ekki.

Afhverju ættu aðrar stéttir ekki að fylgja á eftir með sömu kröfur. Það gleymist að ef engin skúrar,sér um að rafmagnið hangi á, saltar og hreinsar göturnar eða heldur við pípulögnum í húsnæðinu verða engar aðgerðir gerðar. Þannig að allar stéttir eiga skilið sömu hlutfalls hækkun á sín laun og læknar að mínu mati.  
Smá viðbót að að það er kannski ekki rétt að tala um hlutfallshækkun heldur ætti að skoða krónutölu hækkanir frekar.


mbl.is Kröfur lækna úr öllu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þeir sem skúra hafa fengið yfir 70% hækkun frá hruni en læknar innan við 15%. Þannnig að kröfur lækna eru greinilega úr öllu samhengi, þær eru of lágar.

Jos.T. (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 17:19

2 Smámynd: corvus corax

Þeir sem engan skilning hafa sjálfir á því um hvað þeir eru að tala nota gjarnan hlutfallstölur máli sínu til stuðnings. Það sem máli skiptir hér er hversu margar krónur 70% eru af launum skúringafólks og hversu margar krónur 15% eru af launum lækna. Þegar krónutölurnar eru þekktar er fyrst hægt að bera saman þessar launahækkanir. Við förum nefnilega með krónur í bankann eða út í búð en ekki prósentur.

corvus corax, 6.1.2015 kl. 17:42

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta "ræðumanni"

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2015 kl. 19:00

4 Smámynd: Snorri Hansson

Þar kom að því corvus  corax að ég er algerlega sammála þér.

Snorri Hansson, 7.1.2015 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband